Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar 12. nóvember 2024 11:33 Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí. Þar sem ekki var tekið inn á leikskólann hér í vor var ég heima með dóttur mína þar til að hún byrjaði í aðlögun í lok ágúst. 1. september og sjálf byrja ég svo að vinna 1. september. Þegar þetta er skrifað hef ég verið í nýju vinnunni minni í 2 mánuði og 12 daga. Þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul eru þetta nánast mín fyrstu skref á vinnumarkaði, en við hjónin rákum áður fyrirtæki í rúmlega 10 ár og störfuðum því sjálfstætt. Eins og gefur að skilja er ég ekki búin að vinna mér inn mikið frí á þessum stutta tíma, og hafa allir dagar sem ég hef verið heima með dóttur okkar í verkfallinu því verið launalausir. Sömu sögu er að segja um manninn minn, sem byrjaði í sinni vinnu í ágúst. Dóttir okkar er nefnilega svo heppin að á deildinni hennar er faglærður deildarstjóri og deildin því lokuð í verkfallinu. Sem og reyndar allar deildir í leikskólanum Ársölum, nema ein. Í dag sá ég mig tilneydda að biðja mína yfirmenn um að fá að minnka starfshlutfallið mitt. Ég er því núna með 30% minna starfshlutfall og kjaraskerðingu eftir því vegna verkfalls leikskólakennara á Sauðárkróki og viðbúið að maðurinn minn þurfi að minnka sitt starfshlutfall álíka mikið. Í sumar fór ég á biðlista til að komast að í sjúkraþjálfun á Akureyri. Ég komst í einn tíma áður en verkfallið skall á og hef nú þurft að fresta næsta tíma í tvígang. Ég virði verkfallsréttinn og er algerlega á því að kennarastarfið sé eitt af mikilvægustu störfunum í nútíma samfélagi. Auðvitað eiga kennarar að hafa sanngjörn laun, það gefur auga leið. Ég er hins vegar afar ósátt við það hvernig staðið er að þessu verkfalli. Áhrifin af því eru mjög staðbundin í kringum þá skóla sem eru í verkfalli, en restin af landinu finnur lítið sem ekkert fyrir því. Veit jafnvel ekki að það er í gangi, því þegar skrunað er yfir fréttamiðla landsins er bara hreinlega ekkert að frétta. Þrýstingurinn er ekki nægur, augljóslega, þegar samninganefndirnar boða ekki einu sinni til funda. Ég er þreytt, reið og vonsvikin yfir þessu ástandi og þeirri staðreynd að engin lausn er í sjónmáli og ekki síður þeirri staðreynd að það virðist öllum vera drullusama. Drullusama um mig og fjölmarga (en ekki nógu marga) foreldra sem eru í sömu stöðu. Drullusama um barnið mitt sem fær ekki að fara í leikskólann sinn, sem grætur og skilur ekki af hverju hún þarf að vera heima. Drullusama um grunnskólabörnin sem lenda í því að fá ekki að fara í skólann því kennararnir þeirra eru heima með barn í verkfalli, og áhrifin sem það hefur á þeirra menntun. Drullusama um að það virðist ekki vera neinn vilji til að semja og varla hægt að segja að það þokist neitt í viðræðunum, því það eru engar viðræður til staðar. Ófyrirsjáanleikinn og óvissan er líka algjör, því verkfallið í leikskólunum er ótímabundið, sem þýðir að við gætum verið í þessu ástandi langt fram á næsta ár. Hvað verðum við þá komin með marga útbrunna foreldra sem fara flatt á því að reyna að vinna á nóttunni og um helgar í langan tíma. Það hafa nefnilega fæstir efni á því að lækka starfshlutfallið sitt í þessu efnahagsástandi. Ég skora á samninganefndir KÍ og SÍS að sýna okkur foreldrum barna í verkfallsskólum þann snefil af virðingu að hittast allavegana og ræða málin. Það fæst jú engin niðurstaða ef allir húka í sínu horni og engir eru fundirnir. Er það í alvörunni til of mikils ætlast? Virðingarfyllst Guðrún Eik Skúladóttir Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí. Þar sem ekki var tekið inn á leikskólann hér í vor var ég heima með dóttur mína þar til að hún byrjaði í aðlögun í lok ágúst. 1. september og sjálf byrja ég svo að vinna 1. september. Þegar þetta er skrifað hef ég verið í nýju vinnunni minni í 2 mánuði og 12 daga. Þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul eru þetta nánast mín fyrstu skref á vinnumarkaði, en við hjónin rákum áður fyrirtæki í rúmlega 10 ár og störfuðum því sjálfstætt. Eins og gefur að skilja er ég ekki búin að vinna mér inn mikið frí á þessum stutta tíma, og hafa allir dagar sem ég hef verið heima með dóttur okkar í verkfallinu því verið launalausir. Sömu sögu er að segja um manninn minn, sem byrjaði í sinni vinnu í ágúst. Dóttir okkar er nefnilega svo heppin að á deildinni hennar er faglærður deildarstjóri og deildin því lokuð í verkfallinu. Sem og reyndar allar deildir í leikskólanum Ársölum, nema ein. Í dag sá ég mig tilneydda að biðja mína yfirmenn um að fá að minnka starfshlutfallið mitt. Ég er því núna með 30% minna starfshlutfall og kjaraskerðingu eftir því vegna verkfalls leikskólakennara á Sauðárkróki og viðbúið að maðurinn minn þurfi að minnka sitt starfshlutfall álíka mikið. Í sumar fór ég á biðlista til að komast að í sjúkraþjálfun á Akureyri. Ég komst í einn tíma áður en verkfallið skall á og hef nú þurft að fresta næsta tíma í tvígang. Ég virði verkfallsréttinn og er algerlega á því að kennarastarfið sé eitt af mikilvægustu störfunum í nútíma samfélagi. Auðvitað eiga kennarar að hafa sanngjörn laun, það gefur auga leið. Ég er hins vegar afar ósátt við það hvernig staðið er að þessu verkfalli. Áhrifin af því eru mjög staðbundin í kringum þá skóla sem eru í verkfalli, en restin af landinu finnur lítið sem ekkert fyrir því. Veit jafnvel ekki að það er í gangi, því þegar skrunað er yfir fréttamiðla landsins er bara hreinlega ekkert að frétta. Þrýstingurinn er ekki nægur, augljóslega, þegar samninganefndirnar boða ekki einu sinni til funda. Ég er þreytt, reið og vonsvikin yfir þessu ástandi og þeirri staðreynd að engin lausn er í sjónmáli og ekki síður þeirri staðreynd að það virðist öllum vera drullusama. Drullusama um mig og fjölmarga (en ekki nógu marga) foreldra sem eru í sömu stöðu. Drullusama um barnið mitt sem fær ekki að fara í leikskólann sinn, sem grætur og skilur ekki af hverju hún þarf að vera heima. Drullusama um grunnskólabörnin sem lenda í því að fá ekki að fara í skólann því kennararnir þeirra eru heima með barn í verkfalli, og áhrifin sem það hefur á þeirra menntun. Drullusama um að það virðist ekki vera neinn vilji til að semja og varla hægt að segja að það þokist neitt í viðræðunum, því það eru engar viðræður til staðar. Ófyrirsjáanleikinn og óvissan er líka algjör, því verkfallið í leikskólunum er ótímabundið, sem þýðir að við gætum verið í þessu ástandi langt fram á næsta ár. Hvað verðum við þá komin með marga útbrunna foreldra sem fara flatt á því að reyna að vinna á nóttunni og um helgar í langan tíma. Það hafa nefnilega fæstir efni á því að lækka starfshlutfallið sitt í þessu efnahagsástandi. Ég skora á samninganefndir KÍ og SÍS að sýna okkur foreldrum barna í verkfallsskólum þann snefil af virðingu að hittast allavegana og ræða málin. Það fæst jú engin niðurstaða ef allir húka í sínu horni og engir eru fundirnir. Er það í alvörunni til of mikils ætlast? Virðingarfyllst Guðrún Eik Skúladóttir Höfundur er móðir.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun