Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:33 Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember. Leikhúsin bjóða upp á hlaðborð af tilfinningum fyrir alla aldurshópa, íslenskar bíómyndir og þættir gera það sama og svo mætti áfram og lengi, lengi telja. Menning skapar mikil verðmæti Íslensk menning, list og sköpun eiga alltaf að vera kosningamál. Fyrir utan að standa undir 3,5% af þjóðartekjum samkvæmt nýútkominni skýrslu (í samanburði stendur sjávarútvegurinn undir 4,7%) þá er mikilvægi skapandi greina í andlegu og félagslegu heilbrigði þjóðarinnar ómetanlegt og ómælt. List og menning byggja brýr milli okkar, fá okkur til að skoða hver við erum, spegla okkur í sammannlegri reynslu, koma saman og upplifa í raunveru og rauntíma, gera okkur grein fyrir því að við erum aldrei ein með okkar bestu eða erfiðustu reynslu, að við erum samfélag og farnast best ef við stöndum saman. Eina sem aldrei nóg er af Þess vegna er svo óendanlega mikilvægt að hlúa að listafólki og listum á öllum stigum. Við eigum að byrja á byrjuninni og styðja þétt við barnamenningu og allt listnám sem er undirstaða þess að búa til list og sækja listviðburði en er líka lýðheilsumál til framtíðar. Það er löngu kominn tími til að barnamenning fái sitt eigið hús. Og talandi um hús þá er bókstaflega verið að útrýma sviðum á höfuðborgarsvæðinu með því að nýta rými sem áður hýstu myndlist, leiklist eða tónlist undir veislusali eða pílu. Það er grundvallaratriði að skapa listafólki tíma og innra rými til sköpunar en það þarf líka útvega rými til að við fáum notið listarinnar, hlegið, grátið, gleymt okkur og munað eftir okkur líka. Þá er það líka óþolandi að listamenn þurfi sífellt að biðjast afsökunar á því að vilja afla sér viðurværis með list sinni, listsköpun er ekki eina vinnan sem er skemmtileg og um hagræn áhrif hennar þarf ekki að deila. Fjárfesting ríkisins í list og menningu með föstum og mannsæmandi listamannalaunum skilar þrefaldri ávöxtun og því er furðulegt að rifist sé um það á hverju einasta ári hvort hún eigi rétt á sér. Úr fjárlögum ársins berst nú sú ómstríða að heildarskerðing fjármagns á milli áranna 2024 og 2025 á sviði menningarmála verði 365,4 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í ljósi allra hagtalna, bæði beins ábata og óbeinna áhrifa á lýðheilsu og vellíðan hlýtur það að teljast sérkennileg ráðstöfun. Og í lok nóvember kjósum við til alþingis. List, menning, sköpun er og hefur alltaf verið farartæki mennskunnar í átt að framtíðinni og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur alltaf verið í fararbroddi stjórnmálaflokka þegar kemur að því að efla þann mikilvæga og dýrmæta hluta samfélagsins sem skapandi greinar eru. Og mun halda því áfram. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Menning Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Airwaves Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Sjá meira
Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember. Leikhúsin bjóða upp á hlaðborð af tilfinningum fyrir alla aldurshópa, íslenskar bíómyndir og þættir gera það sama og svo mætti áfram og lengi, lengi telja. Menning skapar mikil verðmæti Íslensk menning, list og sköpun eiga alltaf að vera kosningamál. Fyrir utan að standa undir 3,5% af þjóðartekjum samkvæmt nýútkominni skýrslu (í samanburði stendur sjávarútvegurinn undir 4,7%) þá er mikilvægi skapandi greina í andlegu og félagslegu heilbrigði þjóðarinnar ómetanlegt og ómælt. List og menning byggja brýr milli okkar, fá okkur til að skoða hver við erum, spegla okkur í sammannlegri reynslu, koma saman og upplifa í raunveru og rauntíma, gera okkur grein fyrir því að við erum aldrei ein með okkar bestu eða erfiðustu reynslu, að við erum samfélag og farnast best ef við stöndum saman. Eina sem aldrei nóg er af Þess vegna er svo óendanlega mikilvægt að hlúa að listafólki og listum á öllum stigum. Við eigum að byrja á byrjuninni og styðja þétt við barnamenningu og allt listnám sem er undirstaða þess að búa til list og sækja listviðburði en er líka lýðheilsumál til framtíðar. Það er löngu kominn tími til að barnamenning fái sitt eigið hús. Og talandi um hús þá er bókstaflega verið að útrýma sviðum á höfuðborgarsvæðinu með því að nýta rými sem áður hýstu myndlist, leiklist eða tónlist undir veislusali eða pílu. Það er grundvallaratriði að skapa listafólki tíma og innra rými til sköpunar en það þarf líka útvega rými til að við fáum notið listarinnar, hlegið, grátið, gleymt okkur og munað eftir okkur líka. Þá er það líka óþolandi að listamenn þurfi sífellt að biðjast afsökunar á því að vilja afla sér viðurværis með list sinni, listsköpun er ekki eina vinnan sem er skemmtileg og um hagræn áhrif hennar þarf ekki að deila. Fjárfesting ríkisins í list og menningu með föstum og mannsæmandi listamannalaunum skilar þrefaldri ávöxtun og því er furðulegt að rifist sé um það á hverju einasta ári hvort hún eigi rétt á sér. Úr fjárlögum ársins berst nú sú ómstríða að heildarskerðing fjármagns á milli áranna 2024 og 2025 á sviði menningarmála verði 365,4 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í ljósi allra hagtalna, bæði beins ábata og óbeinna áhrifa á lýðheilsu og vellíðan hlýtur það að teljast sérkennileg ráðstöfun. Og í lok nóvember kjósum við til alþingis. List, menning, sköpun er og hefur alltaf verið farartæki mennskunnar í átt að framtíðinni og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur alltaf verið í fararbroddi stjórnmálaflokka þegar kemur að því að efla þann mikilvæga og dýrmæta hluta samfélagsins sem skapandi greinar eru. Og mun halda því áfram. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun