Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 17. nóvember 2024 21:34 Jón Guðmundsson var goðsögn í fasteignabransanum á Íslandi. Vignir Már Jón Guðmundsson, fasteignasali og eigandi Fasteignamarkaðsins, er látinn 82 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Jóhönnu Hreinsdóttur og fjögur börn. Synir Jóns, Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins og Guðmundur Theodór Jónsson fasteignasali greina frá andláti föður síns á Facebook og rignir samúðarkveðjum og minningum frá fjölskyldu, vinum og kunningjum. Jón fæddist í Neskaupstað, ólst þar upp og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963. Meðfram námi stundaði hann almenna vinnu meðal annars hjá Síldarvinnslunni á æskuslóðum og við verslunar- og umboðsstörf og útgerð. Frá árinu 1972 starfaði hann við fasteignasölu og eignaumsýslu eða í 52 ár. Fyrst hjá Eignamiðlun en stofnaði svo Fasteignamarkaðinn í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Þórðardóttur. Ásdís lést fyrir aldur fram árið 1991. Jón kom að pólitísku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var bæði varabæjarfulltrúi í Neskaupsstað á áttunda áratugnum og á lista flokksins í tvennum Alþingiskosningum á sama áratug. Hann var í stjórn SUS og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá sat Jón í stjórn Viðlagasjóðs, í stjórn Ísafoldarprentsmiðju, í stjórn íþrótta- og ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður húsnæðisnefndar Garðabæjar. Arnar Þór og Guðmundur Theódór minnast föður síns hlýlega í færslum sem þeir birtu á síðum sínum á Facebook. „Elsku pabbi, Jón Guðmundsson, kvaddi þessa jarðvist í morgun eftir hugdjarfa baráttu. Við hittumst fyrst gosnóttina í janúar 1973 þegar hann tók á móti okkur í Þorlákshöfn. Hann gekk mér í föðurstað og hefur fylgt mér af trúfestu og styrk allt til þessa dags,“ skrifar Arnar Þór. „Við leiðarlok er ég þakklátur honum fyrir að herða mig og styrkja, fyrir smekkvísi, vinnusemi og ræktarsemi. Guð blessi hann og leiði inn í hið eilífa ljós,“ skrifar hann þá. „Hann var einstakur maður í alla staði. Atorkusamur, klár, hjartahlýr og duglegur svo honum féll aldrei verk úr hendi. Þakklæti er mér efst í huga fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Þakklæti fyrir þau tæplega 30 ár sem ég naut þess að starfa með honum og undir hans handleiðslu. Þakklæti fyrir ástina, hlýjuna, húmorinn, ómetanlega vináttu og hans fallegu skapgerð. Minningar um sannkallaðan höfðingja gleymast aldrei. Blessuð sé ævinlega minning pabba,“ skrifar Guðmundur. Andlát Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Synir Jóns, Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins og Guðmundur Theodór Jónsson fasteignasali greina frá andláti föður síns á Facebook og rignir samúðarkveðjum og minningum frá fjölskyldu, vinum og kunningjum. Jón fæddist í Neskaupstað, ólst þar upp og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963. Meðfram námi stundaði hann almenna vinnu meðal annars hjá Síldarvinnslunni á æskuslóðum og við verslunar- og umboðsstörf og útgerð. Frá árinu 1972 starfaði hann við fasteignasölu og eignaumsýslu eða í 52 ár. Fyrst hjá Eignamiðlun en stofnaði svo Fasteignamarkaðinn í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Þórðardóttur. Ásdís lést fyrir aldur fram árið 1991. Jón kom að pólitísku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var bæði varabæjarfulltrúi í Neskaupsstað á áttunda áratugnum og á lista flokksins í tvennum Alþingiskosningum á sama áratug. Hann var í stjórn SUS og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá sat Jón í stjórn Viðlagasjóðs, í stjórn Ísafoldarprentsmiðju, í stjórn íþrótta- og ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður húsnæðisnefndar Garðabæjar. Arnar Þór og Guðmundur Theódór minnast föður síns hlýlega í færslum sem þeir birtu á síðum sínum á Facebook. „Elsku pabbi, Jón Guðmundsson, kvaddi þessa jarðvist í morgun eftir hugdjarfa baráttu. Við hittumst fyrst gosnóttina í janúar 1973 þegar hann tók á móti okkur í Þorlákshöfn. Hann gekk mér í föðurstað og hefur fylgt mér af trúfestu og styrk allt til þessa dags,“ skrifar Arnar Þór. „Við leiðarlok er ég þakklátur honum fyrir að herða mig og styrkja, fyrir smekkvísi, vinnusemi og ræktarsemi. Guð blessi hann og leiði inn í hið eilífa ljós,“ skrifar hann þá. „Hann var einstakur maður í alla staði. Atorkusamur, klár, hjartahlýr og duglegur svo honum féll aldrei verk úr hendi. Þakklæti er mér efst í huga fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Þakklæti fyrir þau tæplega 30 ár sem ég naut þess að starfa með honum og undir hans handleiðslu. Þakklæti fyrir ástina, hlýjuna, húmorinn, ómetanlega vináttu og hans fallegu skapgerð. Minningar um sannkallaðan höfðingja gleymast aldrei. Blessuð sé ævinlega minning pabba,“ skrifar Guðmundur.
Andlát Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira