Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 12:31 Magnús Jóhannsson komst til að mynda í úrslit í 200 metra hlaupi á HM U20 ára í Perú í ágúst. Hann verður 18 ára í næsta mánuði. Youtube Fljótasti Íslendingur sögunnar er hinn 17 ára gamli Magnús Jóhannsson, sem reyndar hefur búið alla sína ævi í Hong Kong. Þær fréttir koma framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambands Íslands í opna skjöldu en hann segir Magnús hjartanlega velkominn í íslenska landsliðið hafi hann áhuga á því. Tveir deila Íslandsmeti karla í 100 metra hlaupi, þeir Ari Bragi Kárason og Kolbeinn Höður Gunnarsson, en það er 10,51 sekúndur. Magnús hefur hlaupið enn hraðar, eða á 10,48 sekúndum í september, en hann hefur ætíð keppt fyrir hönd Hong Kong og því telst það ekki Íslandsmet. En hver er þessi Magnús? Sá sem þetta skrifar hafði ekki hugmynd um tilvist hans fyrr en við lestur greinar á RÚV í morgun, eins og sjálfsagt flestir, og sömu sögu er að segja af Guðmundi Karlssyni, framkvæmdastjóra FRÍ: „Ég fagna bara þessari frétt og óska honum til hamingju með frábæran árangur. Hann er velkominn til Íslands og undir okkar hatt hvenær sem er,“ segir Guðmundur. Saknar Íslands og fjölskyldunnar þar Fram kemur í grein RÚV að Magnús eigi íslenskan pabba, Þröst Jóhannsson, sem flutti til Hong Kong árið 1997 og stofnaði dansskóla. Hann kynntist þar kínverskri konu og saman eignuðust þau Magnús í desember 2006. „Ég sakna Íslands og fjölskyldunnar þar mikið,“ segir Magnús við RÚV en hann heimsótti Ísland með fjölskyldu sinni árlega á árum áður en segir heimsóknunum því miður hafa farið fækkandi. Hann hefur einu sinni keppt á Íslandi og vann þá 60 metra hlaup á landsmóti UMFÍ árið 2018, samkvæmt frétt RÚV. Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason deila Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi, og Kolbeinn Höður á metið í 200 metra hlaupi. Magnús Jóhannsson gæti mögulega breytt því kysi hann að keppa fyrir Íslands hönd.vísir/stefán „Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg“ Magnús býr við frábæra aðstöðu í Hong Kong til að bæta sig sem afreksíþróttamaður, hefur í raun allt til alls, og því kannski ekki mikil ástæða fyrir hann að breyta til og keppa fyrir Ísland. Dyrnar standa samt alltaf opnar, segir Guðmundur hjá FRÍ: „Að sjálfsögðu. Ég sé að hann talar svolítið mikið um umgjörðina sem hann er með þarna niður frá. Auðvitað er það eitt sem að okkur hefur ekki alveg tekist hér heima, að búa til þá umgjörð í kringum afreksfólkið okkar sem við myndum vilja hafa. Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg. En hann er mikið meira en velkominn í landslið Íslands í frjálsum. Frumkvæðið þarf væntanlega að koma frá honum og hans fjölskyldu en ég væri stoltur að fá hann til okkar. Ég var hreinlega ekki með hann á ratsjánni fyrr en núna,“ segir Guðmundur. Komst í úrslit á HM U20 og er stoltur Íslendingur Magnús hljóp undir Íslandsmettímanum í 100 metra hlaupi í september síðastliðnum, á fjölmennu móti á vegum frjálsíþróttasambands Hong Kong. Magnús hafði áður sett landsmet í Hong Kong þegar hann vann silfur í 200 metra hlaupi á Asíumóti U20 ára í frjálsum íþróttum í apríl, með því að hlaupa á 20,92 sekúndum. Það er 1/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Kolbeins Haðar. Þá komst hann í úrslit á heimsmeistaramóti U20 ára í Perú í ágúst, í 200 metra hlaupi, og varð í 7. sæti, eins og sjá má hér að neðan. Magnús er því afar frambærilegur spretthlaupari en að óbreyttu verður árangur hans allur í þágu Hong Kong, en ekki Íslands. „Þrátt fyrir að ég sé mjög stoltur af því að vera Íslendingur þá finnst mér eðlilegra að keppa fyrir Hong Kong - að minnsta kosti eins og staðan er núna,“ segir Magnús við RÚV og kveðst stefna á að koma til Íslands á næsta ári. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Tveir deila Íslandsmeti karla í 100 metra hlaupi, þeir Ari Bragi Kárason og Kolbeinn Höður Gunnarsson, en það er 10,51 sekúndur. Magnús hefur hlaupið enn hraðar, eða á 10,48 sekúndum í september, en hann hefur ætíð keppt fyrir hönd Hong Kong og því telst það ekki Íslandsmet. En hver er þessi Magnús? Sá sem þetta skrifar hafði ekki hugmynd um tilvist hans fyrr en við lestur greinar á RÚV í morgun, eins og sjálfsagt flestir, og sömu sögu er að segja af Guðmundi Karlssyni, framkvæmdastjóra FRÍ: „Ég fagna bara þessari frétt og óska honum til hamingju með frábæran árangur. Hann er velkominn til Íslands og undir okkar hatt hvenær sem er,“ segir Guðmundur. Saknar Íslands og fjölskyldunnar þar Fram kemur í grein RÚV að Magnús eigi íslenskan pabba, Þröst Jóhannsson, sem flutti til Hong Kong árið 1997 og stofnaði dansskóla. Hann kynntist þar kínverskri konu og saman eignuðust þau Magnús í desember 2006. „Ég sakna Íslands og fjölskyldunnar þar mikið,“ segir Magnús við RÚV en hann heimsótti Ísland með fjölskyldu sinni árlega á árum áður en segir heimsóknunum því miður hafa farið fækkandi. Hann hefur einu sinni keppt á Íslandi og vann þá 60 metra hlaup á landsmóti UMFÍ árið 2018, samkvæmt frétt RÚV. Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason deila Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi, og Kolbeinn Höður á metið í 200 metra hlaupi. Magnús Jóhannsson gæti mögulega breytt því kysi hann að keppa fyrir Íslands hönd.vísir/stefán „Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg“ Magnús býr við frábæra aðstöðu í Hong Kong til að bæta sig sem afreksíþróttamaður, hefur í raun allt til alls, og því kannski ekki mikil ástæða fyrir hann að breyta til og keppa fyrir Ísland. Dyrnar standa samt alltaf opnar, segir Guðmundur hjá FRÍ: „Að sjálfsögðu. Ég sé að hann talar svolítið mikið um umgjörðina sem hann er með þarna niður frá. Auðvitað er það eitt sem að okkur hefur ekki alveg tekist hér heima, að búa til þá umgjörð í kringum afreksfólkið okkar sem við myndum vilja hafa. Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg. En hann er mikið meira en velkominn í landslið Íslands í frjálsum. Frumkvæðið þarf væntanlega að koma frá honum og hans fjölskyldu en ég væri stoltur að fá hann til okkar. Ég var hreinlega ekki með hann á ratsjánni fyrr en núna,“ segir Guðmundur. Komst í úrslit á HM U20 og er stoltur Íslendingur Magnús hljóp undir Íslandsmettímanum í 100 metra hlaupi í september síðastliðnum, á fjölmennu móti á vegum frjálsíþróttasambands Hong Kong. Magnús hafði áður sett landsmet í Hong Kong þegar hann vann silfur í 200 metra hlaupi á Asíumóti U20 ára í frjálsum íþróttum í apríl, með því að hlaupa á 20,92 sekúndum. Það er 1/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Kolbeins Haðar. Þá komst hann í úrslit á heimsmeistaramóti U20 ára í Perú í ágúst, í 200 metra hlaupi, og varð í 7. sæti, eins og sjá má hér að neðan. Magnús er því afar frambærilegur spretthlaupari en að óbreyttu verður árangur hans allur í þágu Hong Kong, en ekki Íslands. „Þrátt fyrir að ég sé mjög stoltur af því að vera Íslendingur þá finnst mér eðlilegra að keppa fyrir Hong Kong - að minnsta kosti eins og staðan er núna,“ segir Magnús við RÚV og kveðst stefna á að koma til Íslands á næsta ári.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Sjá meira