Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 16:02 Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra. Svona var atburðarásin Fyrir fund byggðarráðs 30. október óskaði ég, sem lýðræðislega kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og áheyrnarfulltrúi í byggðaráði, eftir upplýsingum um þá ákvörðun að halda leikskólanum opnum með þeim hætti að það bryti gegn verkfallinu. Þegar átti að taka málið fyrir kom upp ágreiningur um hæfi mitt til að sitja fundinn. Hvort ég ætti að víkja af fundinum þar sem ég starfa sem kennari og gegni formennsku hjá Kennarasambandi Norðurlands vestra. Hvorki lögfræðingur Kennarasambands Íslands né lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga töldu mig vanhæfa þar sem ég hef enga aðkomu að verkfalli leikskólakennara, hvorki sem félagsmaður né sem fulltrúi í samninganefndum. Kennarasamtök Norðurlands vestra eru félagasamtök en ekki stéttarfélag og hafa enga aðkomu að verkfallsboðunum. Vanhæf vegna menntunar Byggðarráð ákvað að kjósa um það sem var kallað vanhæfi mitt sem kjörins fulltrúa, í máli sem varðaði aðeins upplýsingagjöf og enga stjórnvaldsákvörðun. Var mér gert að víkja af fundi á meðan byggðaráð tók góðan tíma í ákvörðun sína. Að lokum mat byggðarráð mig vanhæfa til að sitja fundinn og vísaði mér af fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Ég lagði fram bókun áður en varamaður minn tók sæti undir þessum lið þar sem meðal annars kom fram: „Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku ákvörðun um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli stendur og hvaða röksemdir lágu að baki þeim ákvörðunum nú í verkfalli Félags leikskólakennara. Byggðarráð telur mig vanhæfa til að fá þessar upplýsingar á þeim forsendum að ég sé aðili máls með því að vera formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem eru félagasamtök en ekki stéttarfélag.“ Samkvæmt fundargerð byggðaráðs kom svo ekki neitt fram á fundinum um það með hvaða hætti það kom til að sveitarfélagið ákvað að brjóta gegn löglegu verkfalli. Þær upplýsingar virðast ekki þola dagsljósið. Á sér ekki stoð í lögum Samkvæmt lögfræðiáliti Sambands íslenskra sveitarfélaga var ég ekki vanhæf til að sitja fundinn. Það er beinlínis ólýðræðislegt að útiloka kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn frá því að taka þátt í umræðum um ákvarðanir sveitarfélagsins, svo sem hann er kjörinn til. Þurfa kennarar að berjast fyrir öllu? Það er í sjálfu sér alvarlegt þegar sveitarfélag fer fram með þeim hætti að brotið er gegn löglega boðuðu verkfalli. Það er líka alvarlegt þegar kjörnum fulltrúa er meinað að ræða þá ákvörðun, spyrja um hana spurninga og fá um hana upplýsingar, fyrir það eitt að starfa sem kennari. Það er brýnt að fá úr því skorið hvort þetta hafi allt saman verið eðlileg, skagfirsk stjórnsýsla og því hefur málið verið sent í kæruferli til til innviðaráðuneytisins. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skagafjörður Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra. Svona var atburðarásin Fyrir fund byggðarráðs 30. október óskaði ég, sem lýðræðislega kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og áheyrnarfulltrúi í byggðaráði, eftir upplýsingum um þá ákvörðun að halda leikskólanum opnum með þeim hætti að það bryti gegn verkfallinu. Þegar átti að taka málið fyrir kom upp ágreiningur um hæfi mitt til að sitja fundinn. Hvort ég ætti að víkja af fundinum þar sem ég starfa sem kennari og gegni formennsku hjá Kennarasambandi Norðurlands vestra. Hvorki lögfræðingur Kennarasambands Íslands né lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga töldu mig vanhæfa þar sem ég hef enga aðkomu að verkfalli leikskólakennara, hvorki sem félagsmaður né sem fulltrúi í samninganefndum. Kennarasamtök Norðurlands vestra eru félagasamtök en ekki stéttarfélag og hafa enga aðkomu að verkfallsboðunum. Vanhæf vegna menntunar Byggðarráð ákvað að kjósa um það sem var kallað vanhæfi mitt sem kjörins fulltrúa, í máli sem varðaði aðeins upplýsingagjöf og enga stjórnvaldsákvörðun. Var mér gert að víkja af fundi á meðan byggðaráð tók góðan tíma í ákvörðun sína. Að lokum mat byggðarráð mig vanhæfa til að sitja fundinn og vísaði mér af fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Ég lagði fram bókun áður en varamaður minn tók sæti undir þessum lið þar sem meðal annars kom fram: „Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku ákvörðun um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli stendur og hvaða röksemdir lágu að baki þeim ákvörðunum nú í verkfalli Félags leikskólakennara. Byggðarráð telur mig vanhæfa til að fá þessar upplýsingar á þeim forsendum að ég sé aðili máls með því að vera formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem eru félagasamtök en ekki stéttarfélag.“ Samkvæmt fundargerð byggðaráðs kom svo ekki neitt fram á fundinum um það með hvaða hætti það kom til að sveitarfélagið ákvað að brjóta gegn löglegu verkfalli. Þær upplýsingar virðast ekki þola dagsljósið. Á sér ekki stoð í lögum Samkvæmt lögfræðiáliti Sambands íslenskra sveitarfélaga var ég ekki vanhæf til að sitja fundinn. Það er beinlínis ólýðræðislegt að útiloka kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn frá því að taka þátt í umræðum um ákvarðanir sveitarfélagsins, svo sem hann er kjörinn til. Þurfa kennarar að berjast fyrir öllu? Það er í sjálfu sér alvarlegt þegar sveitarfélag fer fram með þeim hætti að brotið er gegn löglega boðuðu verkfalli. Það er líka alvarlegt þegar kjörnum fulltrúa er meinað að ræða þá ákvörðun, spyrja um hana spurninga og fá um hana upplýsingar, fyrir það eitt að starfa sem kennari. Það er brýnt að fá úr því skorið hvort þetta hafi allt saman verið eðlileg, skagfirsk stjórnsýsla og því hefur málið verið sent í kæruferli til til innviðaráðuneytisins. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og kennari
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun