Innlent

Óli Örn er fundinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Óli Örn Styff
Óli Örn Styff LRH

Óli Örn er fundinn, heill á húfi, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Óla Erni Styff, 24 ára en hann er talin í sjálfsvígshættu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Þar segir að talið sé að Óli sé klæddur blárri hettupeysu og dökkum jakka. Hann er með dökkt sítt hár og smá skegg.

Talið er að Óli sé á gangi frá Fellahvarfi við Elliðavatn og alveg að Úlfarsfelli í Mosfellsbæ, þó getur svæðið verið stærra en svo.

„Ef einhver verður Óla var er viðkomandi hvattur til að hafa samstundis samband við lögreglu í síma 112.“

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×