Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 16. nóvember 2024 11:01 Eitt af stærstu lýðheilsumálum samtímans snýr að neyslu orkudrykkja, sérstaklega meðal ungmenna. Þetta er ekki aðeins risamál sem snertir svefn og líðan, heldur nær það til margra þátta sem tengjast almennri lýðheilsu þjóðarinnar. Þrátt fyrir vaxandi umræðu um skaðsemi orkudrykkja virðist aðgengi að þeim sífellt verða meira og auglýsingar þeirra oft villandi. Orkudrykkir eru kynntir sem orkugefandi og árangursbætandi drykkir, jafnvel heilsusamlegir, og við sjáum íþróttafólk og aðrar fyrirmyndir taka þátt í markaðssetningunni. En hvað liggur raunverulega að baki? Hvernig snerta þessir drykkir líf okkar og, sérstaklega, heilsu barna og ungmenna? Svefn, ungmenni og orkudrykkir Rannsóknir sýna að íslensk ungmenni sofa ekki nóg og svefnskortur er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamálið í dag. Svefn er undirstaða heilsu – eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir líkamann. Samt sem áður er rétt að spyrja: Hversu miklu veldur aukin neysla orkudrykkja þessum vanda? Á vef Heilsuveru er bent á að helmingur þess koffíns sem neytt er sé enn í líkamanum 6–8 klukkustundum síðar. Til dæmis getur ungmenni sem drekkur Nocco síðdegis klukkan fjögur fundið fyrir áhrifum koffíns þegar það reynir að sofna síðar um kvöldið. Ekki nóg með að koffín geti seinkað svefni, heldur dregur það einnig úr gæðum hans, sem eykur hættu á vanlíðan, kvíða og þunglyndi. Þetta þýðir í raun að orkudrykkir, sem auglýstir eru sem lausn gegn þreytu, geta í staðinn valdið frekari þreytu og vanlíðan. Sláandi tölur sem kalla á viðbrögð Í einu af fræðslumyndböndum Heilsuveru kemur fram að 70% framhaldsskólanema sofa of lítið og af þeim neyta 80% fjögurra eða fleiri orkudrykkja á dag. Þetta eru sláandi tölur. Enn alvarlegra er að óhófleg neysla koffíns hefur fjölþætt neikvæð áhrif á líkamann: Hjartsláttartruflanir, svimi, ógleði, höfuðverkir og kvíði eru allt þættir sem ungmenni þurfa að glíma við. Til viðbótar koma áhrif á tannheilsu, þar sem mikil neysla orkudrykkja getur valdið skemmdum á glerungi tanna. Þetta snýst ekki aðeins um heilsu dagsins í dag. Þetta er þróun sem getur haft langtímaáhrif á lífsgæði og framtíðarheilsu þjóðarinnar. Við þurfum að bregðast við – og það strax. Við þurfum aðgerðir – strax Orkudrykkir og skaðleg áhrif þeirra eru ekki smámál – þetta er stórt lýðheilsumál. Við höfum þegar aðgang að gögnum og upplýsingum sem sýna fram á alvarleika málsins en það nægir ekki. Þekkingin þarf að skila sér í aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Til þess þarf: Stóraukna fræðslu: Fræðsla í skólum, fjölskyldum og samfélaginu þarf að vera skýr, aðgengileg og markviss. Ungmenni þurfa að vita hvað þau eru að innbyrða og hvaða áhrif það hefur á heilsu þeirra og líðan. Takmarkað aðgengi: Setjum aldurstakmörk og drögum úr aðgengi að orkudrykkjum, rétt eins og Norðmenn hafa gert með góðum árangri. Minnkaður sýnileiki og ábyrgar auglýsingar: Takmarkanir á auglýsingum sem miða að börnum og ungmennum og minnka sýnileika orkudrykkja í verslunum gætu skipt sköpum. Ábyrgð framleiðenda og verslana: Framleiðendur og verslanir verða að taka þátt í lausninni með því að draga úr koffíninnihaldi og setja siðferðileg mörk á sölu til barna. Tökum þessu alvarlega: Við getum ekki leyft okkur að láta þetta þróast áfram óáreitt. Ef við horfum til Norðmanna, sem hafa sýnt fram á staðfestu með því að banna sölu orkudrykkja til barna undir 16 ára aldri, sjáum við hvernig við getum lært og nýtt reynslu annarra. Samfélagsleg ábyrgð okkar allra Við, sem samfélag, berum ábyrgð á framtíð ungu kynslóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um stjórnvöld – foreldrar, kennarar, framleiðendur, verslanir og fjölmiðlar þurfa allir að leggja sitt af mörkum. Við þurfum að vekja vitund, krefjast breytinga og standa vörð um heilsu og vellíðan barna okkar. Þetta er ekki valkostur – þetta er skylda okkar. Nú er tíminn til að taka skref í rétta átt. Heilsu barna okkar og framtíð þeirra verður að forgangsraða. Við öll berum ábyrgð. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu lýðheilsumálum samtímans snýr að neyslu orkudrykkja, sérstaklega meðal ungmenna. Þetta er ekki aðeins risamál sem snertir svefn og líðan, heldur nær það til margra þátta sem tengjast almennri lýðheilsu þjóðarinnar. Þrátt fyrir vaxandi umræðu um skaðsemi orkudrykkja virðist aðgengi að þeim sífellt verða meira og auglýsingar þeirra oft villandi. Orkudrykkir eru kynntir sem orkugefandi og árangursbætandi drykkir, jafnvel heilsusamlegir, og við sjáum íþróttafólk og aðrar fyrirmyndir taka þátt í markaðssetningunni. En hvað liggur raunverulega að baki? Hvernig snerta þessir drykkir líf okkar og, sérstaklega, heilsu barna og ungmenna? Svefn, ungmenni og orkudrykkir Rannsóknir sýna að íslensk ungmenni sofa ekki nóg og svefnskortur er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamálið í dag. Svefn er undirstaða heilsu – eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir líkamann. Samt sem áður er rétt að spyrja: Hversu miklu veldur aukin neysla orkudrykkja þessum vanda? Á vef Heilsuveru er bent á að helmingur þess koffíns sem neytt er sé enn í líkamanum 6–8 klukkustundum síðar. Til dæmis getur ungmenni sem drekkur Nocco síðdegis klukkan fjögur fundið fyrir áhrifum koffíns þegar það reynir að sofna síðar um kvöldið. Ekki nóg með að koffín geti seinkað svefni, heldur dregur það einnig úr gæðum hans, sem eykur hættu á vanlíðan, kvíða og þunglyndi. Þetta þýðir í raun að orkudrykkir, sem auglýstir eru sem lausn gegn þreytu, geta í staðinn valdið frekari þreytu og vanlíðan. Sláandi tölur sem kalla á viðbrögð Í einu af fræðslumyndböndum Heilsuveru kemur fram að 70% framhaldsskólanema sofa of lítið og af þeim neyta 80% fjögurra eða fleiri orkudrykkja á dag. Þetta eru sláandi tölur. Enn alvarlegra er að óhófleg neysla koffíns hefur fjölþætt neikvæð áhrif á líkamann: Hjartsláttartruflanir, svimi, ógleði, höfuðverkir og kvíði eru allt þættir sem ungmenni þurfa að glíma við. Til viðbótar koma áhrif á tannheilsu, þar sem mikil neysla orkudrykkja getur valdið skemmdum á glerungi tanna. Þetta snýst ekki aðeins um heilsu dagsins í dag. Þetta er þróun sem getur haft langtímaáhrif á lífsgæði og framtíðarheilsu þjóðarinnar. Við þurfum að bregðast við – og það strax. Við þurfum aðgerðir – strax Orkudrykkir og skaðleg áhrif þeirra eru ekki smámál – þetta er stórt lýðheilsumál. Við höfum þegar aðgang að gögnum og upplýsingum sem sýna fram á alvarleika málsins en það nægir ekki. Þekkingin þarf að skila sér í aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Til þess þarf: Stóraukna fræðslu: Fræðsla í skólum, fjölskyldum og samfélaginu þarf að vera skýr, aðgengileg og markviss. Ungmenni þurfa að vita hvað þau eru að innbyrða og hvaða áhrif það hefur á heilsu þeirra og líðan. Takmarkað aðgengi: Setjum aldurstakmörk og drögum úr aðgengi að orkudrykkjum, rétt eins og Norðmenn hafa gert með góðum árangri. Minnkaður sýnileiki og ábyrgar auglýsingar: Takmarkanir á auglýsingum sem miða að börnum og ungmennum og minnka sýnileika orkudrykkja í verslunum gætu skipt sköpum. Ábyrgð framleiðenda og verslana: Framleiðendur og verslanir verða að taka þátt í lausninni með því að draga úr koffíninnihaldi og setja siðferðileg mörk á sölu til barna. Tökum þessu alvarlega: Við getum ekki leyft okkur að láta þetta þróast áfram óáreitt. Ef við horfum til Norðmanna, sem hafa sýnt fram á staðfestu með því að banna sölu orkudrykkja til barna undir 16 ára aldri, sjáum við hvernig við getum lært og nýtt reynslu annarra. Samfélagsleg ábyrgð okkar allra Við, sem samfélag, berum ábyrgð á framtíð ungu kynslóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um stjórnvöld – foreldrar, kennarar, framleiðendur, verslanir og fjölmiðlar þurfa allir að leggja sitt af mörkum. Við þurfum að vekja vitund, krefjast breytinga og standa vörð um heilsu og vellíðan barna okkar. Þetta er ekki valkostur – þetta er skylda okkar. Nú er tíminn til að taka skref í rétta átt. Heilsu barna okkar og framtíð þeirra verður að forgangsraða. Við öll berum ábyrgð. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun