Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 17:35 Haukarnir fögnuðu í dag. Haukar eru komnir í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í handknattleik eftir öruggan sigur á ÍBV á heimavelli. Þá eru ÍR-ingar sömuleiðis komnir áfram eftir sigur á Akureyri. Haukar og ÍBV hafa marga hildina háð í handboltanum á síðustu árum. Leikur þeirra á Ásvöllum í dag var í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins og heimamenn í Haukum voru betra liðið til að byrja með. Þeir komust í 8-4 forystu eftir rúmlega tíu mínútna leik og voru með frumkvæðið. Lokakafli fyrri hálfleiks var þó fínn hjá Eyjaliðinu sem minnkaði muninn í eitt mark og staðan í hálfleik var 15-14. Í síðari hálfleik héldu Eyjamenn í við heimaliðið í upphafi. Um miðbik hálfleiksins breyttu Haukar hins vegar stöðunni úr 21-19 í 26-19 og gengu frá leiknum. Lokatölur 37-29 og Haukar komnir í 8-liða úrslit. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum skaut Andri Fannar Elísson beint í andlitið á Pavel Miskevich úr vítakasti og fékk rautt spjald fyrir vikið, líkt og Miskevich sem brást ókvæða við vítakastinu og réðist að Andra Fannari. Össur Haraldsson var magnaður hjá Haukum með 13 mörk úr 14 skotum. Skarphéðinn Ívar Einarsson kom næstur með 6 mörk. Hjá ÍBV skoruðu Sigtryggur Daði Rúnarsson og Kári Kristján Kristjánsson 6 mörk hvor. ÍR sótti sigur norður yfir heiðar Á Akureyri mættust lið Þórs og ÍR en Þórsarar leika í Grill 66-deildinni en ÍR-ingar í Olís-deildinni. Þar byrjuðu heimamenn frábærlega og komust í 10-5 en ÍR-liðið náði að minnka muninn og staðan í hálfleik var 17-16. Jafnt var á með liðunum í byrjun seinni hálfleiks en í stöðunni 30-29 fyrir ÍR náðu gestirnir 6-1 kafla og heimamönnum tókst ekki að svara. Lokatölur 38-32 og ÍR komið áfram í 8-liða úrslit. Hrannar Ingi Jóhannsson skoraði 13 mörk fyrir ÍR og Bernard Darkoh 8 mörk. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur Þórsara með 8 mörk, Sigurður Ringsted Sigurðsson skoraði 7 mörk og Oddur Grétarsson 6. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Þór Akureyri ÍR Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Haukar og ÍBV hafa marga hildina háð í handboltanum á síðustu árum. Leikur þeirra á Ásvöllum í dag var í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins og heimamenn í Haukum voru betra liðið til að byrja með. Þeir komust í 8-4 forystu eftir rúmlega tíu mínútna leik og voru með frumkvæðið. Lokakafli fyrri hálfleiks var þó fínn hjá Eyjaliðinu sem minnkaði muninn í eitt mark og staðan í hálfleik var 15-14. Í síðari hálfleik héldu Eyjamenn í við heimaliðið í upphafi. Um miðbik hálfleiksins breyttu Haukar hins vegar stöðunni úr 21-19 í 26-19 og gengu frá leiknum. Lokatölur 37-29 og Haukar komnir í 8-liða úrslit. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum skaut Andri Fannar Elísson beint í andlitið á Pavel Miskevich úr vítakasti og fékk rautt spjald fyrir vikið, líkt og Miskevich sem brást ókvæða við vítakastinu og réðist að Andra Fannari. Össur Haraldsson var magnaður hjá Haukum með 13 mörk úr 14 skotum. Skarphéðinn Ívar Einarsson kom næstur með 6 mörk. Hjá ÍBV skoruðu Sigtryggur Daði Rúnarsson og Kári Kristján Kristjánsson 6 mörk hvor. ÍR sótti sigur norður yfir heiðar Á Akureyri mættust lið Þórs og ÍR en Þórsarar leika í Grill 66-deildinni en ÍR-ingar í Olís-deildinni. Þar byrjuðu heimamenn frábærlega og komust í 10-5 en ÍR-liðið náði að minnka muninn og staðan í hálfleik var 17-16. Jafnt var á með liðunum í byrjun seinni hálfleiks en í stöðunni 30-29 fyrir ÍR náðu gestirnir 6-1 kafla og heimamönnum tókst ekki að svara. Lokatölur 38-32 og ÍR komið áfram í 8-liða úrslit. Hrannar Ingi Jóhannsson skoraði 13 mörk fyrir ÍR og Bernard Darkoh 8 mörk. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur Þórsara með 8 mörk, Sigurður Ringsted Sigurðsson skoraði 7 mörk og Oddur Grétarsson 6.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Þór Akureyri ÍR Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita