Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2024 09:02 Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um sóun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Minna hefur verið um raunhæfar lausnir til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2021 líkti Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, íslenska heilbrigðiskerfinu við frystihús. Sagði hann að ef komið væri inn í frystihús þar sem menn væru að burðast með kassa og stafla þeim á bretti, lægi beinast við að leggja til lyftara. „Ég held einfaldlega að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið.“ Ræðunni var mætt með dynjandi lófaklappi. Margir heilbrigðisstarfsmenn klóruðu sér hins vegar í kollinum. Átti að stafla upp rúmum til að koma fyrir fleiri sjúklingum? Nýting legurýma er víðast hvar yfir 100%. Á hverjum tíma á Landspítala eru um 85 sjúklingar sem reiðubúnir eru til útskriftar af sérhæfðum deildum yfir á hjúkrunarheimili, en fá ekki pláss vegna þess að þau eru ekki til. Árlegur kostnaður legurýmis á sjúkrahúsi nemur um 70 milljónum króna en hjúkrunarrými kostar um 17 milljónir króna. Ef næg pláss væru á hjúkrunarheimilum landsins fyrir þá einstaklinga sem eru reiðubúnir til útskriftar af Landspítala myndu sparast um 4,5 milljarðar króna á ári. Fyrir þá upphæð væri til dæmis hægt að byggja nýtt hjúkrunarheimili á tveggja ára fresti. Vanfjárfesting í þessum nauðsynlegu úrræðum flokkast sem sóun í heilbrigðiskerfinu. Hvar eru lyftararnir? Lyftararnir hans Bjarna í þessu samhengi eru hjúkrunarrými. Árið 2017 setti ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sér markmið um að byggja 717 hjúkrunarrými fyrir lok árs 2024. Aðeins 221 hjúkrunarrými hafa verið byggð frá þeim tíma. Það vantar því um 500 rými upp á til þess að uppfylla það markmið sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils. Afleiðingin er sú að bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull vegna þess að fólk fær ekki pláss á legudeildum. Þetta getuleysi fráfarandi ríkisstjórnar til þess að fjárfesta í innviðum heilbrigðiskerfisins viðheldur viðvarandi neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalans sem kemur niður á þjónustu til þeirra sem þangað leita. Fleiri lyftarar Fyrr á þessu ári fór fram málþing á Læknadögum undir yfirskriftinni „Sóun í heilbrigðiskerfinu“. Fundarstjóri var formaður Læknafélags Íslands og erindi héldu yfirlæknir Félags sjúkrahúslækna, forstjóri Landspítalans, prófessor og yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga, formaður Félags íslenskra heimilislækna, lyf- og gigtarlæknir og sérnámslæknir á lyflækningasviði. Þátttakendur í pallborði voru spurðir: „Ef þú gætir breytt einu í heilbrigðiskerfinu til að minnka sóun, hverju myndir þú breyta?“ Fyrstur til svara var yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga sem sagði: „Að allir Íslendingar hefðu heimilislækni.“ Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fólk er með fastan heimilislækni dregur það úr líkum á því að það leggist inn á sjúkrahús og dregur líka úr komum á bráðamóttöku. Ástæðan er augljós: Ef eftirfylgni er til staðar, sérstaklega hjá þeim sem mest þurfa á henni að halda, er hægt að grípa inn fyrr þegar veikindi steðja að og koma í veg fyrir að veikindin versni. Hér á landi eru aðeins um 50% landsmanna með fastan heimilislækni. Í Noregi er hlutfallið yfir 95%. Samfylkingin leggur áherslu á að stigin verði markviss skref í þessa átt og að byrjað verði á langveikum og fólki yfir sextugu. Það er kominn tími á nýtt upphaf Nú er kominn tími á nýtt upphaf við stjórn landsins. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að forgangsraða og fjármagna öfluga heimaþjónustu, hefja þjóðarátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land og hefur sett sér 10 ára markmið um að allir landsmenn fái fastan heimilislækni. Jafnframt ætlum við í Samfylkingunni að minnka skriffinsku, fjárfesta í tæknilausnum í heilbrigðisþjónustu og efla stoðþjónustu á heilbrigðisstofnunum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti sinnt því sem þau eru menntuð til þess að gera: að verja tíma með sjúklingum. Þetta eru forgangsverkefni Samfylkingar á næstu árum, við erum tilbúin og við óskum eftir umboði til að hrinda þeim í framkvæmd. Höfundur er læknir og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavík suður á lista Samfylkingarinnar til Alþingis árið 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um sóun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Minna hefur verið um raunhæfar lausnir til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2021 líkti Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, íslenska heilbrigðiskerfinu við frystihús. Sagði hann að ef komið væri inn í frystihús þar sem menn væru að burðast með kassa og stafla þeim á bretti, lægi beinast við að leggja til lyftara. „Ég held einfaldlega að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið.“ Ræðunni var mætt með dynjandi lófaklappi. Margir heilbrigðisstarfsmenn klóruðu sér hins vegar í kollinum. Átti að stafla upp rúmum til að koma fyrir fleiri sjúklingum? Nýting legurýma er víðast hvar yfir 100%. Á hverjum tíma á Landspítala eru um 85 sjúklingar sem reiðubúnir eru til útskriftar af sérhæfðum deildum yfir á hjúkrunarheimili, en fá ekki pláss vegna þess að þau eru ekki til. Árlegur kostnaður legurýmis á sjúkrahúsi nemur um 70 milljónum króna en hjúkrunarrými kostar um 17 milljónir króna. Ef næg pláss væru á hjúkrunarheimilum landsins fyrir þá einstaklinga sem eru reiðubúnir til útskriftar af Landspítala myndu sparast um 4,5 milljarðar króna á ári. Fyrir þá upphæð væri til dæmis hægt að byggja nýtt hjúkrunarheimili á tveggja ára fresti. Vanfjárfesting í þessum nauðsynlegu úrræðum flokkast sem sóun í heilbrigðiskerfinu. Hvar eru lyftararnir? Lyftararnir hans Bjarna í þessu samhengi eru hjúkrunarrými. Árið 2017 setti ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sér markmið um að byggja 717 hjúkrunarrými fyrir lok árs 2024. Aðeins 221 hjúkrunarrými hafa verið byggð frá þeim tíma. Það vantar því um 500 rými upp á til þess að uppfylla það markmið sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils. Afleiðingin er sú að bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull vegna þess að fólk fær ekki pláss á legudeildum. Þetta getuleysi fráfarandi ríkisstjórnar til þess að fjárfesta í innviðum heilbrigðiskerfisins viðheldur viðvarandi neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalans sem kemur niður á þjónustu til þeirra sem þangað leita. Fleiri lyftarar Fyrr á þessu ári fór fram málþing á Læknadögum undir yfirskriftinni „Sóun í heilbrigðiskerfinu“. Fundarstjóri var formaður Læknafélags Íslands og erindi héldu yfirlæknir Félags sjúkrahúslækna, forstjóri Landspítalans, prófessor og yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga, formaður Félags íslenskra heimilislækna, lyf- og gigtarlæknir og sérnámslæknir á lyflækningasviði. Þátttakendur í pallborði voru spurðir: „Ef þú gætir breytt einu í heilbrigðiskerfinu til að minnka sóun, hverju myndir þú breyta?“ Fyrstur til svara var yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga sem sagði: „Að allir Íslendingar hefðu heimilislækni.“ Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fólk er með fastan heimilislækni dregur það úr líkum á því að það leggist inn á sjúkrahús og dregur líka úr komum á bráðamóttöku. Ástæðan er augljós: Ef eftirfylgni er til staðar, sérstaklega hjá þeim sem mest þurfa á henni að halda, er hægt að grípa inn fyrr þegar veikindi steðja að og koma í veg fyrir að veikindin versni. Hér á landi eru aðeins um 50% landsmanna með fastan heimilislækni. Í Noregi er hlutfallið yfir 95%. Samfylkingin leggur áherslu á að stigin verði markviss skref í þessa átt og að byrjað verði á langveikum og fólki yfir sextugu. Það er kominn tími á nýtt upphaf Nú er kominn tími á nýtt upphaf við stjórn landsins. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að forgangsraða og fjármagna öfluga heimaþjónustu, hefja þjóðarátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land og hefur sett sér 10 ára markmið um að allir landsmenn fái fastan heimilislækni. Jafnframt ætlum við í Samfylkingunni að minnka skriffinsku, fjárfesta í tæknilausnum í heilbrigðisþjónustu og efla stoðþjónustu á heilbrigðisstofnunum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti sinnt því sem þau eru menntuð til þess að gera: að verja tíma með sjúklingum. Þetta eru forgangsverkefni Samfylkingar á næstu árum, við erum tilbúin og við óskum eftir umboði til að hrinda þeim í framkvæmd. Höfundur er læknir og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavík suður á lista Samfylkingarinnar til Alþingis árið 2024.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun