Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. nóvember 2024 08:15 Nú eru verkföll skollin á og allt hnút í kjaraviðræðum kennara og hins opinbera. Snemma var sú hugmynd viðruð að kennarar þyrftu einfaldlega að kenna meira, eins og Inga Rún kom svo einlæglega til skila í Kastljósi. Þannig mætti sko auka verðmæti sitt. Ég skil það alveg, flestir vilja fá sem mest fyrir sem minnst, þess vegna verslar fólk við Temu. Þetta snýst þó í grunninn ekki um launin. Það er einfaldlega verið að fara fram á að staðið sé við samkomulagið frá 2016. Það er ekki spennandi að gera samninga við aðila sem ganga á bak orða sinna. Þá eru forsendur brostnar og ekki líklegt að hægt sé að semja um eitthvað annað í góðri trú. Á almenna markaðnum rifta menn einfaldlega samningum eða höfða mál þegar ekki er staðið við gerða samninga. Kannski hlupu menn á sig hjá hinu opinbera þegar þeir sögðu að hægt væri að jafna launamuninn á móti skerðingu lífeyrisréttinda. Sömdu af sér, ef svo má segja. Það tók þó ekki nema ár að láta það ganga upp í hina áttina þ.e. að skerða lífeyrisréttindin. Það er svo sem ekkert nýtt við að hið opinbera baki sér skaðabótaskyldu gagnvart þegnum með afleitum ákvörðunum. Með því að láta hluti sitja á hakanum hafa sparast einhverjir fjármunir, en mig grunar að það verði þá þeim mun dýrara að standa við gefin fyrirheit með hverju árinu sem líður. Ef þú byggir hús en sinnir ekki viðhaldi kostar alltaf meira að laga þegar allt er komið í skrúfuna. Líkt og er að gerast með skólahúsnæði í dag og síðustu ár. Ráðamenn eru gjarnir á að klappa sér á bakið fyrir að „leysa” vandamál með ákvörðunum sem þeir þurfa ekki að takast á við afleiðingarnar af. Gera sér ekki grein fyrir afleiddum áhrifum. Ráðamenn fyrri ára prísa sig þá líkalega sæla að hafa náð einhverju aðhaldi í fjármálum hins opinbera þessi átta ár sem samkomulagið hefur verið hunsað. En nú eru afleiddu áhrifin heldur betur komin á skrið. Nú dugar ekki lengur að láta hlutina sitja á hakanum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Sjá meira
Nú eru verkföll skollin á og allt hnút í kjaraviðræðum kennara og hins opinbera. Snemma var sú hugmynd viðruð að kennarar þyrftu einfaldlega að kenna meira, eins og Inga Rún kom svo einlæglega til skila í Kastljósi. Þannig mætti sko auka verðmæti sitt. Ég skil það alveg, flestir vilja fá sem mest fyrir sem minnst, þess vegna verslar fólk við Temu. Þetta snýst þó í grunninn ekki um launin. Það er einfaldlega verið að fara fram á að staðið sé við samkomulagið frá 2016. Það er ekki spennandi að gera samninga við aðila sem ganga á bak orða sinna. Þá eru forsendur brostnar og ekki líklegt að hægt sé að semja um eitthvað annað í góðri trú. Á almenna markaðnum rifta menn einfaldlega samningum eða höfða mál þegar ekki er staðið við gerða samninga. Kannski hlupu menn á sig hjá hinu opinbera þegar þeir sögðu að hægt væri að jafna launamuninn á móti skerðingu lífeyrisréttinda. Sömdu af sér, ef svo má segja. Það tók þó ekki nema ár að láta það ganga upp í hina áttina þ.e. að skerða lífeyrisréttindin. Það er svo sem ekkert nýtt við að hið opinbera baki sér skaðabótaskyldu gagnvart þegnum með afleitum ákvörðunum. Með því að láta hluti sitja á hakanum hafa sparast einhverjir fjármunir, en mig grunar að það verði þá þeim mun dýrara að standa við gefin fyrirheit með hverju árinu sem líður. Ef þú byggir hús en sinnir ekki viðhaldi kostar alltaf meira að laga þegar allt er komið í skrúfuna. Líkt og er að gerast með skólahúsnæði í dag og síðustu ár. Ráðamenn eru gjarnir á að klappa sér á bakið fyrir að „leysa” vandamál með ákvörðunum sem þeir þurfa ekki að takast á við afleiðingarnar af. Gera sér ekki grein fyrir afleiddum áhrifum. Ráðamenn fyrri ára prísa sig þá líkalega sæla að hafa náð einhverju aðhaldi í fjármálum hins opinbera þessi átta ár sem samkomulagið hefur verið hunsað. En nú eru afleiddu áhrifin heldur betur komin á skrið. Nú dugar ekki lengur að láta hlutina sitja á hakanum. Höfundur er kennari.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun