Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 22:01 Líkamsræktarkappi sem ætlar að fara sautján hundruð kílómetra á þrektækjum á einni viku segist vera aukaatriði í verkefninu. Markmiðið er að vekja athygli á málstað sem stendur honum nærri og styðja við Pieta-samtökin. Það er löng vika framundan hjá Einari Hansberg Árnasyni en klukkan fjögur í dag hófst átakið í líkamsræktarstöðinni Afrek í Skógarhlíð 10 sem ætlað er að vekja athygli á starfi Pieta-samtakanna. Hann verður að allan sólarhringinn og átakið er sent út í beinu streymi þar sem hægt er að fylgjast með hvernig gengur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Þetta eru 1750 kílómetrar í heildina sem að skiptist þannig að þetta eru 2000 metrar á hjóli, 1000 metrar á róðrarvél og 500 metrar á skíðatæki, 500 umferðir af þessu og síðan ætlum við að flétta einhverjum upphífingum inn í þetta til gamans,“ segir Einar. „En ég mæli ekki með þessu,“ bætir hann við léttur í bragði. Margt hægt að gera til að styðja hvort annað Hann mælir hins vegar með því að fólk kynni sér starfsemi Píeta-samtakanna sem vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum, og sé óhrætt við að leita sér hjálpar og stuðnings. Málstaðurinn stendur Einari nærri og því vildi hann leggja samtökunum lið. „Þegar ég hugsa til baka þá eru örugglega þrír, fjórir æskuvinir mínir sem fóru þessa leið, tóku líf sitt. Ég var bara það ungur að ég áttaði mig ekki á því. En svo fyrir svona rúmu ári síðan fór einn góður félagi, vinur, sem að sá ekki fram úr lífinu og fór þessa leið,“ segir Einar. Það séu margar leiðir aðrar leiðir til að leggja baráttunni lið eða rétta fram hjálparhönd. „Maður getur gert svo margt, við þurfum ekki að æfa í eina viku til að vera til staðar fyrir hvort annað, bara taka eftir hvort öðru,“ segir Einar. Þótt Einar verði að mestu einn að klára æfingarnar nýtur hann stuðnings frá góðum hópi fólks þar sem konan hans fer fremst í flokki sem mun hlaupa eitthvað í skarðið á meðan hann hvílir. „Þeir sem vilja, eru andvaka eða hvað sem það er geta komið og spjallað og tekið í tækin þegar það er laust pláss. En annars bara verið góð við hvort annað.“ Hægt er að fylgjast með átaki Einars í beinu streymi í spilaranum hér að neðan. Þá er hægt að heita á Einar með framlögum á söfnunarreikning Píeta samtakanna Kt. 410416-0690 - Reikn nr. 0301-26-041041. Geðheilbrigði Hjálparstarf Góðverk Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Það er löng vika framundan hjá Einari Hansberg Árnasyni en klukkan fjögur í dag hófst átakið í líkamsræktarstöðinni Afrek í Skógarhlíð 10 sem ætlað er að vekja athygli á starfi Pieta-samtakanna. Hann verður að allan sólarhringinn og átakið er sent út í beinu streymi þar sem hægt er að fylgjast með hvernig gengur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Þetta eru 1750 kílómetrar í heildina sem að skiptist þannig að þetta eru 2000 metrar á hjóli, 1000 metrar á róðrarvél og 500 metrar á skíðatæki, 500 umferðir af þessu og síðan ætlum við að flétta einhverjum upphífingum inn í þetta til gamans,“ segir Einar. „En ég mæli ekki með þessu,“ bætir hann við léttur í bragði. Margt hægt að gera til að styðja hvort annað Hann mælir hins vegar með því að fólk kynni sér starfsemi Píeta-samtakanna sem vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum, og sé óhrætt við að leita sér hjálpar og stuðnings. Málstaðurinn stendur Einari nærri og því vildi hann leggja samtökunum lið. „Þegar ég hugsa til baka þá eru örugglega þrír, fjórir æskuvinir mínir sem fóru þessa leið, tóku líf sitt. Ég var bara það ungur að ég áttaði mig ekki á því. En svo fyrir svona rúmu ári síðan fór einn góður félagi, vinur, sem að sá ekki fram úr lífinu og fór þessa leið,“ segir Einar. Það séu margar leiðir aðrar leiðir til að leggja baráttunni lið eða rétta fram hjálparhönd. „Maður getur gert svo margt, við þurfum ekki að æfa í eina viku til að vera til staðar fyrir hvort annað, bara taka eftir hvort öðru,“ segir Einar. Þótt Einar verði að mestu einn að klára æfingarnar nýtur hann stuðnings frá góðum hópi fólks þar sem konan hans fer fremst í flokki sem mun hlaupa eitthvað í skarðið á meðan hann hvílir. „Þeir sem vilja, eru andvaka eða hvað sem það er geta komið og spjallað og tekið í tækin þegar það er laust pláss. En annars bara verið góð við hvort annað.“ Hægt er að fylgjast með átaki Einars í beinu streymi í spilaranum hér að neðan. Þá er hægt að heita á Einar með framlögum á söfnunarreikning Píeta samtakanna Kt. 410416-0690 - Reikn nr. 0301-26-041041.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Hjálparstarf Góðverk Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira