Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar 15. nóvember 2024 10:16 Á síðustu þremur árum hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sett geðheilbrigðismál í forgang. Eitt af fyrstu og afgerandi skrefum hans var að tryggja aukið fjármagn í geðheilbrigðisþjónustu með það að markmiði að bæta aðgengi og tímanlega aðstoð. Willum Þór hefur lagt sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun, sem er mikilvægur liður í að koma í veg fyrir og draga úr alvarlegum afleiðingum geðræns vanda. Með þessari áherslu hefur geðheilbrigðiskerfið orðið aðgengilegra og móttækilegra fyrir börn og ungmenni, hópa sem þurfa á verndandi umgjörð að halda. Í tíð Willums Þórs Þórssonar sem heilbrigðisráðherra hefur ný stefna í geðheilbrigðismálum verið samþykkt, árið 2022. Höfuðáherslur stefnunnar eru forvarnir og snemmtæk úrræði, heildræn, samþætt og notendamiðuð þjónusta, notendasamráð, nýsköpun og bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu um allt land. Þá til þess að framfylgja stefnunni var í kjölfarið samþykkt aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 sem unnið eftir. Hún felur í sér fjölmargar aðgerðir fyrir geðheilbrigðisþjónustu á ýmsum stigum lífsins, með það að markmiði að ná utan um þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Willum hefur gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að sálfræðiþjónustu á Íslandi. Í október 2022 staðfesti hann nýjan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sálfræðinga, sem miðar að því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir alla aldurshópa. Samningurinn nær til meðferðar við vægum og meðal alvarlegum kvíða og þunglyndi, auk alvarlegra geð-, hegðunar- og þroskaraskana hjá börnum og unglingum. Þessi samningur gerir einnig ráð fyrir möguleikanum á fjarheilbrigðisþjónustu, sem stuðlar að jafnara aðgengi óháð staðsetningu. Til að tryggja að sálfræðiþjónustan sé aðgengileg óháð efnahag hefur ráðherra aukið fjárframlög til samninga Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu. Auk þess hefur sálfræðingum á heilsugæslum verið fjölgað umtalsvert og sett hafa verið á laggirnar sérstök geðheilsuteymi á heilsugæslum. Þá hefur Willum einnig stuðlað að því að stórefla samhæfingu á milli heilbrigðisstofnana og skóla til að tryggja að ungmenni njóti samfellu í þjónustu. Sérstök átaksverkefni til að efla geðrækt og forvarnir innan skólakerfisins hafa verið hluti af þessari framtíðarsýn, með það að markmiði að efla þekkingu og stuðla að betri geðheilsu snemma í lífi einstaklinga. Auk þessa var nýlega samþykktur sérstakur tónlistarsamningur sem er ætlað að stuðla að geðrækt og vellíðan með tónlistarviðburðum fyrir þá sem eru í meðferð eða á stofnunum vegna geðheilbrigðisvanda. Samningurinn er liður í að nýta skapandi leiðir til að bæta geðheilsu og styrkja bataferli með því að gefa skjólstæðingum færi á að njóta tónlistar sem hluta af meðferðarúrræðum. Þessu til viðbótar hefur verið tekin ákvörðun um að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans verði flutt úr núverandi byggingum í nýtt húsnæði sem uppfyllir nútímakröfur, með það að markmiði að bæta aðgengi og gæði þjónustunnar. Þá voru tekin mikilvæg skref með stofnun Geðráðs, samráðsvettvangs um geðheilbrigðismál, sem hefur reynst dýrmætur vettvangur fyrir samræður milli fagfólks, notenda þjónustunnar, aðstandenda og annarra hagaðila. Markmið Geðráðs er að stuðla að markvissri þróun geðheilbrigðismála með því að tryggja aukið samstarf og sameiginlega sýn. Framsókn hefur sýnt metnað til að halda áfram á þessari braut og áréttar að geðheilbrigðismál eru forgangsverkefni sem krefjast áframhaldandi vinnu og samstöðu. Verkefnið er ærið, og er hvergi nærri lokið. Að búa til umhverfi þar sem einstaklingar geta leitað sér hjálpar án hindrana, þar sem stuðningur er tryggður á öllum stigum, og þar sem samfélagið stendur saman um að efla geðheilsu, er áskorun sem Framsókn tekur alvarlega. Willum hefur þegar lagt sterkan grunn, en Framsókn er rétt að byrja – og það er von okkar allra að þetta sé aðeins upphafið að enn meiri framþróun í þjónustunni í þágu allra landsmanna. Höfundur skipar 10. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á síðustu þremur árum hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sett geðheilbrigðismál í forgang. Eitt af fyrstu og afgerandi skrefum hans var að tryggja aukið fjármagn í geðheilbrigðisþjónustu með það að markmiði að bæta aðgengi og tímanlega aðstoð. Willum Þór hefur lagt sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun, sem er mikilvægur liður í að koma í veg fyrir og draga úr alvarlegum afleiðingum geðræns vanda. Með þessari áherslu hefur geðheilbrigðiskerfið orðið aðgengilegra og móttækilegra fyrir börn og ungmenni, hópa sem þurfa á verndandi umgjörð að halda. Í tíð Willums Þórs Þórssonar sem heilbrigðisráðherra hefur ný stefna í geðheilbrigðismálum verið samþykkt, árið 2022. Höfuðáherslur stefnunnar eru forvarnir og snemmtæk úrræði, heildræn, samþætt og notendamiðuð þjónusta, notendasamráð, nýsköpun og bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu um allt land. Þá til þess að framfylgja stefnunni var í kjölfarið samþykkt aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 sem unnið eftir. Hún felur í sér fjölmargar aðgerðir fyrir geðheilbrigðisþjónustu á ýmsum stigum lífsins, með það að markmiði að ná utan um þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Willum hefur gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að sálfræðiþjónustu á Íslandi. Í október 2022 staðfesti hann nýjan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sálfræðinga, sem miðar að því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir alla aldurshópa. Samningurinn nær til meðferðar við vægum og meðal alvarlegum kvíða og þunglyndi, auk alvarlegra geð-, hegðunar- og þroskaraskana hjá börnum og unglingum. Þessi samningur gerir einnig ráð fyrir möguleikanum á fjarheilbrigðisþjónustu, sem stuðlar að jafnara aðgengi óháð staðsetningu. Til að tryggja að sálfræðiþjónustan sé aðgengileg óháð efnahag hefur ráðherra aukið fjárframlög til samninga Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu. Auk þess hefur sálfræðingum á heilsugæslum verið fjölgað umtalsvert og sett hafa verið á laggirnar sérstök geðheilsuteymi á heilsugæslum. Þá hefur Willum einnig stuðlað að því að stórefla samhæfingu á milli heilbrigðisstofnana og skóla til að tryggja að ungmenni njóti samfellu í þjónustu. Sérstök átaksverkefni til að efla geðrækt og forvarnir innan skólakerfisins hafa verið hluti af þessari framtíðarsýn, með það að markmiði að efla þekkingu og stuðla að betri geðheilsu snemma í lífi einstaklinga. Auk þessa var nýlega samþykktur sérstakur tónlistarsamningur sem er ætlað að stuðla að geðrækt og vellíðan með tónlistarviðburðum fyrir þá sem eru í meðferð eða á stofnunum vegna geðheilbrigðisvanda. Samningurinn er liður í að nýta skapandi leiðir til að bæta geðheilsu og styrkja bataferli með því að gefa skjólstæðingum færi á að njóta tónlistar sem hluta af meðferðarúrræðum. Þessu til viðbótar hefur verið tekin ákvörðun um að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans verði flutt úr núverandi byggingum í nýtt húsnæði sem uppfyllir nútímakröfur, með það að markmiði að bæta aðgengi og gæði þjónustunnar. Þá voru tekin mikilvæg skref með stofnun Geðráðs, samráðsvettvangs um geðheilbrigðismál, sem hefur reynst dýrmætur vettvangur fyrir samræður milli fagfólks, notenda þjónustunnar, aðstandenda og annarra hagaðila. Markmið Geðráðs er að stuðla að markvissri þróun geðheilbrigðismála með því að tryggja aukið samstarf og sameiginlega sýn. Framsókn hefur sýnt metnað til að halda áfram á þessari braut og áréttar að geðheilbrigðismál eru forgangsverkefni sem krefjast áframhaldandi vinnu og samstöðu. Verkefnið er ærið, og er hvergi nærri lokið. Að búa til umhverfi þar sem einstaklingar geta leitað sér hjálpar án hindrana, þar sem stuðningur er tryggður á öllum stigum, og þar sem samfélagið stendur saman um að efla geðheilsu, er áskorun sem Framsókn tekur alvarlega. Willum hefur þegar lagt sterkan grunn, en Framsókn er rétt að byrja – og það er von okkar allra að þetta sé aðeins upphafið að enn meiri framþróun í þjónustunni í þágu allra landsmanna. Höfundur skipar 10. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun