Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 15. nóvember 2024 17:03 Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er geðheilbrigðisþjónustan í mjög alvarlegum vanda vægast sagt og ekki bara á Akureyri heldur á landinu öllu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku SAK sagði greinarhöfundi að í hverri einustu viku komi fjöldi manns á bráðamóttöku eftir að hafa reynt að taka sitt eigið líf eða skaðað sjálft sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða fólk með annan geðrænan vanda. Aðspurð segir hún: ,,Fjöldinn er það mikill sem kemur til okkar í hverri einustu viku að flestum sjúklingum þarf því miður að vísa aftur heim eftir að við veitum þeim þá aðhlynningu sem við getum á bráðamóttöku og þá hjálp sem er í boði. Það er mjög alvarlegur skortur á mannafla hérna og sérstaklega þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustunni sem hefur verið vanrækt í tugi ára." Stundum er hringt á geðlækni sem kemur á bráðamóttöku og talar við einstaklinginn en í 95% tilvika er því miður ekki pláss á legudeild geðdeildar. Sjúklingum er þá einfaldlega gefið lyf yfir sólarhringinn og beðinn að hringja daginn eftir á Göngu- og dagdeild geðdeildar til þess að fá frekari upplýsingar um þá aðstoð og hjálp sem er í boði. Þeir sem koma á bráðamóttöku vegna þessa sorglega verknaðar finna fyrir mikilli skömm um að hafa gert sjálfum sér þetta, en eftir langa andlega þjáningu og sársauka og þeirri staðreynd að enga hjálp sé að finna er fólk einfaldlega komið út í horn og aðeins þarf augnabliks slæmt hugarástand til þess að svona gerist sem margir sjá svo strax eftir á. Það eru aðeins 10 pláss til staðar á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri en legudeildin veitir veikum sjúklingum sem eru t.d. í alvarlegri sjálfsvígshættu og með geðrofseinkenni, sólarhringsumönnun. Hún segir ennfremur að þetta sé fólk af öllum stéttum samfélagsins sem koma á bráðamóttökuna á SAK. Og þá fólk sem almenningur myndi aldrei detta í hug að væri komin á þennan dimma stað að vilja taka sitt eigið líf, skaða sjálfan sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða einstaklingar með aðra geðræna kvilla. Fjöldi sjálfsvíga fer stighækkandi á Íslandi í dag og augljóst er að stór hluti þessa alvarlega vanda er vegna plássleysis á geðdeildum og skorts á mannafla, þá bæði geðlækna og geðhjúkrunarfræðinga. Það er ekki boðlegt að aðeins séu 10 pláss til staðar í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Ástandið er ekki betra í Reykjavík eins og við öll vitum en það er efni í langa grein út af fyrir sig en við höfum öll séð í fréttum sjálfsvíg á geðdeildunum sjálfum þar og einnig skort á mannafla þar. Eini jákvæði punkturinn við þetta allt saman er starfsfólkið sjálft á Geðdeild Akureyrar sem er fyrsta flokks fólk umönnunaraðilar og þykir jafn miður og öðrum hvernig ástandið er í Heilbrigðiskerfinu. Það er kristalljóst að við þurfum nýrri og betri ríkisstjórn til að taka á þessum alvarlega vanda í heilbrigðiskerfinu sem fyrri ríkistjórnir hafa verulega brugðist og vanrækt en þar einmitt liggur skömmin. Ekki hjá fólkinu okkar sem þjáist. Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 30. nóvember næstkomandi? Hvaða flokkur hefur ekki fengið tækifæri til að taka á þessu málefni? Hvaða flokkur talar virkilega um af einlægni og hefur sýnt sterkan vilja til að bæta þetta hræðilega ástand? Ég vona svo innilega að þú vandir valið áður en þú kýst. Það eru fjöldi mannslífa í húfi. Kannski er það einhver þér nákominn eða kannski ertu að lesa þessa grein því þú ert sjálf/ur á þessum stað? Hjálpum Heilbrigðiskerfinu okkar á Íslandi. Hjálpum fólkinu okkar. Hugsum vel og vandlega áður en við kjósum. Stöndum saman öll sem eitt. Höfundur er stuðningsmaður og kjósandi Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er geðheilbrigðisþjónustan í mjög alvarlegum vanda vægast sagt og ekki bara á Akureyri heldur á landinu öllu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku SAK sagði greinarhöfundi að í hverri einustu viku komi fjöldi manns á bráðamóttöku eftir að hafa reynt að taka sitt eigið líf eða skaðað sjálft sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða fólk með annan geðrænan vanda. Aðspurð segir hún: ,,Fjöldinn er það mikill sem kemur til okkar í hverri einustu viku að flestum sjúklingum þarf því miður að vísa aftur heim eftir að við veitum þeim þá aðhlynningu sem við getum á bráðamóttöku og þá hjálp sem er í boði. Það er mjög alvarlegur skortur á mannafla hérna og sérstaklega þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustunni sem hefur verið vanrækt í tugi ára." Stundum er hringt á geðlækni sem kemur á bráðamóttöku og talar við einstaklinginn en í 95% tilvika er því miður ekki pláss á legudeild geðdeildar. Sjúklingum er þá einfaldlega gefið lyf yfir sólarhringinn og beðinn að hringja daginn eftir á Göngu- og dagdeild geðdeildar til þess að fá frekari upplýsingar um þá aðstoð og hjálp sem er í boði. Þeir sem koma á bráðamóttöku vegna þessa sorglega verknaðar finna fyrir mikilli skömm um að hafa gert sjálfum sér þetta, en eftir langa andlega þjáningu og sársauka og þeirri staðreynd að enga hjálp sé að finna er fólk einfaldlega komið út í horn og aðeins þarf augnabliks slæmt hugarástand til þess að svona gerist sem margir sjá svo strax eftir á. Það eru aðeins 10 pláss til staðar á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri en legudeildin veitir veikum sjúklingum sem eru t.d. í alvarlegri sjálfsvígshættu og með geðrofseinkenni, sólarhringsumönnun. Hún segir ennfremur að þetta sé fólk af öllum stéttum samfélagsins sem koma á bráðamóttökuna á SAK. Og þá fólk sem almenningur myndi aldrei detta í hug að væri komin á þennan dimma stað að vilja taka sitt eigið líf, skaða sjálfan sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða einstaklingar með aðra geðræna kvilla. Fjöldi sjálfsvíga fer stighækkandi á Íslandi í dag og augljóst er að stór hluti þessa alvarlega vanda er vegna plássleysis á geðdeildum og skorts á mannafla, þá bæði geðlækna og geðhjúkrunarfræðinga. Það er ekki boðlegt að aðeins séu 10 pláss til staðar í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Ástandið er ekki betra í Reykjavík eins og við öll vitum en það er efni í langa grein út af fyrir sig en við höfum öll séð í fréttum sjálfsvíg á geðdeildunum sjálfum þar og einnig skort á mannafla þar. Eini jákvæði punkturinn við þetta allt saman er starfsfólkið sjálft á Geðdeild Akureyrar sem er fyrsta flokks fólk umönnunaraðilar og þykir jafn miður og öðrum hvernig ástandið er í Heilbrigðiskerfinu. Það er kristalljóst að við þurfum nýrri og betri ríkisstjórn til að taka á þessum alvarlega vanda í heilbrigðiskerfinu sem fyrri ríkistjórnir hafa verulega brugðist og vanrækt en þar einmitt liggur skömmin. Ekki hjá fólkinu okkar sem þjáist. Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 30. nóvember næstkomandi? Hvaða flokkur hefur ekki fengið tækifæri til að taka á þessu málefni? Hvaða flokkur talar virkilega um af einlægni og hefur sýnt sterkan vilja til að bæta þetta hræðilega ástand? Ég vona svo innilega að þú vandir valið áður en þú kýst. Það eru fjöldi mannslífa í húfi. Kannski er það einhver þér nákominn eða kannski ertu að lesa þessa grein því þú ert sjálf/ur á þessum stað? Hjálpum Heilbrigðiskerfinu okkar á Íslandi. Hjálpum fólkinu okkar. Hugsum vel og vandlega áður en við kjósum. Stöndum saman öll sem eitt. Höfundur er stuðningsmaður og kjósandi Flokk fólksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun