Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar 18. nóvember 2024 07:32 Hver króna sem fer til íþróttafélaga er króna sem skilar sér margfalt til baka í samfélagið. Um kosti íþróttastarfs á Íslandi verður ekki deilt. Starfið er faglegt, fjölbreytt og gott. Það sem hefur breyst á undanförnum árum er að íþróttir eru gríðarlega atvinnuskapandi. Félögin á Íslandi í dag eru orðin stærri og komin með fleiri starfsmenn í full störf. Ásamt því að afleidd störf tengd íþróttum á Íslandi, t.d. í ferðaþjónustu, eru orðin ansi mörg og drjúg. Við getum verið stolt af því starfi sem íþróttahreyfingin á Íslandi sinnir og vinnur. Framsókn leggur áherslu á fjölbreytt og faglegt íþróttastarf. Þannig hefur Framsókn stutt við ÍSÍ m.a. með ráðningu Vésteins Hafsteinssonar og innkomu svæðisfulltrúa ÍSÍ sem eiga að styðja við íþróttastarfið á öllu landinu. Það er hinsvegar áhyggjuefni hversu mikið það kostar að stunda íþróttir á Íslandi. Fyrir utan hið augljósa sem eru æfingagjöld og búnaðarkaup þá eru ferðalög liða og félaga á landsbyggðinni farin að taka verulegan toll af fjárhagi heimilina. Dæmi eru um að foreldrar með þrjú börn að stunda íþróttir á landsbyggðinni þurfi að reiða fram um 800.000 kr. í ferðakostnað á ári fyrir börnin sín, ofan á áðurnefnd æfingagjöld og búnaðarkaup. Íþróttastarf á að vera fyrir alla. Það eiga allir að geta stundað sína íþrótt óháð efnahagsstöðu foreldra. Og óháð búsetu! Þarna vill Framsókn stíga fast til jarðar með auknum framlögum í ferðajöfnunarsjóð ÍSÍ og með víðtækari nýtingu Loftbrúar. Einnig er vert að skoða hugmyndir um ívilnanir til fyrirtækja sem sjá um að keyra íþróttalið víðsvegar um landið. Auk þess er mikilvægt að skoða hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr kostnaði við gistingu. Með fjárfestingu í íþróttum er verið að styðja við forvarnarstarf! Við ölum upp heilbrigðari einstaklinga og styrkjum samfélagið okkar til lengri tíma. Það er dýrt að vera ekki með öflugt íþróttastarf. Það mun kalla á aukin fjárframlög annarstaðar í kerfinu okkar. Fjárfesting í íþróttum er fjárfesting í framtíðinni. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Íþróttir barna Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Hver króna sem fer til íþróttafélaga er króna sem skilar sér margfalt til baka í samfélagið. Um kosti íþróttastarfs á Íslandi verður ekki deilt. Starfið er faglegt, fjölbreytt og gott. Það sem hefur breyst á undanförnum árum er að íþróttir eru gríðarlega atvinnuskapandi. Félögin á Íslandi í dag eru orðin stærri og komin með fleiri starfsmenn í full störf. Ásamt því að afleidd störf tengd íþróttum á Íslandi, t.d. í ferðaþjónustu, eru orðin ansi mörg og drjúg. Við getum verið stolt af því starfi sem íþróttahreyfingin á Íslandi sinnir og vinnur. Framsókn leggur áherslu á fjölbreytt og faglegt íþróttastarf. Þannig hefur Framsókn stutt við ÍSÍ m.a. með ráðningu Vésteins Hafsteinssonar og innkomu svæðisfulltrúa ÍSÍ sem eiga að styðja við íþróttastarfið á öllu landinu. Það er hinsvegar áhyggjuefni hversu mikið það kostar að stunda íþróttir á Íslandi. Fyrir utan hið augljósa sem eru æfingagjöld og búnaðarkaup þá eru ferðalög liða og félaga á landsbyggðinni farin að taka verulegan toll af fjárhagi heimilina. Dæmi eru um að foreldrar með þrjú börn að stunda íþróttir á landsbyggðinni þurfi að reiða fram um 800.000 kr. í ferðakostnað á ári fyrir börnin sín, ofan á áðurnefnd æfingagjöld og búnaðarkaup. Íþróttastarf á að vera fyrir alla. Það eiga allir að geta stundað sína íþrótt óháð efnahagsstöðu foreldra. Og óháð búsetu! Þarna vill Framsókn stíga fast til jarðar með auknum framlögum í ferðajöfnunarsjóð ÍSÍ og með víðtækari nýtingu Loftbrúar. Einnig er vert að skoða hugmyndir um ívilnanir til fyrirtækja sem sjá um að keyra íþróttalið víðsvegar um landið. Auk þess er mikilvægt að skoða hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr kostnaði við gistingu. Með fjárfestingu í íþróttum er verið að styðja við forvarnarstarf! Við ölum upp heilbrigðari einstaklinga og styrkjum samfélagið okkar til lengri tíma. Það er dýrt að vera ekki með öflugt íþróttastarf. Það mun kalla á aukin fjárframlög annarstaðar í kerfinu okkar. Fjárfesting í íþróttum er fjárfesting í framtíðinni. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar