Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:47 Þann 3. október síðastliðinn þegar stjórn KÍ kom að máli við okkur kennara í Lundarskóla á Akureyri og bað okkur um að taka fyrstu vakt í verkfalli kennara kom strax upp mikil samstaða í hópnum. Við vorum ákveðin í að standa þétt saman og tækla þetta verkefni fyrir kennara um allt land en ekki síður rennitækla þetta verkefni fyrir nemendur okkar, bæði núverandi og tilvonandi. Markmiðið er jú að fá yfirvöld til að fjárfesta í kennurum og þannig fjárfesta í og byggja upp sterkara menntakerfi fyrir börnin okkar þar sem kennarar flykkjast ekki úr starfi vegna óviðunandi launa eða ómögulegra vinnuaðstæðna. Ef ég tala fyrir mig, og eflaust fleiri, þá var fyrsta tilfinningin samt stór hnútur í magann og samviskubit. Samviskubit yfir því að vera að leggja þetta á nemendur, börnin okkar, og þá sérstaklega þau heimili sem við vitum að munu eiga erfiðan tíma á meðan á verkfalli stendur. Það var því gífurlega mikilvægt og styrkjandi fyrir okkur kennarana þegar foreldrafélag Lundarskóla lýsti yfir stuðningi við okkar kjarabaráttu og erum við þeim mjög þakklát fyrir. Það hafa því miður ekki allir skólar verið svo lánsamir að fá slíkan stuðning. Það ákveður enginn að verða kennari nema fyrir brennandi áhuga á því að taka þátt í að stækka, styrkja og styðja við börnin okkar. Kennarastarfið er eitt mest gefandi starf í heimi en á sama tíma virkilega krefjandi. Á hverju einasta hausti tekur kennari við nemendahóp og opnar þannig hjarta sitt fyrir tugum barna, því hóparnir eru jú orðnir ansi stórir. Kennarinn þarf að vera lausnamiðaður, útsjónarsamur, uppátækjasamur, skilningsríkur, þolinmóður, kærleiksríkur og ekki síst skemmtilegur til að halda athygli nemenda og uppfylla mjög ólíkar þarfir þeirra svo að árangur náist. Eftir skóladaginn þegar nemendur halda heim á leið sinnir kennarinn svo undirbúningi: býr til mismunandi verkefni sem henta hverjum og einum, því börnin eru jú öll einstök á sinn hátt sama hvort barn glímir við tungumálaörðugleika, skólaforðun, er með greiningu eða gengur jafnvel mjög vel námslega og þarf aukaefni. Kennarinn býr til umbunarkerfi og námsáætlanir, undirbýr vettvangsferðir, stillir upp námsumhverfinu, skipuleggur störf stuðningsfulltrúa, fer yfir verkefni og fleira og fleira sem tengist kennslunni. Það sem fæstir gera sér þó grein fyrir er öll hin mikilvæga undirbúningsvinnan: Foreldrasamtöl í síma og tölvupósti, fylla út greiningalista fyrir stofnanir, fundir með sálfræðingum og foreldrum, reglulegir fundir með barnavernd, teymisfundir, skólaþróunarfundir með samstarfsfólki og fleira og fleira. Að gefnu tilefni vil ég því svara: nei, við ætlum ekki að bæta við okkur kennslustundum fyrir viðunandi launahækkun! Við ætlum ekki að auka álag á okkur enn frekar til þess eins að vera verðug þess að staðið verði við gefin loforð! Við þurfum ekki að auka virði okkar! Við vitum að við erum óendanlega verðmæt nákvæmlega eins og við erum! Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til að mæla sér mót og komast að samkomulagi sem allra fyrst. Þangað til stöndum við verkfallsvaktina og erum tilbúin að styðja við bakið á þeim skólum sem taka við í framhaldinu. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 3. október síðastliðinn þegar stjórn KÍ kom að máli við okkur kennara í Lundarskóla á Akureyri og bað okkur um að taka fyrstu vakt í verkfalli kennara kom strax upp mikil samstaða í hópnum. Við vorum ákveðin í að standa þétt saman og tækla þetta verkefni fyrir kennara um allt land en ekki síður rennitækla þetta verkefni fyrir nemendur okkar, bæði núverandi og tilvonandi. Markmiðið er jú að fá yfirvöld til að fjárfesta í kennurum og þannig fjárfesta í og byggja upp sterkara menntakerfi fyrir börnin okkar þar sem kennarar flykkjast ekki úr starfi vegna óviðunandi launa eða ómögulegra vinnuaðstæðna. Ef ég tala fyrir mig, og eflaust fleiri, þá var fyrsta tilfinningin samt stór hnútur í magann og samviskubit. Samviskubit yfir því að vera að leggja þetta á nemendur, börnin okkar, og þá sérstaklega þau heimili sem við vitum að munu eiga erfiðan tíma á meðan á verkfalli stendur. Það var því gífurlega mikilvægt og styrkjandi fyrir okkur kennarana þegar foreldrafélag Lundarskóla lýsti yfir stuðningi við okkar kjarabaráttu og erum við þeim mjög þakklát fyrir. Það hafa því miður ekki allir skólar verið svo lánsamir að fá slíkan stuðning. Það ákveður enginn að verða kennari nema fyrir brennandi áhuga á því að taka þátt í að stækka, styrkja og styðja við börnin okkar. Kennarastarfið er eitt mest gefandi starf í heimi en á sama tíma virkilega krefjandi. Á hverju einasta hausti tekur kennari við nemendahóp og opnar þannig hjarta sitt fyrir tugum barna, því hóparnir eru jú orðnir ansi stórir. Kennarinn þarf að vera lausnamiðaður, útsjónarsamur, uppátækjasamur, skilningsríkur, þolinmóður, kærleiksríkur og ekki síst skemmtilegur til að halda athygli nemenda og uppfylla mjög ólíkar þarfir þeirra svo að árangur náist. Eftir skóladaginn þegar nemendur halda heim á leið sinnir kennarinn svo undirbúningi: býr til mismunandi verkefni sem henta hverjum og einum, því börnin eru jú öll einstök á sinn hátt sama hvort barn glímir við tungumálaörðugleika, skólaforðun, er með greiningu eða gengur jafnvel mjög vel námslega og þarf aukaefni. Kennarinn býr til umbunarkerfi og námsáætlanir, undirbýr vettvangsferðir, stillir upp námsumhverfinu, skipuleggur störf stuðningsfulltrúa, fer yfir verkefni og fleira og fleira sem tengist kennslunni. Það sem fæstir gera sér þó grein fyrir er öll hin mikilvæga undirbúningsvinnan: Foreldrasamtöl í síma og tölvupósti, fylla út greiningalista fyrir stofnanir, fundir með sálfræðingum og foreldrum, reglulegir fundir með barnavernd, teymisfundir, skólaþróunarfundir með samstarfsfólki og fleira og fleira. Að gefnu tilefni vil ég því svara: nei, við ætlum ekki að bæta við okkur kennslustundum fyrir viðunandi launahækkun! Við ætlum ekki að auka álag á okkur enn frekar til þess eins að vera verðug þess að staðið verði við gefin loforð! Við þurfum ekki að auka virði okkar! Við vitum að við erum óendanlega verðmæt nákvæmlega eins og við erum! Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til að mæla sér mót og komast að samkomulagi sem allra fyrst. Þangað til stöndum við verkfallsvaktina og erum tilbúin að styðja við bakið á þeim skólum sem taka við í framhaldinu. Höfundur er kennari.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun