Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 14:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra segist ekki skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra nein svör í máli Yazans Tamimi. Vísir/Sigurjón Fyrrverandi félagsmálaráðherra segist ekki skulda dómsmálaráðherra neinar skýringar á afskiptum sínum í máli fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í haust. Þá hafi engin formleg beiðni borist frá henni til félagsmálaráðuneytisins um skýringar á því hvers vegna hann skarst í leikinn þegar það átti að vísa drengnum úr landi. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði í Pallborði á Vísi í gær að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi haft samband við forsætisráðherra daginn sem til stóð að vísa Yazan Tamimi og fjölskyldu hans úr landi í haust og efast um lögmæti aðgerðanna. Áður hafði komið fram að brottförin var stöðvuð eftir að Guðmundur hafði samband við forsætisráðherra og óskaði eftir að ræða málið í ríkisstjórn og ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. „Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir í Pallborði. Engin formleg beiðni Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherraog þingmaður Vinstri grænna kannast ekki við að hafa fengið slíka beiðni formlega. „Ég kannast ekki við að dómsmálaráðuneytið hafi óskað eftir slíkum skýringum við félagsmálaráðuneytið, það er ekkert formlegt til um það í félagsmálaráðuneytinu svo ég viti til,“ segir Guðmundur. Hann segir að vera kunni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi óskað persónulega eftir slíkum svörum en er ekki viss. „Ég þori ekki að fullyrða hvort Guðrún hafi nefnt þetta við mig í okkar samtölum. Það kann vel að vera að hún hafi gert það og þá hef ég án efa svarað henni. Ég er búinn að útskýra mjög vel hvers vegna ég fór fram á að brottflutningurinn væri stöðvaður. Það vegna þess að þarna var um að ræða fjölfatlað barn með lífshættulegan sjúkdóm sem var rifið út af sjúkrahúsi um miðja nótt til að vera flutt úr landi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að það sé ekki hann sem skuldi skýringar í málinu heldur dómsmálaráðherra. „Mennskan vann í þessu máli og fjölskyldan fékk vernd og það gleður mig. Ég skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur engin svör í þessu máli. Það má hins vegar færa fyrir því rök að hún skuldi Yazan Tamimi og fjölskyldu skýringar á því hvers vegna hann var numinn á brott af deild Landspítalans og fluttur út á Keflavíkurflugvöll um hánótt, segir hann að lokum. Pallborð 11.11 Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir sagði í Pallborði á Vísi í gær að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi haft samband við forsætisráðherra daginn sem til stóð að vísa Yazan Tamimi og fjölskyldu hans úr landi í haust og efast um lögmæti aðgerðanna. Áður hafði komið fram að brottförin var stöðvuð eftir að Guðmundur hafði samband við forsætisráðherra og óskaði eftir að ræða málið í ríkisstjórn og ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. „Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir í Pallborði. Engin formleg beiðni Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherraog þingmaður Vinstri grænna kannast ekki við að hafa fengið slíka beiðni formlega. „Ég kannast ekki við að dómsmálaráðuneytið hafi óskað eftir slíkum skýringum við félagsmálaráðuneytið, það er ekkert formlegt til um það í félagsmálaráðuneytinu svo ég viti til,“ segir Guðmundur. Hann segir að vera kunni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi óskað persónulega eftir slíkum svörum en er ekki viss. „Ég þori ekki að fullyrða hvort Guðrún hafi nefnt þetta við mig í okkar samtölum. Það kann vel að vera að hún hafi gert það og þá hef ég án efa svarað henni. Ég er búinn að útskýra mjög vel hvers vegna ég fór fram á að brottflutningurinn væri stöðvaður. Það vegna þess að þarna var um að ræða fjölfatlað barn með lífshættulegan sjúkdóm sem var rifið út af sjúkrahúsi um miðja nótt til að vera flutt úr landi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að það sé ekki hann sem skuldi skýringar í málinu heldur dómsmálaráðherra. „Mennskan vann í þessu máli og fjölskyldan fékk vernd og það gleður mig. Ég skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur engin svör í þessu máli. Það má hins vegar færa fyrir því rök að hún skuldi Yazan Tamimi og fjölskyldu skýringar á því hvers vegna hann var numinn á brott af deild Landspítalans og fluttur út á Keflavíkurflugvöll um hánótt, segir hann að lokum. Pallborð 11.11 Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira