Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2024 13:03 Linda Heimisdóttir er framkvæmdastjóri Miðeindar. miðeind Miðeind, fyrirtæki sem starfar á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku, kynnti í dag nýja rafræna samheitaorðabók sem er öllum opin og aðgengileg á vefnum Samheiti.is. Í tilkynningu segir að þetta sé markverður áfangi fyrir íslenska tungu, en hingað til hafi aðeins ein samheitaorðabók verið til fyrir íslensku og hún einungis aðgengileg gegn gjaldi. Nýja samheitaorðabókin var unnin með nýstárlegum aðferðum. Gervigreindartækni var nýtt til að finna merkingarblæbrigði íslenskra orða með sjálfvirkum hætti. Verkefnið byggir á traustum grunni þriggja mikilvægra gagnasafna: Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar, IceWordNet og Íslensku orðaneti, auk eigin mállíkana Miðeindar. Á Samheiti.is má finna yfir 31 þúsund uppflettiorð með eitt eða fleiri samheiti skráð. Til gamans má geta þess að þau tvö orð sem hafa flest skráð samheiti eru annars vegar rógur og hins vegar uppstökkur með 63 samheiti hvort. „Samheitaorðabók er ómissandi verkfæri fyrir öll sem skrifa á íslensku, hvort sem um er að ræða nemendur, fjölmiðlafólk, rithöfunda eða önnur sem vilja gera mál sitt blæbrigðaríkara og gæða það auknu lífi,“ segir Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar. „Með opnum aðgangi að þessari nýju samheitaorðabók stígum við skref í þá átt að gera íslenskt mál aðgengilegra og auðugra. Við teljum útgáfuna í aðdraganda Dags íslenskrar tungu vera táknræna fyrir þá stefnu okkar að efla íslenskuna með nútímatækni.“ Verkefnið var unnið með stuðningi bandaríska gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, og er dæmi um hvernig hagnýta má gervigreind á ábyrgan hátt til að efla og styrkja íslenska tungu. Orðabókin verður aðgengileg á vefstaðnum Samheiti.is frá og með fimmtudeginum 14. nóvember og er öllum frjáls til notkunar,“ segir í tilkynningunni. Íslensk tunga Gervigreind Máltækni Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Í tilkynningu segir að þetta sé markverður áfangi fyrir íslenska tungu, en hingað til hafi aðeins ein samheitaorðabók verið til fyrir íslensku og hún einungis aðgengileg gegn gjaldi. Nýja samheitaorðabókin var unnin með nýstárlegum aðferðum. Gervigreindartækni var nýtt til að finna merkingarblæbrigði íslenskra orða með sjálfvirkum hætti. Verkefnið byggir á traustum grunni þriggja mikilvægra gagnasafna: Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar, IceWordNet og Íslensku orðaneti, auk eigin mállíkana Miðeindar. Á Samheiti.is má finna yfir 31 þúsund uppflettiorð með eitt eða fleiri samheiti skráð. Til gamans má geta þess að þau tvö orð sem hafa flest skráð samheiti eru annars vegar rógur og hins vegar uppstökkur með 63 samheiti hvort. „Samheitaorðabók er ómissandi verkfæri fyrir öll sem skrifa á íslensku, hvort sem um er að ræða nemendur, fjölmiðlafólk, rithöfunda eða önnur sem vilja gera mál sitt blæbrigðaríkara og gæða það auknu lífi,“ segir Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar. „Með opnum aðgangi að þessari nýju samheitaorðabók stígum við skref í þá átt að gera íslenskt mál aðgengilegra og auðugra. Við teljum útgáfuna í aðdraganda Dags íslenskrar tungu vera táknræna fyrir þá stefnu okkar að efla íslenskuna með nútímatækni.“ Verkefnið var unnið með stuðningi bandaríska gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, og er dæmi um hvernig hagnýta má gervigreind á ábyrgan hátt til að efla og styrkja íslenska tungu. Orðabókin verður aðgengileg á vefstaðnum Samheiti.is frá og með fimmtudeginum 14. nóvember og er öllum frjáls til notkunar,“ segir í tilkynningunni.
Íslensk tunga Gervigreind Máltækni Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira