Lögreglan bannaði bjór á B5 Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 15:37 Bjórinn sem Gunnar heldur á er óáfengur á íslenskum mælikvarða. Einungis 0,5 prósent áfengismagn. Samband ungra framsóknarmanna fékk ekki að bjóða upp á áfengi þegar kosningamiðstöð þeirra var opnuð við Bankastræti 5 í gær. Formaðurinn segir að einhverjir hafi verið súrir þegar þeir gátu eingöngu fengið óáfenga drykki á staðnum en þeir boða til nýrrar veislu í næstu viku. Framsóknarmenn höfðu ætlað sér að bjóða gestum og gangandi í kosningamiðstöðina í gærkvöldi. Planið var að bjóða upp á léttar veigar, áfengar sem óáfengar, fyrir þá sem mættu. Ekkert varð þó úr því eftir að Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, fékk símtal frá lögreglunni í gær. „Við fengum símtal frá lögreglunni í hádeginu þar sem þeir voru að spyrja um viðburðinn. Við útskýrðum fyrirkomulagið og að við ætluðum ekki að vera fram á nótt, bara létta og skemmtilega stemningu. Þeir sögðu að við hefðum þurft tækifærisleyfi fyrir þessum viðburði. Sem ég hef ekki vitað til að þurfi almennt við opnun kosningamiðstöðva,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Góðtemplararnir á B5 Hann segir það hafa verið smá vonbrigði að hafa þurft að breyta viðburðinum með svo skömmum fyrirvara. Eina leiðin til að ná að fagna opnuninni hafi verið að sleppa áfenginu. Taka hlutina í góðtemplarastíl eins og Gunnar orðar það. „Við vorum með dyravörð því við vissum nú að á föstudagskvöldi getur alltaf verið vesen þarna niðri í bæ. Hann átti fyrst að passa það að enginn undir lögaldri kæmi en fór í það frekar að enginn tæki inn áfengi. En þetta var fín stemning,“ segir Gunnar. Láta þetta ekki stoppa sig Mætingin var góð þó Gunnar hafi fyrst um sinn haft áhyggjur af því að enginn myndi mæta í áfengisleysinu. Fólk streymdi inn og út allt kvöldið. Sumir urðu súrir þegar bjórinn sem þeir fengu var með einungis 0,5 prósent áfengismagn. „Það sýndu allir þessu mjög mikinn skilning og við útskýrðum að því miður höfum við þurft að breyta þessu á síðustu stundu. En næstu helgi verður allt klappað og klárt. Við látum þetta ekki stoppa okkur þótt þessi eini viðburður hafi verið aðeins öðruvísi en við ætluðum fyrst,“ segir Gunnar. Áfengi og tóbak Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Framsóknarmenn höfðu ætlað sér að bjóða gestum og gangandi í kosningamiðstöðina í gærkvöldi. Planið var að bjóða upp á léttar veigar, áfengar sem óáfengar, fyrir þá sem mættu. Ekkert varð þó úr því eftir að Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, fékk símtal frá lögreglunni í gær. „Við fengum símtal frá lögreglunni í hádeginu þar sem þeir voru að spyrja um viðburðinn. Við útskýrðum fyrirkomulagið og að við ætluðum ekki að vera fram á nótt, bara létta og skemmtilega stemningu. Þeir sögðu að við hefðum þurft tækifærisleyfi fyrir þessum viðburði. Sem ég hef ekki vitað til að þurfi almennt við opnun kosningamiðstöðva,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Góðtemplararnir á B5 Hann segir það hafa verið smá vonbrigði að hafa þurft að breyta viðburðinum með svo skömmum fyrirvara. Eina leiðin til að ná að fagna opnuninni hafi verið að sleppa áfenginu. Taka hlutina í góðtemplarastíl eins og Gunnar orðar það. „Við vorum með dyravörð því við vissum nú að á föstudagskvöldi getur alltaf verið vesen þarna niðri í bæ. Hann átti fyrst að passa það að enginn undir lögaldri kæmi en fór í það frekar að enginn tæki inn áfengi. En þetta var fín stemning,“ segir Gunnar. Láta þetta ekki stoppa sig Mætingin var góð þó Gunnar hafi fyrst um sinn haft áhyggjur af því að enginn myndi mæta í áfengisleysinu. Fólk streymdi inn og út allt kvöldið. Sumir urðu súrir þegar bjórinn sem þeir fengu var með einungis 0,5 prósent áfengismagn. „Það sýndu allir þessu mjög mikinn skilning og við útskýrðum að því miður höfum við þurft að breyta þessu á síðustu stundu. En næstu helgi verður allt klappað og klárt. Við látum þetta ekki stoppa okkur þótt þessi eini viðburður hafi verið aðeins öðruvísi en við ætluðum fyrst,“ segir Gunnar.
Áfengi og tóbak Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira