„Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 22:02 Áslaug Arna og Ragnar Þór tókust á um efnahagsstefnu stjórnvalda á Sprengisandi. vísir/einar/arnar Ragnar Þór Ingólfsson frambjóðandi Flokks fólksins sakar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að loka augunum fyrir bágri stöðu Íslendinga. Tekist var á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á Sprengisandi í dag. Þangað mættu fyrrnefnd Ragnar Þór og Áslaug Arna, auk Björns Levís Gunnarssonar oddvita Pírata í Reykjavík suður. Áslaug gat ekki tekið undir þau orð Ragnars Þórs að hér á landi hefði verið rekin efnahagsstefna sem ali á mikilli misskiptingu og aukinni fátækt. Umræðan sem hér er til umfjöllunar hefst eftir 27 mínútur: „Hér hefur verið mjög skýr efnahagsstefna sem hefur komið öllum til góða,“ sagði Áslaug. „Við sjáum að kaupmáttur þess lægst launaða hefur hækkað hvað mest. Við sjáum það mjög skýrlega með þeim ákvörðunum sem við höfum tekið, hvort sem það eru skattalækkanir eða hvernig haldið er á málum að kaupmáttur þeirra í lægstu hópunum hefur aukist hvað mest.“ Búið sé um hnútana hér á landi að fólk geti haft það betra. „Mér leiðist svo þegar landið okkar er talað svona mikið niður. Ég veit að það þarf að gera margt betur og vaxtastaðan er með þeim hætti að hún er í forgangi núna. En við getum samt ekki haldið einhverju fram algjörlega á skjön við þær staðreyndir sem við horfum á, þegar við horfum á það hvernig við búum um hnútana um alla hópa samfélagsins,“ sagði Áslaug. Kjarabætur rifnar jafnharðan af fólki Ragnar svaraði Áslaugu og sagði ljóst að misskipting væri að aukast gríðarlega. „Mér finnst bara mjög dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir raunverulegri stöðu. Við sjáum til dæmis bara leigumarkaðinn, ef þú ferð inn á myigloo-síðuna og skoðar fyrstu íbúð sem kemur upp: tveggja herbergja íbúð á 370 þúsund. Það er dýrara að leigja tveggja eða þriggja herbergja íbúð heldur en útborguð lágmarkslaun,“ sagði Ragnar og hélt áfram: „Hér er verið að tala um að hér sé allt í besta standi og kaupmáttur hafi aukist á lægstu laun. Auðvitað hefur kaupmáttur aukist en mikið af þeim ávinningi sem við höfum náð í kjarasamningum síðustu ár og kjarabætur sem við höfum náð síðustu ár fyrir fólkið okkar eru rifnar af þeim jafnharðan og meira til af fjármálakerfinu, bönkunum, í formi okurvaxta. Og síðan á leigumarkaðnum þar sem búið er að mynda algjöra skortsstöðu og ekki hefur verið pólitískur vilji, eða pólitískt hugrekki, til að viðurkenna þetta og koma með lausnir eins og við höfum bent á.“ „Það er ekki glansmynd eða að loka augunum fyrir stöðu Íslendinga þegar maður bendir einfaldlega á staðreyndir,“ sagði Áslaug. „Það má alveg tala um þær staðreyndir að við erum með ein hæstu laun í heimi og einn mesta launajöfnuð í heimi. Á sama tíma eru hér margar áskoranir. Ég trúi því að með einfaldara regluverki, með sjálfstæðisstefnunni sem lyftir öllum upp hvar sem þeir eru, að við náum meiri árangri á grundvelli þeirra gilda fyrir hvern sem er,“ sagði Áslaug Arna áður en Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi þurfti að ljúka þeim hluta þáttarins. Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Tekist var á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á Sprengisandi í dag. Þangað mættu fyrrnefnd Ragnar Þór og Áslaug Arna, auk Björns Levís Gunnarssonar oddvita Pírata í Reykjavík suður. Áslaug gat ekki tekið undir þau orð Ragnars Þórs að hér á landi hefði verið rekin efnahagsstefna sem ali á mikilli misskiptingu og aukinni fátækt. Umræðan sem hér er til umfjöllunar hefst eftir 27 mínútur: „Hér hefur verið mjög skýr efnahagsstefna sem hefur komið öllum til góða,“ sagði Áslaug. „Við sjáum að kaupmáttur þess lægst launaða hefur hækkað hvað mest. Við sjáum það mjög skýrlega með þeim ákvörðunum sem við höfum tekið, hvort sem það eru skattalækkanir eða hvernig haldið er á málum að kaupmáttur þeirra í lægstu hópunum hefur aukist hvað mest.“ Búið sé um hnútana hér á landi að fólk geti haft það betra. „Mér leiðist svo þegar landið okkar er talað svona mikið niður. Ég veit að það þarf að gera margt betur og vaxtastaðan er með þeim hætti að hún er í forgangi núna. En við getum samt ekki haldið einhverju fram algjörlega á skjön við þær staðreyndir sem við horfum á, þegar við horfum á það hvernig við búum um hnútana um alla hópa samfélagsins,“ sagði Áslaug. Kjarabætur rifnar jafnharðan af fólki Ragnar svaraði Áslaugu og sagði ljóst að misskipting væri að aukast gríðarlega. „Mér finnst bara mjög dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir raunverulegri stöðu. Við sjáum til dæmis bara leigumarkaðinn, ef þú ferð inn á myigloo-síðuna og skoðar fyrstu íbúð sem kemur upp: tveggja herbergja íbúð á 370 þúsund. Það er dýrara að leigja tveggja eða þriggja herbergja íbúð heldur en útborguð lágmarkslaun,“ sagði Ragnar og hélt áfram: „Hér er verið að tala um að hér sé allt í besta standi og kaupmáttur hafi aukist á lægstu laun. Auðvitað hefur kaupmáttur aukist en mikið af þeim ávinningi sem við höfum náð í kjarasamningum síðustu ár og kjarabætur sem við höfum náð síðustu ár fyrir fólkið okkar eru rifnar af þeim jafnharðan og meira til af fjármálakerfinu, bönkunum, í formi okurvaxta. Og síðan á leigumarkaðnum þar sem búið er að mynda algjöra skortsstöðu og ekki hefur verið pólitískur vilji, eða pólitískt hugrekki, til að viðurkenna þetta og koma með lausnir eins og við höfum bent á.“ „Það er ekki glansmynd eða að loka augunum fyrir stöðu Íslendinga þegar maður bendir einfaldlega á staðreyndir,“ sagði Áslaug. „Það má alveg tala um þær staðreyndir að við erum með ein hæstu laun í heimi og einn mesta launajöfnuð í heimi. Á sama tíma eru hér margar áskoranir. Ég trúi því að með einfaldara regluverki, með sjálfstæðisstefnunni sem lyftir öllum upp hvar sem þeir eru, að við náum meiri árangri á grundvelli þeirra gilda fyrir hvern sem er,“ sagði Áslaug Arna áður en Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi þurfti að ljúka þeim hluta þáttarins.
Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira