„Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. nóvember 2024 16:46 Snorri Másson snöggreiddist þegar Ásmundur spurði hvort innflytjendur myndu ekki leysa lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Vísir/Vilhelm „Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara,“ sagði Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra eftir að Ásmundur spurði hvort innflytjendur væru ekki svarið við lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Þeir tveir voru meðal frambjóðanda allra flokka á kosningafundinum #Égkýs á vegum ungmennafélaga og framhaldsskólanema í gær. Þar voru stjórnmálamennirnir spurðir út í hin ýmsu málefni. Ein spurningin fjallaði um stöðu húsnæðismarkaðarins og þá staðreynd að ungt fólk í dag væri farið að eignast börn seinna á lífsleiðinni. Eigi ekki að hafa skoðun á barneignum annarra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls og sagði vexti vera þröskuld fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkað. Þeir þyrftu að lækka en hins vegar væri ekki nægilega mikið framboð af húsnæði né væri staðan á leikskólum Reykjavíkur vænleg fyrir barnafjölskyldur. „En síðan ætla ég að fá að leyfa mér að segja, auðvitað er hægt að horfa á hversu auðvelt eða erfitt er að stofna til fjölskyldu, það er líka mjög vandmeðfarið að stjórnmálamenn standi hér og hafi á því mikla skoðun hvort það sé vandamál í íslensku samfélagi að konur séu að eignast börn síðar á lífsleiðinni áður,“ sagði hún svo og bætti við: „Ekki ætla ég að fara að segja, hvorki konum né pörum, hvenær þau eiga að fara að eignast börn.“ „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur“ Snorri var þá beðinn um að svara orðum Þórdísar og hóf að ræða lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. „Það er frekar alvarleg þróun að mínu mati og á öllum Vesturlöndum. Nú er fæðingartíðnin í 1,6 og þarf að vera í 2,1 til þess að við höldum okkur við. Þetta er svona alls staðar og fyrir mér er þetta mjög skrítið og það eru alls konar ástæður fyrir þessu,“ sagði hann Sjálfur sagðist Snorri hafa eignast sitt fyrsta barn 26 ára, fengið eitt stjúpbarn til viðbótar og eigi nú von á öðru barni með konu sinni. Hann sagðist telja að fólk væri ekki að taka ákvarðanir um að eignast börn seinna heldur gætu þau það ekki fyrr. „Ef við erum komin í 1,6 fæðingartíðni alls staðar þá er það bara farið að líkjast einhverju dauðakölti, þá erum við bara ekki að fjölga okkur,“ sagði Snorri svo. „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur,“ skaut Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, þá inn í og bætti Þórhildur Sunna Ægisdóttir, frambjóðandi Pírata, líka við: „Hvernig væri það?“ Hræðilega skrítin sýn „Viltu þá leysa málið þannig, Ási? Að fólk hafi ekki efni á að eignast börn og flytja inn fólk í vinnurnar og leysa málið þannig?“ spurði Snorri í kjölfarið. „Ég held það. Ekki vera svona æstur,“ svaraði Ásmundur áður en Snorri hóf langa ræðu sína: „Mér finnst þetta mjög skrítin samfélagssýn til framtíðar. Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara. Svo segið þið ,Innflytjendurnir koma og leysa þetta'. Þetta er óforsvaranlegur málflutningur og ég held að við eigum ekki að horfa á þessi vandamál svona. Ef einhver er með þá hugmynd að við leysum þetta bara, við hættum að eignast börn og þá komi bara útlendingar úr öllum áttum. Ég elska útlendinga en mín sýn er ekki sú að við leysum þetta svona og segjum ,Já, þið eignist ekki börn lengur, það er ekki hægt lengur, efnahagsaðstæður leyfa það ekki.' Mér finnst það hræðilega skrítin sýn verð ég að segja.“ „Mér finnst þetta mjög skrýtin samfélagssýn.” Orðaskipti við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra (!) Framsóknarflokksins. pic.twitter.com/jwrdcfPO8u— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 17, 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Innflytjendamál Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Innlent Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Sjá meira
Þeir tveir voru meðal frambjóðanda allra flokka á kosningafundinum #Égkýs á vegum ungmennafélaga og framhaldsskólanema í gær. Þar voru stjórnmálamennirnir spurðir út í hin ýmsu málefni. Ein spurningin fjallaði um stöðu húsnæðismarkaðarins og þá staðreynd að ungt fólk í dag væri farið að eignast börn seinna á lífsleiðinni. Eigi ekki að hafa skoðun á barneignum annarra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls og sagði vexti vera þröskuld fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkað. Þeir þyrftu að lækka en hins vegar væri ekki nægilega mikið framboð af húsnæði né væri staðan á leikskólum Reykjavíkur vænleg fyrir barnafjölskyldur. „En síðan ætla ég að fá að leyfa mér að segja, auðvitað er hægt að horfa á hversu auðvelt eða erfitt er að stofna til fjölskyldu, það er líka mjög vandmeðfarið að stjórnmálamenn standi hér og hafi á því mikla skoðun hvort það sé vandamál í íslensku samfélagi að konur séu að eignast börn síðar á lífsleiðinni áður,“ sagði hún svo og bætti við: „Ekki ætla ég að fara að segja, hvorki konum né pörum, hvenær þau eiga að fara að eignast börn.“ „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur“ Snorri var þá beðinn um að svara orðum Þórdísar og hóf að ræða lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. „Það er frekar alvarleg þróun að mínu mati og á öllum Vesturlöndum. Nú er fæðingartíðnin í 1,6 og þarf að vera í 2,1 til þess að við höldum okkur við. Þetta er svona alls staðar og fyrir mér er þetta mjög skrítið og það eru alls konar ástæður fyrir þessu,“ sagði hann Sjálfur sagðist Snorri hafa eignast sitt fyrsta barn 26 ára, fengið eitt stjúpbarn til viðbótar og eigi nú von á öðru barni með konu sinni. Hann sagðist telja að fólk væri ekki að taka ákvarðanir um að eignast börn seinna heldur gætu þau það ekki fyrr. „Ef við erum komin í 1,6 fæðingartíðni alls staðar þá er það bara farið að líkjast einhverju dauðakölti, þá erum við bara ekki að fjölga okkur,“ sagði Snorri svo. „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur,“ skaut Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, þá inn í og bætti Þórhildur Sunna Ægisdóttir, frambjóðandi Pírata, líka við: „Hvernig væri það?“ Hræðilega skrítin sýn „Viltu þá leysa málið þannig, Ási? Að fólk hafi ekki efni á að eignast börn og flytja inn fólk í vinnurnar og leysa málið þannig?“ spurði Snorri í kjölfarið. „Ég held það. Ekki vera svona æstur,“ svaraði Ásmundur áður en Snorri hóf langa ræðu sína: „Mér finnst þetta mjög skrítin samfélagssýn til framtíðar. Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara. Svo segið þið ,Innflytjendurnir koma og leysa þetta'. Þetta er óforsvaranlegur málflutningur og ég held að við eigum ekki að horfa á þessi vandamál svona. Ef einhver er með þá hugmynd að við leysum þetta bara, við hættum að eignast börn og þá komi bara útlendingar úr öllum áttum. Ég elska útlendinga en mín sýn er ekki sú að við leysum þetta svona og segjum ,Já, þið eignist ekki börn lengur, það er ekki hægt lengur, efnahagsaðstæður leyfa það ekki.' Mér finnst það hræðilega skrítin sýn verð ég að segja.“ „Mér finnst þetta mjög skrýtin samfélagssýn.” Orðaskipti við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra (!) Framsóknarflokksins. pic.twitter.com/jwrdcfPO8u— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 17, 2024
Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Innflytjendamál Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Innlent Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Sjá meira