Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar 9. nóvember 2024 08:02 Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og er mikið áhyggjuefni. Mikil gagnrýni hefur verið á þá aðstoð og þjónustu sem er í boði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Mikið hefur verið lagt í úrræði sem þeim stendur til boða en því miður virðast þau ekki duga, enda vandamálin flókin og börn og unglingar þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ástand sem blasir við okkur í dag. Áföll og erfið reynsla í æsku Börn á Íslandi, eins og annars staðar í heiminum, upplifa alls kyns ofbeldi, vanrækslu og aðra erfiða reynslu eins og skilnað foreldra, fólksflutninga, einelti, fordóma, útilokun og svo framvegis. Rannsóknir sýna fram á að áföll og erfið reynsla í æsku (svokölluð ACE-rannsókn - Adverse Childhood Experiences) geti haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu á fullorðinsárum. Rannsóknir sýna einnig að slík reynsla eykur líkur á áhættu- og ofbeldishegðun á unglingsárunum. Á Íslandi sinnir Barnahús málefnum barna ef grunur er um ofbeldi. Hins vegar eru fjölmörg börn og unglingar á Íslandi sem hafa upplifað erfiða reynslu sem fara undir radarinn og eiga það til að týnast. Aðrir þættir Fyrir utan erfiða reynslu í æsku eru fjölmargir þættir sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Sum börn og unglingar sem glíma við námsörðugleika, málþroskaröskun, einhverfurófsröskun og svo framvegis bíða mjög lengi eftir því að fara í greiningu og fá þá sérhæfðu þjónustu sem þau þurfa á að halda. Þessi börn og fjölskyldur þeirra mæta mörgum hindrunum í félags- og skólakerfinu. Slæmur árangur í skóla getur haft áhrif á sjálfsmynd barna og traust á eigin getu til að ná árangri í framtíðinni. Auka þjónustu í þágu barna og ungmenna Ef við ráðumst að rót vandans getum við komið í veg fyrir þróun áhættu- og ofbeldishegðunar barna og unglinga með því að bjóða börnum nauðsynlega þjónustu snemma á lífsleiðinni. Það er ekki í lagi að einn sálfræðingur hjá sveitarfélagi skipti tíma sínum á milli fjögurra skóla og að sálfræðiþjónusta sé of dýr fyrir flestar fjölskyldur. Það er ekki sanngjarnt að börn og unglingar með geð- og þroskavanda þurfi að bíða í marga mánuði eftir að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna. Það er ekki í lagi að barn þurfi að bíða í tvö ár eftir því að fara til talmeinafræðings. Það er ekki eðlilegt að foreldrar sem eiga börn með hegðunarvanda fái ekki stuðning frá atferlisfræðingum eða uppeldisfræðingum áður en vandamálin verða of flókin. Börn og fjölskyldur ættu ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Þessi þjónusta á að vera öllum börnum til boða snemma á lífsleiðinni. Sameinumst um að laga þessi mál. Hinn raunverulegi kostnaður Ef við viljum koma í veg fyrir ofbeldi í samfélagi okkar og stuðla að lýðheilsu allra þurfum við að fjárfesta í geðheilsu barna. Áföll og erfið reynsla í æsku geta valdið gífurlegum kostnaði í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu í formi þjónustu við þessa einstaklinga síðar á fullorðinsárunum. Rannsóknir sýna fram að slík reynsla eykur líkur á líkamlegum sjúkdómum á fullorðinsaldri ekki síður en geðrænum. Ef við þurfum að líta á vandann út frá peningalegu sjónarmiði er staðreyndin einfaldlega þessi, að fjárfesting í börnum gefur bestu ávöxtunina til lengri tíma litið. Höfundur er doktor í sálfræði, skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Börn og uppeldi Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og er mikið áhyggjuefni. Mikil gagnrýni hefur verið á þá aðstoð og þjónustu sem er í boði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Mikið hefur verið lagt í úrræði sem þeim stendur til boða en því miður virðast þau ekki duga, enda vandamálin flókin og börn og unglingar þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ástand sem blasir við okkur í dag. Áföll og erfið reynsla í æsku Börn á Íslandi, eins og annars staðar í heiminum, upplifa alls kyns ofbeldi, vanrækslu og aðra erfiða reynslu eins og skilnað foreldra, fólksflutninga, einelti, fordóma, útilokun og svo framvegis. Rannsóknir sýna fram á að áföll og erfið reynsla í æsku (svokölluð ACE-rannsókn - Adverse Childhood Experiences) geti haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu á fullorðinsárum. Rannsóknir sýna einnig að slík reynsla eykur líkur á áhættu- og ofbeldishegðun á unglingsárunum. Á Íslandi sinnir Barnahús málefnum barna ef grunur er um ofbeldi. Hins vegar eru fjölmörg börn og unglingar á Íslandi sem hafa upplifað erfiða reynslu sem fara undir radarinn og eiga það til að týnast. Aðrir þættir Fyrir utan erfiða reynslu í æsku eru fjölmargir þættir sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Sum börn og unglingar sem glíma við námsörðugleika, málþroskaröskun, einhverfurófsröskun og svo framvegis bíða mjög lengi eftir því að fara í greiningu og fá þá sérhæfðu þjónustu sem þau þurfa á að halda. Þessi börn og fjölskyldur þeirra mæta mörgum hindrunum í félags- og skólakerfinu. Slæmur árangur í skóla getur haft áhrif á sjálfsmynd barna og traust á eigin getu til að ná árangri í framtíðinni. Auka þjónustu í þágu barna og ungmenna Ef við ráðumst að rót vandans getum við komið í veg fyrir þróun áhættu- og ofbeldishegðunar barna og unglinga með því að bjóða börnum nauðsynlega þjónustu snemma á lífsleiðinni. Það er ekki í lagi að einn sálfræðingur hjá sveitarfélagi skipti tíma sínum á milli fjögurra skóla og að sálfræðiþjónusta sé of dýr fyrir flestar fjölskyldur. Það er ekki sanngjarnt að börn og unglingar með geð- og þroskavanda þurfi að bíða í marga mánuði eftir að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna. Það er ekki í lagi að barn þurfi að bíða í tvö ár eftir því að fara til talmeinafræðings. Það er ekki eðlilegt að foreldrar sem eiga börn með hegðunarvanda fái ekki stuðning frá atferlisfræðingum eða uppeldisfræðingum áður en vandamálin verða of flókin. Börn og fjölskyldur ættu ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Þessi þjónusta á að vera öllum börnum til boða snemma á lífsleiðinni. Sameinumst um að laga þessi mál. Hinn raunverulegi kostnaður Ef við viljum koma í veg fyrir ofbeldi í samfélagi okkar og stuðla að lýðheilsu allra þurfum við að fjárfesta í geðheilsu barna. Áföll og erfið reynsla í æsku geta valdið gífurlegum kostnaði í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu í formi þjónustu við þessa einstaklinga síðar á fullorðinsárunum. Rannsóknir sýna fram að slík reynsla eykur líkur á líkamlegum sjúkdómum á fullorðinsaldri ekki síður en geðrænum. Ef við þurfum að líta á vandann út frá peningalegu sjónarmiði er staðreyndin einfaldlega þessi, að fjárfesting í börnum gefur bestu ávöxtunina til lengri tíma litið. Höfundur er doktor í sálfræði, skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun