Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 15. nóvember 2024 15:18 Ég undrast ekki viðbrögð þeirra sem lifa í bergmálshelli við síðustu grein minni um íslenska tungu. Menn reyna að gaslýsa þjóðina. Ekki eigi að banna nein orð! En til hvers að breyta góðum og gildum orðum í tungumálinu? Orð sem allir vita hvað þýða og 99% manna getur samsamað sig við. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota orðið stórforeldri í reglugerðum né lögum. Heldur ekki í almennu tali. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota foreldri foreldris í stað dásamlegu orðanna amma og afi. Þeir sem vilja hins vegar nota svona orð geta gert það á heimavelli. Á ekki að þvinga þeim á íslenska þjóð, hvorki í gengum texta frá þinginu né í almennu tali. Kvennaorð eiga undir högg að sækja Það er þekkt um hinn vestræna heim að orð sem varðar konur eiga undir högg að sækja. Víða má sjá orð eins „fæðandi foreldri“ í þeirri meiningu að kona sé í fæðingu. Persóna með barn á brjósti í þeirri merkingu að „kona með barn á brjósti.“ Einstaklingur sem gengur með barn í merkingunni „barnshafandi kona.“ Einstaklingur með leg eða leghafi í merkingu orðsins kona. Í stað þess að kyngreina konur er orðið þessi notað í staðinn. Allt rennur þetta í sömu átt, útrýma kvennaorðunum. Vilt þú það kona góð? Þingmenn eiga að passa upp á þetta Á hinu háa Alþingi á að vera sérstök virðing gagnvart kvennaorðunum. Þar á bæ eiga menn að leggja sig í líma við að varðveita orð sem tilheyra konum. Það á ekki að leyfa neinum að skemma þau eins og dæmin sýna. Þetta er ekki þróun í tungumálinu heldur handstýrð eyðilegging. Konur á þingi eiga passa upp á þessu orð, ég vænti þess af þeim. Ef þær hunskast ekki til þess biðla ég til karlanna, sem voru fæddir af konu og lágu við brjóst móður sinnar. Þeir eiga mömmu sem fædd var af konu sem er móðuramma. Ef ekki er passað upp á orðin sem tilheyra konum þá hverfa þau hvert á fætur öðrum inn í texta á Alþingi og að lokum hverfa þau. Konan sem kyn er nú orðin eign allra (karlsins). Félagsleg uppbygging - í íslenskum lögum - en ekki líffræðileg eining með sitt eigið gildi og eigin tilverugrundvöll. Mér þykir brýnt að þingheimur taki til í þeim lögum þar sem kvennaorðum var sýnd vanvirðing. Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari og er í 2. sæti á framboðslista Lýðræðisflokksins í Norðaustur kjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Íslensk tunga Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ég undrast ekki viðbrögð þeirra sem lifa í bergmálshelli við síðustu grein minni um íslenska tungu. Menn reyna að gaslýsa þjóðina. Ekki eigi að banna nein orð! En til hvers að breyta góðum og gildum orðum í tungumálinu? Orð sem allir vita hvað þýða og 99% manna getur samsamað sig við. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota orðið stórforeldri í reglugerðum né lögum. Heldur ekki í almennu tali. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota foreldri foreldris í stað dásamlegu orðanna amma og afi. Þeir sem vilja hins vegar nota svona orð geta gert það á heimavelli. Á ekki að þvinga þeim á íslenska þjóð, hvorki í gengum texta frá þinginu né í almennu tali. Kvennaorð eiga undir högg að sækja Það er þekkt um hinn vestræna heim að orð sem varðar konur eiga undir högg að sækja. Víða má sjá orð eins „fæðandi foreldri“ í þeirri meiningu að kona sé í fæðingu. Persóna með barn á brjósti í þeirri merkingu að „kona með barn á brjósti.“ Einstaklingur sem gengur með barn í merkingunni „barnshafandi kona.“ Einstaklingur með leg eða leghafi í merkingu orðsins kona. Í stað þess að kyngreina konur er orðið þessi notað í staðinn. Allt rennur þetta í sömu átt, útrýma kvennaorðunum. Vilt þú það kona góð? Þingmenn eiga að passa upp á þetta Á hinu háa Alþingi á að vera sérstök virðing gagnvart kvennaorðunum. Þar á bæ eiga menn að leggja sig í líma við að varðveita orð sem tilheyra konum. Það á ekki að leyfa neinum að skemma þau eins og dæmin sýna. Þetta er ekki þróun í tungumálinu heldur handstýrð eyðilegging. Konur á þingi eiga passa upp á þessu orð, ég vænti þess af þeim. Ef þær hunskast ekki til þess biðla ég til karlanna, sem voru fæddir af konu og lágu við brjóst móður sinnar. Þeir eiga mömmu sem fædd var af konu sem er móðuramma. Ef ekki er passað upp á orðin sem tilheyra konum þá hverfa þau hvert á fætur öðrum inn í texta á Alþingi og að lokum hverfa þau. Konan sem kyn er nú orðin eign allra (karlsins). Félagsleg uppbygging - í íslenskum lögum - en ekki líffræðileg eining með sitt eigið gildi og eigin tilverugrundvöll. Mér þykir brýnt að þingheimur taki til í þeim lögum þar sem kvennaorðum var sýnd vanvirðing. Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari og er í 2. sæti á framboðslista Lýðræðisflokksins í Norðaustur kjördæmis.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun