Erlent

Trump setur Kennedy í heil­brigðis­málin

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kennedy yngri bauð sig fram til forseta í nýliðnum kosningum vestanhafs, en hann dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Trump.
Kennedy yngri bauð sig fram til forseta í nýliðnum kosningum vestanhafs, en hann dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Trump. Getty

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans.

Trump Greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X.

Politico greindi frá því fyrr í kvöld að miklar líkur væru á því að Trump myndi velja Kennedy, þó endanleg ákvörðun lægi ekki fyrir. Miðillinn sagði að valið gæti farið fyrir brjóstið á mörgum sérfræðingum í heilbrigðismálum sérstaklega vegna þess að Kennedy hefur verið gagnrýnin á bólusetningar.

„Hann mun gera Bandaríkin heilsuhraust á ný. Hann vill gera ýmislegt, og við ætlum að leyfa honum að gera það,“ sagði Trump um Kennedy í sigurræðu sinni á kosninganótt.

Robert F. Kennedy yngri er sonur Roberts F. Kennedy, bróður Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeir voru báðir ráðnir af dögum.

Kennedy yngri bauð sig fram til forseta í nýliðnum kosningum vestanhafs, en hann dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Trump.


Tengdar fréttir

Kennedy yngri losaði sig við bjarnarhúnshræ í Central Park

Bandaríski forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy yngri viðurkennir í myndbandi á X að hafa losað sig við bjarnarhúnshræ í almenningsgarðinum Central Park í New York fyrir tíu árum síðan. Atvikið vakti mikla athygli og furðu á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×