„Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:45 Yfirskrift þessarar greinar er bein tilvísun í ummæli ónefnds fulltrúa samgöngunefndar Alþingis á fundi með kjörnum fulltrúum á sunnanverðum Vestfjörðum fyrir nokkrum árum. Svarið við þeirri spurningu var þá og er enn nei, við getum ekki talað um neitt annað þar sem samgöngur eru upphaf og endir allra mála sem eru til umræðu á sunnanverðum Vestfjörðum. Leyfi ég mér að fullyrða að þeir sem ekki hafa kynnt sér sérstaklega samgöngur á Vestfjörðum eða hafa ekið um vegakerfi Vestfjarða eigi erfitt með að átta sig á því hver staðan raunverulega er. Miklir fjármunir hafa sannarlega verið lagðir í samgöngubætur á Vestfjörðum síðustu ár en betur má ef duga skal og þrátt fyrir samgöngubætur er fjórðungurinn enn mikill eftirbátur annarra landshluta, bæði þegar kemur að samgöngubótum og þjónustu á vegum. Það er flókið að ætla að draga fram ákveðin atriði sem gera þarf betur þegar kemur að samgöngumálum á Vestfjörðum en ég ætla hér að nefna dæmi um atriði þar sem hægt er að gera mikið betur ef viljinn er fyrir hendi og til staðar er pólitískur kjarkur til að taka ákvarðanir. Óvissa í útboðsmálum Samkvæmt gildandi samgönguáætlun átti framkvæmdum, sem mjög lengi hefur verið beðið eftir í Gufudalssveit, að ljúka árið 2023 og framkvæmdum á Dynjandisheiði átti að ljúka á árinu 2024. Nú vitum við að svo verður ekki og samkvæmt ósamþykktri samgönguáætlun sem legið hefur fyrir á þingi um hríð á þessum bráðnauðsynlegu framkvæmdum að ljúka á árinu 2026. Algjör óvissa ríkir þó um þessi verkefni og engin trygging er fyrir því hvenær þeim muni ljúka. Á meðan keyra íbúar Vesturbyggðar á malarvegum hvert sem þeir fara, hvort sem það er norður á Ísafjörð eða suður til Reykjavíkur, og þekkjumst við langar leiðir á haugskítugum bílunum. Vetrarþjónusta á vegum Vetrarþjónusta vega á Vestfjörðum er sú allra slakasta á landinu og engin fordæmi fyrir styttri þjónustutíma vega í neinum öðrum landshluta. Ekki er þar við Vegagerðina að sakast því þar er fólk allt af vilja gert. Ástæðan er sú að fjármunir eru naumt skammtaðir og ákvarðanir um þjónustutíma og umfang þjónustu eru teknar annars staðar. Bíldudalsvegur liggur frá Bíldudal upp á Dynjandisheiði og keyra Bílddælingar og aðrir þennan veg til þess að komast hvort sem er til norðursvæðis Vestfjarða eða til að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þessi vegur er ekki þjónustaður yfir vetrartímann og þurfa Bílddælingar því að keyra um 92 km um þrjá fjallvegi og þar af einn hæsta hálendisveg landsins, á ónýtum vegum í stað þess að keyra 45 km um Bíldudalsveg upp á Dynjandisheiði. Þessa sömu leið keyrir hvern dag fjöldi stórra flutningabíla með fullfermi af laxi til útflutnings og slíta þar af leiðandi nú þegar ónýtum vegum milli byggðarkjarna á sunnanverðum Vestfjörðum. Annað dæmi um slaka vetrarþjónustu er mokstur á Dynjandisheiði sem er heiðin sem tengir saman suður- og norðursvæði Vestfjarða. Fyrir nokkrum árum var tekin ákvörðum um að byggja upp þann veg, hefur það verið gert af miklum myndarskap og er kominn þar að mestu góður vegur að undanskildum þeim köflum sem ekki hafa verið kláraðir. Til að setja það verkefni í samhengi þá styttir sá vegur leiðina á milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða um tæplega 300 km. Þessi margra milljarða framkvæmd er þó ekki að nýtast hinum almenna íbúa á Vestfjörðum þar sem mokstur á heiðinni telst enn vera tilraunaverkefni og er opnunartíminn milli klukkan 10 og 17 á virkum dögum. Ekki er mokað um helgar og því ekki samgöngur milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða á helgum yfir vetrartímann. Á sama tíma er ríkið að setja aukið fjármagn í að kynna Vestfirði sem heilsársáfangastað í ferðaþjónustu. Þar fara hljóð og mynd ekki saman. Benda má á að á sunnanverðum Vestfjörðum er ekki lágverðsverslun en það væri til mikilla bóta að geta sótt verslun og þjónustu á norðursvæði Vestfjarða. Sé Dynjandisheiði lokuð eiga ungmenni frá suðursvæði Vestfjarða sem stunda nám í Menntaskólanum á Ísafirði engra annarra kosta völ en að keyra 439 km hvora leið, eða alls 878 kílómetra! Er þá miðað við að ekið sé frá Patreksfirði, austur á Þröskulda til Steingrímsfjarðar, þaðan yfir Steingrímsfjarðarheiði og til Ísafjarðar um Djúp. Hér hefur einungs verið farið yfir örfá dæmi og væri hægt að halda endalaust áfram með fjölmörg dæmi um skerta þjónustu við íbúa á Vestfjörðum. Áframhald vestfirska efnahagsævintýrisins Uppgangur atvinnulífs á Vestfjörðum síðustu misseri hefur verið ævintýri líkastur. Þetta efnahagsævintýri hefur hefur átt sér stað þrátt fyrir slaka innviði. Sé raunverulegur vilji til áframhaldandi vaxtar atvinnulífs verður hins vegar að tryggja samgöngur á Vestfjörðum og greiða þá miklu innviðaskuld sem safnast hefur þar upp en Vestfirðingar sitja uppi með metfjölda kílómetra í fyrstu kynslóðar vegaköflum. Fagna ber hugmyndum Innviðafélags Vestfjarða um „Vestfjarðalínuna“, þær eru ákall um uppbyggingu jarðganga og annarra samgöngumannvirkja á Vestfjörðum sem líta ber á sem sérstakt og afmarkað viðfangsefni. Áhersla á örugga láglendisvegi um byggðir á Vestfjörðum sem eru jafnframt tenging við höfuðborgarsvæðið er mikilvæg með tilliti til búsetufrelsis íbúa, öryggis vegfarenda og áframhaldandi vaxtar atvinnulífsins á Vestfjörðum. Samþykkt samgöngusáttmála fyrir Vestfirði þar sem leitað er nýrra leiða til fjármögnunar framkvæmda í samstarfi við atvinnulíf, íbúa og hið opinbera mun tryggja vöxt og velsæld allra, Vestfirðinga sem og annarra. Höfundur er bæjarstjóri Vesturbyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vesturbyggð Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Vegagerð Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Yfirskrift þessarar greinar er bein tilvísun í ummæli ónefnds fulltrúa samgöngunefndar Alþingis á fundi með kjörnum fulltrúum á sunnanverðum Vestfjörðum fyrir nokkrum árum. Svarið við þeirri spurningu var þá og er enn nei, við getum ekki talað um neitt annað þar sem samgöngur eru upphaf og endir allra mála sem eru til umræðu á sunnanverðum Vestfjörðum. Leyfi ég mér að fullyrða að þeir sem ekki hafa kynnt sér sérstaklega samgöngur á Vestfjörðum eða hafa ekið um vegakerfi Vestfjarða eigi erfitt með að átta sig á því hver staðan raunverulega er. Miklir fjármunir hafa sannarlega verið lagðir í samgöngubætur á Vestfjörðum síðustu ár en betur má ef duga skal og þrátt fyrir samgöngubætur er fjórðungurinn enn mikill eftirbátur annarra landshluta, bæði þegar kemur að samgöngubótum og þjónustu á vegum. Það er flókið að ætla að draga fram ákveðin atriði sem gera þarf betur þegar kemur að samgöngumálum á Vestfjörðum en ég ætla hér að nefna dæmi um atriði þar sem hægt er að gera mikið betur ef viljinn er fyrir hendi og til staðar er pólitískur kjarkur til að taka ákvarðanir. Óvissa í útboðsmálum Samkvæmt gildandi samgönguáætlun átti framkvæmdum, sem mjög lengi hefur verið beðið eftir í Gufudalssveit, að ljúka árið 2023 og framkvæmdum á Dynjandisheiði átti að ljúka á árinu 2024. Nú vitum við að svo verður ekki og samkvæmt ósamþykktri samgönguáætlun sem legið hefur fyrir á þingi um hríð á þessum bráðnauðsynlegu framkvæmdum að ljúka á árinu 2026. Algjör óvissa ríkir þó um þessi verkefni og engin trygging er fyrir því hvenær þeim muni ljúka. Á meðan keyra íbúar Vesturbyggðar á malarvegum hvert sem þeir fara, hvort sem það er norður á Ísafjörð eða suður til Reykjavíkur, og þekkjumst við langar leiðir á haugskítugum bílunum. Vetrarþjónusta á vegum Vetrarþjónusta vega á Vestfjörðum er sú allra slakasta á landinu og engin fordæmi fyrir styttri þjónustutíma vega í neinum öðrum landshluta. Ekki er þar við Vegagerðina að sakast því þar er fólk allt af vilja gert. Ástæðan er sú að fjármunir eru naumt skammtaðir og ákvarðanir um þjónustutíma og umfang þjónustu eru teknar annars staðar. Bíldudalsvegur liggur frá Bíldudal upp á Dynjandisheiði og keyra Bílddælingar og aðrir þennan veg til þess að komast hvort sem er til norðursvæðis Vestfjarða eða til að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þessi vegur er ekki þjónustaður yfir vetrartímann og þurfa Bílddælingar því að keyra um 92 km um þrjá fjallvegi og þar af einn hæsta hálendisveg landsins, á ónýtum vegum í stað þess að keyra 45 km um Bíldudalsveg upp á Dynjandisheiði. Þessa sömu leið keyrir hvern dag fjöldi stórra flutningabíla með fullfermi af laxi til útflutnings og slíta þar af leiðandi nú þegar ónýtum vegum milli byggðarkjarna á sunnanverðum Vestfjörðum. Annað dæmi um slaka vetrarþjónustu er mokstur á Dynjandisheiði sem er heiðin sem tengir saman suður- og norðursvæði Vestfjarða. Fyrir nokkrum árum var tekin ákvörðum um að byggja upp þann veg, hefur það verið gert af miklum myndarskap og er kominn þar að mestu góður vegur að undanskildum þeim köflum sem ekki hafa verið kláraðir. Til að setja það verkefni í samhengi þá styttir sá vegur leiðina á milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða um tæplega 300 km. Þessi margra milljarða framkvæmd er þó ekki að nýtast hinum almenna íbúa á Vestfjörðum þar sem mokstur á heiðinni telst enn vera tilraunaverkefni og er opnunartíminn milli klukkan 10 og 17 á virkum dögum. Ekki er mokað um helgar og því ekki samgöngur milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða á helgum yfir vetrartímann. Á sama tíma er ríkið að setja aukið fjármagn í að kynna Vestfirði sem heilsársáfangastað í ferðaþjónustu. Þar fara hljóð og mynd ekki saman. Benda má á að á sunnanverðum Vestfjörðum er ekki lágverðsverslun en það væri til mikilla bóta að geta sótt verslun og þjónustu á norðursvæði Vestfjarða. Sé Dynjandisheiði lokuð eiga ungmenni frá suðursvæði Vestfjarða sem stunda nám í Menntaskólanum á Ísafirði engra annarra kosta völ en að keyra 439 km hvora leið, eða alls 878 kílómetra! Er þá miðað við að ekið sé frá Patreksfirði, austur á Þröskulda til Steingrímsfjarðar, þaðan yfir Steingrímsfjarðarheiði og til Ísafjarðar um Djúp. Hér hefur einungs verið farið yfir örfá dæmi og væri hægt að halda endalaust áfram með fjölmörg dæmi um skerta þjónustu við íbúa á Vestfjörðum. Áframhald vestfirska efnahagsævintýrisins Uppgangur atvinnulífs á Vestfjörðum síðustu misseri hefur verið ævintýri líkastur. Þetta efnahagsævintýri hefur hefur átt sér stað þrátt fyrir slaka innviði. Sé raunverulegur vilji til áframhaldandi vaxtar atvinnulífs verður hins vegar að tryggja samgöngur á Vestfjörðum og greiða þá miklu innviðaskuld sem safnast hefur þar upp en Vestfirðingar sitja uppi með metfjölda kílómetra í fyrstu kynslóðar vegaköflum. Fagna ber hugmyndum Innviðafélags Vestfjarða um „Vestfjarðalínuna“, þær eru ákall um uppbyggingu jarðganga og annarra samgöngumannvirkja á Vestfjörðum sem líta ber á sem sérstakt og afmarkað viðfangsefni. Áhersla á örugga láglendisvegi um byggðir á Vestfjörðum sem eru jafnframt tenging við höfuðborgarsvæðið er mikilvæg með tilliti til búsetufrelsis íbúa, öryggis vegfarenda og áframhaldandi vaxtar atvinnulífsins á Vestfjörðum. Samþykkt samgöngusáttmála fyrir Vestfirði þar sem leitað er nýrra leiða til fjármögnunar framkvæmda í samstarfi við atvinnulíf, íbúa og hið opinbera mun tryggja vöxt og velsæld allra, Vestfirðinga sem og annarra. Höfundur er bæjarstjóri Vesturbyggðar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun