Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. nóvember 2024 06:17 Saga náttúruverndarmála á Íslandi hefur verið samofin ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst miðhálendið. Náttúruvernd hérlendis hefur einkennst af þrotlausri varnarbaráttu hugsjónafólks úr öllum þjóðfélagshópum, náttúruverndarsamtaka og fagfólks í náttúrufræðum. Fyrir baráttu þessa fólks verð ég ævinlega þakklátur. En náttúruverndarbaráttan hefur ekki bara verið vörn, heldur líka sókn. Friðlýsingar eru eitt öflugasta tækið í náttúruvernd. Á síðustu 25 árum voru tveir þjóðgarðar stofnsettir hérlendis, Vatnajökulsþjóðgarður og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, og nokkrir tugir náttúruperlna og verðmætra svæða hafa verið friðlýst. Í tíð Svandísar Svavarsdóttur í umhverfisráðuneytinu voru sett ný náttúruverndarlög og um 25 svæði friðlýst. Í tíð minni í ráðuneytinu voru rúmlega 30 svæði friðlýst og unnið ötullega að stofnun tveggja þjóðgarða, Hálendisþjóðgarðs og Dynjandaþjóðgarðs á Vestfjörðum. Undanfarin þrjú ár hafa því miður einkennst af miklu áhugaleysi frá ráðherra málaflokksins og kyrrstöðu í málaflokknum. Núverandi ráðherra hefur friðlýst sex svæði eftir því sem ég kemst næst. Það er nú öll náttúruverndin. Og þrátt fyrir skýrt ákvæði í stjórnarsáttmála um stofnun Hálendisþjóðgarðs hefur núverandi umhverfisráðherra lítið hreyft sig í því máli. Það er mjög miður, enda um að ræða stærsta náttúruverndarverkefni í langan tíma. Mér hefur einnig þótt grátlegt að horfa upp á ráðherra Sjálfstæðisflokksins einfalda alla orðræðu um umhverfis- og náttúruverndarmál niður í umræðu um græna orku. Umhverfismál eru svo miklu meira en það. En virkjanaaðilum hefur vaxið ásmegin með ráðherra sem er þeim hliðhollur. Þetta bitnar á náttúrunni og náttúruverndinni sem hefur eignast fleiri óvini. Því miður hafa flestir flokkar á Alþingi tekið undir orðræðu ráðherrans. Við í VG höfum sýnt í verki að okkur er dauðans alvara þegar kemur að verndun dýrmætrar náttúru Íslands. Við viljum koma á neti þjóðgarða og friðlýstra víðerna hérlendis sem taki meðal annars til miðhálendisins, hálendis Vestfjarða, Breiðafjarðar, Langaness, Gerpissvæðisins og víðar. Við viljum að litið sé á náttúruna sem friðhelga og nýting sé undantekning á því. Nýting náttúruauðlinda okkar er nauðsynleg en náttúran er ekki óendanleg auðlind og brýnt er að standa vörð um hana, bæði náttúrunnar sjálfrar vegna og til að framtíðarkynslóðir fái einnig að njóta góðs af henni. Umfram allt þurfum við alvöru náttúruvernd og náttúruverndarsinna á þing og endurvekja náttúruverndina í umhverfisráðuneytinu. VG býður upp á slíkan valkost. Við munum tala máli náttúrunnar, hátt og skýrt, hér eftir sem hingað til. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Saga náttúruverndarmála á Íslandi hefur verið samofin ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst miðhálendið. Náttúruvernd hérlendis hefur einkennst af þrotlausri varnarbaráttu hugsjónafólks úr öllum þjóðfélagshópum, náttúruverndarsamtaka og fagfólks í náttúrufræðum. Fyrir baráttu þessa fólks verð ég ævinlega þakklátur. En náttúruverndarbaráttan hefur ekki bara verið vörn, heldur líka sókn. Friðlýsingar eru eitt öflugasta tækið í náttúruvernd. Á síðustu 25 árum voru tveir þjóðgarðar stofnsettir hérlendis, Vatnajökulsþjóðgarður og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, og nokkrir tugir náttúruperlna og verðmætra svæða hafa verið friðlýst. Í tíð Svandísar Svavarsdóttur í umhverfisráðuneytinu voru sett ný náttúruverndarlög og um 25 svæði friðlýst. Í tíð minni í ráðuneytinu voru rúmlega 30 svæði friðlýst og unnið ötullega að stofnun tveggja þjóðgarða, Hálendisþjóðgarðs og Dynjandaþjóðgarðs á Vestfjörðum. Undanfarin þrjú ár hafa því miður einkennst af miklu áhugaleysi frá ráðherra málaflokksins og kyrrstöðu í málaflokknum. Núverandi ráðherra hefur friðlýst sex svæði eftir því sem ég kemst næst. Það er nú öll náttúruverndin. Og þrátt fyrir skýrt ákvæði í stjórnarsáttmála um stofnun Hálendisþjóðgarðs hefur núverandi umhverfisráðherra lítið hreyft sig í því máli. Það er mjög miður, enda um að ræða stærsta náttúruverndarverkefni í langan tíma. Mér hefur einnig þótt grátlegt að horfa upp á ráðherra Sjálfstæðisflokksins einfalda alla orðræðu um umhverfis- og náttúruverndarmál niður í umræðu um græna orku. Umhverfismál eru svo miklu meira en það. En virkjanaaðilum hefur vaxið ásmegin með ráðherra sem er þeim hliðhollur. Þetta bitnar á náttúrunni og náttúruverndinni sem hefur eignast fleiri óvini. Því miður hafa flestir flokkar á Alþingi tekið undir orðræðu ráðherrans. Við í VG höfum sýnt í verki að okkur er dauðans alvara þegar kemur að verndun dýrmætrar náttúru Íslands. Við viljum koma á neti þjóðgarða og friðlýstra víðerna hérlendis sem taki meðal annars til miðhálendisins, hálendis Vestfjarða, Breiðafjarðar, Langaness, Gerpissvæðisins og víðar. Við viljum að litið sé á náttúruna sem friðhelga og nýting sé undantekning á því. Nýting náttúruauðlinda okkar er nauðsynleg en náttúran er ekki óendanleg auðlind og brýnt er að standa vörð um hana, bæði náttúrunnar sjálfrar vegna og til að framtíðarkynslóðir fái einnig að njóta góðs af henni. Umfram allt þurfum við alvöru náttúruvernd og náttúruverndarsinna á þing og endurvekja náttúruverndina í umhverfisráðuneytinu. VG býður upp á slíkan valkost. Við munum tala máli náttúrunnar, hátt og skýrt, hér eftir sem hingað til. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun