Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 11:02 Í kosningabaráttunni hafa ríkisfjármálin eðlilega mikið verið í umræðunni og eru skiptar skoðanir á milli flokka hvernig best sé að hátta þeim. En hvað eru ríkisfjármál og hvaða áhrif geta þau haft á líf almennings? Ríkisfjármál eru mikilvægur þáttur í efnahagsstefnu hvers ríkis og hafa bein áhrif á lífsgæði almennings, bæði til skamms og langs tíma. Þau snúa að tekjum og gjöldum ríkisins, fjárlögum, stýringu skulda og eigna ásamt öðrum fjármálum sem varða rekstur ríkisins. Stjórn ríkisfjármála ræður meðal annars því hvernig fjármunum ríkisins er aflað með sköttum og gjöldum frá einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig þeim er varið til opinberrar þjónustu. Með því að stýra ríkisfjármálum á skynsaman hátt getur ríkið byggt upp og viðhaldið öflugu velferðarkerfi og tryggt efnahagslegan stöðugleika sem hefur áhrif á verðlag, atvinnustig, kaupmátt almennings og stuðlar að aukinni velferð landsmanna. Slæm stjórn ríkisfjármála getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag þjóðarinnar og líf landsmanna. Ef ríkið skuldsetur sig of mikið með því að eyða um efni fram, getur það leitt til aukinnar verðbólgu, hærri vaxta og lægri kaupmáttar. Þetta hljómar kunnuglega því við höfum einmitt þurft að súpa seyðið af slæmri stjórn á ríkisfjármálum hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna með mikilli verðbólgu og háum vöxtum. Við þessar aðstæður eykst vaxtakostnaður ríkisins en fjármunir sem fara í að borga vexti fara ekki í að auka velferð. Skuldir ríkissjóðs hafa aukist um 1.000 milljarða króna frá 2019 og eru vaxtagjöld nú orðin fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins á eftir heilbrigðismálum, málefnum aldraðra og örorkugreiðslum í almannatryggingakerfinu. Vaxtakostnaður ríkisins er tvöfalt meiri en kostnaðurinn við alla framhaldsskóla landsins og fjórfalt meiri en útgjöld til löggæslumála. Þessi staða er ósjálfbær og því er gríðarlega mikilvægt að næsta ríkisstjórn muni setja ábyrg ríkisfjármál í forgang. Til að setja hlutina í samhengi mun það hafa meiri áhrif á ráðstöfunartekjur þínar á næstu árum hver og hvernig ríkisfjármálum er stýrt heldur en útkoman úr næsta launaviðtali þínu eða kjarasamningum. Munurinn á ráðstöfunartekjum, eftir greiðslu af lánum, fyrir par með meðal íbúðalán getur verið talinn í miljónum á ársgrundvelli eftir því hvort við völd fari stjórnmálamenn sem stýra ríkisfjármálum á ábyrgan hátt sem skilar sér í lækkun verðbólgu og vaxta eða hvort til valda veljist stjórnmálamenn með óábyrga ríkisfjármálastefnu sem leiðir til óbreyttra eða hækkandi vaxta í bland við hærri skatta. Kosningarnar 30. nóvember eru stærsta launaviðtal sem flestir Íslendinga fara í á næstu árum og því er mikilvægt að kjósa rétt. Viljum við kjósa til valda fólkið sem hefur farið með fjármál Reykjavíkurborgar með óábyrgum hætti undanfarinn áratug eða getum við gert betur? Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, hefur reynsluna af því að tala fyrir og framkvæma óhefðbundna hluti í ríkisfjármálum sem fáir eða engir höfðu trú á að vera mögulegir. Samningar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs á árunum 2013-2016 við erlendu kröfuhafana skiluðu mörg hundruð milljörðum til ríkisins. Það munar um minna. Miðflokkurinn ætlar að ná tökum á verðbólgunni með skýrri stefnumörkun um aðhald í rekstri ríkisins, hallalaus fjárlög í fyrstu atrennu svo hægt verði að ráðast í verulega lækkun vaxta hratt og örugglega. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum ríkisaðgerðum sem engu skila. Til dæmis hætta við áform um Borgarlínu sem mun kosta skattgreiðendur hundruð milljarða. Draga úr kostnaðarsömum loftlagsaðgerðum sem litlu sem engu skila. Miðflokkurinn ætlar að taka á stjórnleysi í innflytjendamálum en beinn kostnaður við hælisleitendakerfið var 26 milljarðar árið 2023 að ótöldum tugmilljarðaáhrifum á heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslu, húsnæðismál og afleiddri verri þjónustu frá þessum kerfum fyrir landsmenn. Ef þú vilt launahækkun í formi hærri ráðstöfunartekna í gegnum lægri vexti og lægri skatta þá kýstu Miðflokkinn. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Bessí Þóra Jónsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni hafa ríkisfjármálin eðlilega mikið verið í umræðunni og eru skiptar skoðanir á milli flokka hvernig best sé að hátta þeim. En hvað eru ríkisfjármál og hvaða áhrif geta þau haft á líf almennings? Ríkisfjármál eru mikilvægur þáttur í efnahagsstefnu hvers ríkis og hafa bein áhrif á lífsgæði almennings, bæði til skamms og langs tíma. Þau snúa að tekjum og gjöldum ríkisins, fjárlögum, stýringu skulda og eigna ásamt öðrum fjármálum sem varða rekstur ríkisins. Stjórn ríkisfjármála ræður meðal annars því hvernig fjármunum ríkisins er aflað með sköttum og gjöldum frá einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig þeim er varið til opinberrar þjónustu. Með því að stýra ríkisfjármálum á skynsaman hátt getur ríkið byggt upp og viðhaldið öflugu velferðarkerfi og tryggt efnahagslegan stöðugleika sem hefur áhrif á verðlag, atvinnustig, kaupmátt almennings og stuðlar að aukinni velferð landsmanna. Slæm stjórn ríkisfjármála getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag þjóðarinnar og líf landsmanna. Ef ríkið skuldsetur sig of mikið með því að eyða um efni fram, getur það leitt til aukinnar verðbólgu, hærri vaxta og lægri kaupmáttar. Þetta hljómar kunnuglega því við höfum einmitt þurft að súpa seyðið af slæmri stjórn á ríkisfjármálum hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna með mikilli verðbólgu og háum vöxtum. Við þessar aðstæður eykst vaxtakostnaður ríkisins en fjármunir sem fara í að borga vexti fara ekki í að auka velferð. Skuldir ríkissjóðs hafa aukist um 1.000 milljarða króna frá 2019 og eru vaxtagjöld nú orðin fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins á eftir heilbrigðismálum, málefnum aldraðra og örorkugreiðslum í almannatryggingakerfinu. Vaxtakostnaður ríkisins er tvöfalt meiri en kostnaðurinn við alla framhaldsskóla landsins og fjórfalt meiri en útgjöld til löggæslumála. Þessi staða er ósjálfbær og því er gríðarlega mikilvægt að næsta ríkisstjórn muni setja ábyrg ríkisfjármál í forgang. Til að setja hlutina í samhengi mun það hafa meiri áhrif á ráðstöfunartekjur þínar á næstu árum hver og hvernig ríkisfjármálum er stýrt heldur en útkoman úr næsta launaviðtali þínu eða kjarasamningum. Munurinn á ráðstöfunartekjum, eftir greiðslu af lánum, fyrir par með meðal íbúðalán getur verið talinn í miljónum á ársgrundvelli eftir því hvort við völd fari stjórnmálamenn sem stýra ríkisfjármálum á ábyrgan hátt sem skilar sér í lækkun verðbólgu og vaxta eða hvort til valda veljist stjórnmálamenn með óábyrga ríkisfjármálastefnu sem leiðir til óbreyttra eða hækkandi vaxta í bland við hærri skatta. Kosningarnar 30. nóvember eru stærsta launaviðtal sem flestir Íslendinga fara í á næstu árum og því er mikilvægt að kjósa rétt. Viljum við kjósa til valda fólkið sem hefur farið með fjármál Reykjavíkurborgar með óábyrgum hætti undanfarinn áratug eða getum við gert betur? Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, hefur reynsluna af því að tala fyrir og framkvæma óhefðbundna hluti í ríkisfjármálum sem fáir eða engir höfðu trú á að vera mögulegir. Samningar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs á árunum 2013-2016 við erlendu kröfuhafana skiluðu mörg hundruð milljörðum til ríkisins. Það munar um minna. Miðflokkurinn ætlar að ná tökum á verðbólgunni með skýrri stefnumörkun um aðhald í rekstri ríkisins, hallalaus fjárlög í fyrstu atrennu svo hægt verði að ráðast í verulega lækkun vaxta hratt og örugglega. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum ríkisaðgerðum sem engu skila. Til dæmis hætta við áform um Borgarlínu sem mun kosta skattgreiðendur hundruð milljarða. Draga úr kostnaðarsömum loftlagsaðgerðum sem litlu sem engu skila. Miðflokkurinn ætlar að taka á stjórnleysi í innflytjendamálum en beinn kostnaður við hælisleitendakerfið var 26 milljarðar árið 2023 að ótöldum tugmilljarðaáhrifum á heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslu, húsnæðismál og afleiddri verri þjónustu frá þessum kerfum fyrir landsmenn. Ef þú vilt launahækkun í formi hærri ráðstöfunartekna í gegnum lægri vexti og lægri skatta þá kýstu Miðflokkinn. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar