„Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Kári Mímisson skrifar 15. nóvember 2024 22:02 Rúnar Ingi Erlingsson sá sína menn klikka á prófinu á heimavelli í kvöld. Vísir/Diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ósáttur með tap liðsins gegn ÍR nú í kvöld. Liðið hafði fína forystu í hálfleik en glutraði henni niður í seinni hálfleiknum. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við ekki góðir allan fyrri hálfleik en náum samt að búa til 14 stiga forystu til að taka með okkur í hálfleik eftir fínan annan leikhluta. En í seinni hálfleik fer fókusinn á eitthvað allt annað en það sem við viljum standa fyrir og þá töpum við körfuboltaleikjum alveg sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Rúnar. Spurður út í það hvað gerðist nákvæmlega í seinni hálfleiknum eru svör Rúnars skýr og segir hann að liðið hafi farið að hugsa um eitthvað allt annað en að leika körfubolta. Á sama tíma hrósar hann liði ÍR fyrir góðan og grimman leik. „Ég verð að hrósa ÍR-ingunum, þeir komu út í seinni hálfleikinn mjög grimmir, spiluðu fast og gerðu bakvörðunum okkar erfitt fyrir. Okkar svör við því í þriðja leikhluta var bara væl og kenna dómurunum um í stað þess að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum inn á vellinum,“ sagði Rúnar. „Það sem ég þarf klárlega að taka á mig í dag er róteringin á liðinu. Ég hefði þurft að taka ákveðna menn út af og gera betur í að stilla upp liðinu þannig að ég væri með fimm leikmenn inn á vellinum sem væru að spila liðsbolta sem við vorum ekki að gera í dag. Við vorum að enda sóknirnar illa út af því að við höndluðum ekki grimmdina hjá ÍR og svo í kjölfarið hlaupa ÍR-ingarnir í bakið á okkur og skora auðveldar körfur,“ sagði Rúnar. Myndir þú segja að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í kvöld? „Ég hef alveg séð svona frammistöðu á æfingum, hjá liðinu sem tapar eða er undir. Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og við erum stanslaust að tala um það,“ sagði Rúnar. „Sem betur fer höfum við ekki verið að sýna mikið af þessu í leikjunum nú í byrjun tímabilsins en ef maður heldur einhvern tíman að maður sé orðinn of góður eða kominn á einhvern stað þar sem maður þarf ekki að hafa 100 prósent fyrir hlutunum þá er maður kominn á vitlausan stað. Sama hversu mikið við tölum um það og við höfum svo sannarlega talað um það þá er þetta fínt spark í rassinn fyrir bæði mig og Loga sem og leikmennina,“ sagði Rúnar. Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við ekki góðir allan fyrri hálfleik en náum samt að búa til 14 stiga forystu til að taka með okkur í hálfleik eftir fínan annan leikhluta. En í seinni hálfleik fer fókusinn á eitthvað allt annað en það sem við viljum standa fyrir og þá töpum við körfuboltaleikjum alveg sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Rúnar. Spurður út í það hvað gerðist nákvæmlega í seinni hálfleiknum eru svör Rúnars skýr og segir hann að liðið hafi farið að hugsa um eitthvað allt annað en að leika körfubolta. Á sama tíma hrósar hann liði ÍR fyrir góðan og grimman leik. „Ég verð að hrósa ÍR-ingunum, þeir komu út í seinni hálfleikinn mjög grimmir, spiluðu fast og gerðu bakvörðunum okkar erfitt fyrir. Okkar svör við því í þriðja leikhluta var bara væl og kenna dómurunum um í stað þess að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum inn á vellinum,“ sagði Rúnar. „Það sem ég þarf klárlega að taka á mig í dag er róteringin á liðinu. Ég hefði þurft að taka ákveðna menn út af og gera betur í að stilla upp liðinu þannig að ég væri með fimm leikmenn inn á vellinum sem væru að spila liðsbolta sem við vorum ekki að gera í dag. Við vorum að enda sóknirnar illa út af því að við höndluðum ekki grimmdina hjá ÍR og svo í kjölfarið hlaupa ÍR-ingarnir í bakið á okkur og skora auðveldar körfur,“ sagði Rúnar. Myndir þú segja að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í kvöld? „Ég hef alveg séð svona frammistöðu á æfingum, hjá liðinu sem tapar eða er undir. Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og við erum stanslaust að tala um það,“ sagði Rúnar. „Sem betur fer höfum við ekki verið að sýna mikið af þessu í leikjunum nú í byrjun tímabilsins en ef maður heldur einhvern tíman að maður sé orðinn of góður eða kominn á einhvern stað þar sem maður þarf ekki að hafa 100 prósent fyrir hlutunum þá er maður kominn á vitlausan stað. Sama hversu mikið við tölum um það og við höfum svo sannarlega talað um það þá er þetta fínt spark í rassinn fyrir bæði mig og Loga sem og leikmennina,“ sagði Rúnar.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira