Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:47 Þann 3. október síðastliðinn þegar stjórn KÍ kom að máli við okkur kennara í Lundarskóla á Akureyri og bað okkur um að taka fyrstu vakt í verkfalli kennara kom strax upp mikil samstaða í hópnum. Við vorum ákveðin í að standa þétt saman og tækla þetta verkefni fyrir kennara um allt land en ekki síður rennitækla þetta verkefni fyrir nemendur okkar, bæði núverandi og tilvonandi. Markmiðið er jú að fá yfirvöld til að fjárfesta í kennurum og þannig fjárfesta í og byggja upp sterkara menntakerfi fyrir börnin okkar þar sem kennarar flykkjast ekki úr starfi vegna óviðunandi launa eða ómögulegra vinnuaðstæðna. Ef ég tala fyrir mig, og eflaust fleiri, þá var fyrsta tilfinningin samt stór hnútur í magann og samviskubit. Samviskubit yfir því að vera að leggja þetta á nemendur, börnin okkar, og þá sérstaklega þau heimili sem við vitum að munu eiga erfiðan tíma á meðan á verkfalli stendur. Það var því gífurlega mikilvægt og styrkjandi fyrir okkur kennarana þegar foreldrafélag Lundarskóla lýsti yfir stuðningi við okkar kjarabaráttu og erum við þeim mjög þakklát fyrir. Það hafa því miður ekki allir skólar verið svo lánsamir að fá slíkan stuðning. Það ákveður enginn að verða kennari nema fyrir brennandi áhuga á því að taka þátt í að stækka, styrkja og styðja við börnin okkar. Kennarastarfið er eitt mest gefandi starf í heimi en á sama tíma virkilega krefjandi. Á hverju einasta hausti tekur kennari við nemendahóp og opnar þannig hjarta sitt fyrir tugum barna, því hóparnir eru jú orðnir ansi stórir. Kennarinn þarf að vera lausnamiðaður, útsjónarsamur, uppátækjasamur, skilningsríkur, þolinmóður, kærleiksríkur og ekki síst skemmtilegur til að halda athygli nemenda og uppfylla mjög ólíkar þarfir þeirra svo að árangur náist. Eftir skóladaginn þegar nemendur halda heim á leið sinnir kennarinn svo undirbúningi: býr til mismunandi verkefni sem henta hverjum og einum, því börnin eru jú öll einstök á sinn hátt sama hvort barn glímir við tungumálaörðugleika, skólaforðun, er með greiningu eða gengur jafnvel mjög vel námslega og þarf aukaefni. Kennarinn býr til umbunarkerfi og námsáætlanir, undirbýr vettvangsferðir, stillir upp námsumhverfinu, skipuleggur störf stuðningsfulltrúa, fer yfir verkefni og fleira og fleira sem tengist kennslunni. Það sem fæstir gera sér þó grein fyrir er öll hin mikilvæga undirbúningsvinnan: Foreldrasamtöl í síma og tölvupósti, fylla út greiningalista fyrir stofnanir, fundir með sálfræðingum og foreldrum, reglulegir fundir með barnavernd, teymisfundir, skólaþróunarfundir með samstarfsfólki og fleira og fleira. Að gefnu tilefni vil ég því svara: nei, við ætlum ekki að bæta við okkur kennslustundum fyrir viðunandi launahækkun! Við ætlum ekki að auka álag á okkur enn frekar til þess eins að vera verðug þess að staðið verði við gefin loforð! Við þurfum ekki að auka virði okkar! Við vitum að við erum óendanlega verðmæt nákvæmlega eins og við erum! Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til að mæla sér mót og komast að samkomulagi sem allra fyrst. Þangað til stöndum við verkfallsvaktina og erum tilbúin að styðja við bakið á þeim skólum sem taka við í framhaldinu. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Þann 3. október síðastliðinn þegar stjórn KÍ kom að máli við okkur kennara í Lundarskóla á Akureyri og bað okkur um að taka fyrstu vakt í verkfalli kennara kom strax upp mikil samstaða í hópnum. Við vorum ákveðin í að standa þétt saman og tækla þetta verkefni fyrir kennara um allt land en ekki síður rennitækla þetta verkefni fyrir nemendur okkar, bæði núverandi og tilvonandi. Markmiðið er jú að fá yfirvöld til að fjárfesta í kennurum og þannig fjárfesta í og byggja upp sterkara menntakerfi fyrir börnin okkar þar sem kennarar flykkjast ekki úr starfi vegna óviðunandi launa eða ómögulegra vinnuaðstæðna. Ef ég tala fyrir mig, og eflaust fleiri, þá var fyrsta tilfinningin samt stór hnútur í magann og samviskubit. Samviskubit yfir því að vera að leggja þetta á nemendur, börnin okkar, og þá sérstaklega þau heimili sem við vitum að munu eiga erfiðan tíma á meðan á verkfalli stendur. Það var því gífurlega mikilvægt og styrkjandi fyrir okkur kennarana þegar foreldrafélag Lundarskóla lýsti yfir stuðningi við okkar kjarabaráttu og erum við þeim mjög þakklát fyrir. Það hafa því miður ekki allir skólar verið svo lánsamir að fá slíkan stuðning. Það ákveður enginn að verða kennari nema fyrir brennandi áhuga á því að taka þátt í að stækka, styrkja og styðja við börnin okkar. Kennarastarfið er eitt mest gefandi starf í heimi en á sama tíma virkilega krefjandi. Á hverju einasta hausti tekur kennari við nemendahóp og opnar þannig hjarta sitt fyrir tugum barna, því hóparnir eru jú orðnir ansi stórir. Kennarinn þarf að vera lausnamiðaður, útsjónarsamur, uppátækjasamur, skilningsríkur, þolinmóður, kærleiksríkur og ekki síst skemmtilegur til að halda athygli nemenda og uppfylla mjög ólíkar þarfir þeirra svo að árangur náist. Eftir skóladaginn þegar nemendur halda heim á leið sinnir kennarinn svo undirbúningi: býr til mismunandi verkefni sem henta hverjum og einum, því börnin eru jú öll einstök á sinn hátt sama hvort barn glímir við tungumálaörðugleika, skólaforðun, er með greiningu eða gengur jafnvel mjög vel námslega og þarf aukaefni. Kennarinn býr til umbunarkerfi og námsáætlanir, undirbýr vettvangsferðir, stillir upp námsumhverfinu, skipuleggur störf stuðningsfulltrúa, fer yfir verkefni og fleira og fleira sem tengist kennslunni. Það sem fæstir gera sér þó grein fyrir er öll hin mikilvæga undirbúningsvinnan: Foreldrasamtöl í síma og tölvupósti, fylla út greiningalista fyrir stofnanir, fundir með sálfræðingum og foreldrum, reglulegir fundir með barnavernd, teymisfundir, skólaþróunarfundir með samstarfsfólki og fleira og fleira. Að gefnu tilefni vil ég því svara: nei, við ætlum ekki að bæta við okkur kennslustundum fyrir viðunandi launahækkun! Við ætlum ekki að auka álag á okkur enn frekar til þess eins að vera verðug þess að staðið verði við gefin loforð! Við þurfum ekki að auka virði okkar! Við vitum að við erum óendanlega verðmæt nákvæmlega eins og við erum! Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til að mæla sér mót og komast að samkomulagi sem allra fyrst. Þangað til stöndum við verkfallsvaktina og erum tilbúin að styðja við bakið á þeim skólum sem taka við í framhaldinu. Höfundur er kennari.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun