Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 12:15 Á okkur dynja fréttir af slakri stöðu ungmenna í íslensku samfélagi, fréttir af ótímabærum dauða, ofbeldi, aukinni vanlíðan, minni hamingju og ráðaleysi í kerfunum okkar. Á síðasta ári létust samtals 25 manns undir 30 ára vofeiflega, þar af 15 vegna lyfjatengdra andláta (ofskömmtunar) og 10 vegna sjálfsvíga. Þetta þýðir að meira en 2 jarðarfarir voru í hverjum mánuði hjá ungu fólki sem varla var byrjað að lifa lífinu, fólk sem hefði átt að vera hér með okkur, eignast fjölskyldur og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í kringum hvert þetta andlát eru um 100 manns, foreldrar, systkini, börn, makar og aðrir ástvinir sem sitja eftir í sárum. Þannig má segja að um 2.500 manns á Íslandi bara á síðast ári hafi orðið fyrir beinum áhrifum af andláti ungrar manneskju í blóma lífsins. Það sem ekki fylgir sögunni er hversu mikil gáruáhrif slíkt andlát hefur um allt samfélagið og hversu ótrúlega dýrt hvert andlát er, ekki bara í sorg og mannlegri þjáningu heldur í beinhörðum peningum. Ég finn til í kjarnanum í hvert sinn sem ég heyri fréttir af ótímabæru andláti ungrar manneskju, því ég hef sjálf upplifað að missa barn með þessum hætti. Í hvert sinn hugsa ég til fjölskyldu og vina og sársaukans sem þau upplifa að fá fréttirnar. Í hvert sinn bölva ég hraustlega og hugsa að það mátti koma í veg fyrir þessa þjáningu. Við ekki bara getum gert eitthvað meira í þessum málum við eigum að gera það. Lausnin felst ekki bara í því að styrkja okkar grunnkerfi, við þurfum líka að bæta við fjölbreyttari leiðum fyrir fólk til að takast á við vandann, vinna að forvörnum og snemmtækum lausnum og stórauka þannig aðgang ungs fólks og fjölskylda þeirra að fá hjálp, á sínum forsendum og á réttum tíma. Á Íslandi erum við ótrúlega rík af hugsjónafólki sem stofnað hefur félagasamtök til að vinna að málefnum fólks sem þarf aðstoð og er ég ein af þeim, enda stofnaði ég Bergið með góðu fólki. Einnig má nefna SÁÁ, Stígamót, Pieta, Sorgarmiðstöðina, Kvennaathvarfið, Bjarkahlíð, Rauði Krossinn, Rótina. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning. Þau urðu öll til út af götum í kerfunum okkar og hafa komið til móts við þarfir fólks með sveigjanlegri og oft nýstárlegri hætti en kerfin okkar hafa getað. Öll þessi samtök eiga það líka sameiginlegt að vera í sífelldri baráttu um takmarkað fjármagn þar sem ekki er fyrirsjáanleiki um peninga næsta árs. Þar sem gott tengslanet er meira virði en fagmennska til að lifa af. Það má ekki vera þannig. Við þurfum að taka ábyrgð á þessum málum, setja inn meira fjármagn, styðja grunnkerfin okkar en einnig styðja við fjölbreyttar leiðir sem koma til móts við fólk í vanda. En fyrst og fremst þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að taka ábyrgð á öllu okkar fólki. Hætta að henda því til og frá í flóknu kerfi, setja manneskjuna í miðjuna og láta kerfið vinna fyrir okkur. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem skilur vandamálið, sem skilur hvað þarf að gera til að leysa það og hefur getuna til að framkvæma. Fólk sem er tilbúið að axla ábyrgðina og gefast ekki upp fyrir verkefninu. Samfylkingin er afl sem mun geta sameinað nýja ríkisstjórn um þetta verkefni. Unga fólkið okkar er framtíðin, þau eru svo framsýn og flott og hafa svo mikla getu. En þau eru líka að biðja okkur um að við styðjum betur við þau svo þau geti lifað af í flóknum heimi og að við skilum til þeirra góðu samfélagi þar sem allir fá að blómstra. Höfundur situr í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Á okkur dynja fréttir af slakri stöðu ungmenna í íslensku samfélagi, fréttir af ótímabærum dauða, ofbeldi, aukinni vanlíðan, minni hamingju og ráðaleysi í kerfunum okkar. Á síðasta ári létust samtals 25 manns undir 30 ára vofeiflega, þar af 15 vegna lyfjatengdra andláta (ofskömmtunar) og 10 vegna sjálfsvíga. Þetta þýðir að meira en 2 jarðarfarir voru í hverjum mánuði hjá ungu fólki sem varla var byrjað að lifa lífinu, fólk sem hefði átt að vera hér með okkur, eignast fjölskyldur og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í kringum hvert þetta andlát eru um 100 manns, foreldrar, systkini, börn, makar og aðrir ástvinir sem sitja eftir í sárum. Þannig má segja að um 2.500 manns á Íslandi bara á síðast ári hafi orðið fyrir beinum áhrifum af andláti ungrar manneskju í blóma lífsins. Það sem ekki fylgir sögunni er hversu mikil gáruáhrif slíkt andlát hefur um allt samfélagið og hversu ótrúlega dýrt hvert andlát er, ekki bara í sorg og mannlegri þjáningu heldur í beinhörðum peningum. Ég finn til í kjarnanum í hvert sinn sem ég heyri fréttir af ótímabæru andláti ungrar manneskju, því ég hef sjálf upplifað að missa barn með þessum hætti. Í hvert sinn hugsa ég til fjölskyldu og vina og sársaukans sem þau upplifa að fá fréttirnar. Í hvert sinn bölva ég hraustlega og hugsa að það mátti koma í veg fyrir þessa þjáningu. Við ekki bara getum gert eitthvað meira í þessum málum við eigum að gera það. Lausnin felst ekki bara í því að styrkja okkar grunnkerfi, við þurfum líka að bæta við fjölbreyttari leiðum fyrir fólk til að takast á við vandann, vinna að forvörnum og snemmtækum lausnum og stórauka þannig aðgang ungs fólks og fjölskylda þeirra að fá hjálp, á sínum forsendum og á réttum tíma. Á Íslandi erum við ótrúlega rík af hugsjónafólki sem stofnað hefur félagasamtök til að vinna að málefnum fólks sem þarf aðstoð og er ég ein af þeim, enda stofnaði ég Bergið með góðu fólki. Einnig má nefna SÁÁ, Stígamót, Pieta, Sorgarmiðstöðina, Kvennaathvarfið, Bjarkahlíð, Rauði Krossinn, Rótina. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning. Þau urðu öll til út af götum í kerfunum okkar og hafa komið til móts við þarfir fólks með sveigjanlegri og oft nýstárlegri hætti en kerfin okkar hafa getað. Öll þessi samtök eiga það líka sameiginlegt að vera í sífelldri baráttu um takmarkað fjármagn þar sem ekki er fyrirsjáanleiki um peninga næsta árs. Þar sem gott tengslanet er meira virði en fagmennska til að lifa af. Það má ekki vera þannig. Við þurfum að taka ábyrgð á þessum málum, setja inn meira fjármagn, styðja grunnkerfin okkar en einnig styðja við fjölbreyttar leiðir sem koma til móts við fólk í vanda. En fyrst og fremst þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að taka ábyrgð á öllu okkar fólki. Hætta að henda því til og frá í flóknu kerfi, setja manneskjuna í miðjuna og láta kerfið vinna fyrir okkur. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem skilur vandamálið, sem skilur hvað þarf að gera til að leysa það og hefur getuna til að framkvæma. Fólk sem er tilbúið að axla ábyrgðina og gefast ekki upp fyrir verkefninu. Samfylkingin er afl sem mun geta sameinað nýja ríkisstjórn um þetta verkefni. Unga fólkið okkar er framtíðin, þau eru svo framsýn og flott og hafa svo mikla getu. En þau eru líka að biðja okkur um að við styðjum betur við þau svo þau geti lifað af í flóknum heimi og að við skilum til þeirra góðu samfélagi þar sem allir fá að blómstra. Höfundur situr í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun