Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar 7. nóvember 2024 15:16 Íslenska menntakerfið er í miðri krísu þar sem núverandi verkfall kennara endurspeglar dýpri vanda sem snýr ekki einungis að launakjörum heldur að heildarsýn menntakerfisins. Kennarar krefjast réttlátra launa sem endurspegla gildi þeirra í samfélaginu – því hver myndi vilja gefa sig alla fyrir starf sem launar ekki samkvæmt kröfum nútímans? Ekki nóg með það, kennarar þurfa einnig að eiga gott samstarf við skólakerfið, sem sjálft þarf að þróast í takt við þarfir þjóðarinnar. Vandamálið liggur djúpt, en lykillinn að lausninni gæti verið að endurhugsa forgangsröðunina innan menntakerfisins og beina fjármagni sérstaklega að þeim greinum sem íslenskt samfélag hefur raunverulega þörf fyrir. Sem stundakennari við Háskóla Reykjavíkur hef ég fengið tækifæri til að sjá þessar áskoranir úr innsta hring og upplifað hversu mikil þörf er fyrir breytingar og tek því undir áherslur Miðflokksins að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því að efla nám í tæknigreinum og iðnnámi, þar sem mikilvæg kunnátta í efnahagslegri uppbyggingu landsins þroskast. Hugmyndin er ekki flókin – ef þjóðin hefur á stefnuskránni að verða leiðandi í tæknigreinum, þarf að fjármagna þá menntun sem færir okkur þangað. Við verðum að endurskipuleggja fjárveitingar, tryggja stuðning og aukna aðsókn að þessum greinum með samstarfi fyrirtækja og skóla. En ekki má gleyma grunninum, hundruðir drengja ná ekki góðu læsi við lok grunnskóla, og aðeins þriðjungur þeirra sem stunda háskólanám eru karlmenn. Þetta er áfall fyrir samfélagið og bendir til þess að kerfið henti ekki öllum. Lausn Miðflokksins felst í að skapa rými fyrir fjölbreyttari nálgun, þar sem menntun tekur mið af þörfum allra nemenda. Með því að endurspegla mismunandi þarfir, frá drengjum sem þurfa aðstoð við læsi til nemenda í iðnnámi, væri hægt að koma til móts við alla hópa og skapa þannig fjölbreyttari og sterkari atvinnulíf. Verkfall kennara ætti því að vera kveikjan að róttækum breytingum. Lausnin er ekki bara að hækka laun kennara, heldur að byggja upp menntakerfi sem er sveigjanlegt, verðmætt og virkilega mikilvægt fyrir þjóðina. Með því að beina fjármagni inn í þá menntun sem hefur mesta raunverulegu þýðingu, tryggja sanngjörn launakjör kennara og skapa vettvang þar sem menntun og atvinnulíf eru í nánu samstarfi, getum við þróað skólakerfi sem nýtist samfélaginu í heild sinni. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur, stundakennari við Háskóla Reykjavíkur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Íslenska menntakerfið er í miðri krísu þar sem núverandi verkfall kennara endurspeglar dýpri vanda sem snýr ekki einungis að launakjörum heldur að heildarsýn menntakerfisins. Kennarar krefjast réttlátra launa sem endurspegla gildi þeirra í samfélaginu – því hver myndi vilja gefa sig alla fyrir starf sem launar ekki samkvæmt kröfum nútímans? Ekki nóg með það, kennarar þurfa einnig að eiga gott samstarf við skólakerfið, sem sjálft þarf að þróast í takt við þarfir þjóðarinnar. Vandamálið liggur djúpt, en lykillinn að lausninni gæti verið að endurhugsa forgangsröðunina innan menntakerfisins og beina fjármagni sérstaklega að þeim greinum sem íslenskt samfélag hefur raunverulega þörf fyrir. Sem stundakennari við Háskóla Reykjavíkur hef ég fengið tækifæri til að sjá þessar áskoranir úr innsta hring og upplifað hversu mikil þörf er fyrir breytingar og tek því undir áherslur Miðflokksins að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því að efla nám í tæknigreinum og iðnnámi, þar sem mikilvæg kunnátta í efnahagslegri uppbyggingu landsins þroskast. Hugmyndin er ekki flókin – ef þjóðin hefur á stefnuskránni að verða leiðandi í tæknigreinum, þarf að fjármagna þá menntun sem færir okkur þangað. Við verðum að endurskipuleggja fjárveitingar, tryggja stuðning og aukna aðsókn að þessum greinum með samstarfi fyrirtækja og skóla. En ekki má gleyma grunninum, hundruðir drengja ná ekki góðu læsi við lok grunnskóla, og aðeins þriðjungur þeirra sem stunda háskólanám eru karlmenn. Þetta er áfall fyrir samfélagið og bendir til þess að kerfið henti ekki öllum. Lausn Miðflokksins felst í að skapa rými fyrir fjölbreyttari nálgun, þar sem menntun tekur mið af þörfum allra nemenda. Með því að endurspegla mismunandi þarfir, frá drengjum sem þurfa aðstoð við læsi til nemenda í iðnnámi, væri hægt að koma til móts við alla hópa og skapa þannig fjölbreyttari og sterkari atvinnulíf. Verkfall kennara ætti því að vera kveikjan að róttækum breytingum. Lausnin er ekki bara að hækka laun kennara, heldur að byggja upp menntakerfi sem er sveigjanlegt, verðmætt og virkilega mikilvægt fyrir þjóðina. Með því að beina fjármagni inn í þá menntun sem hefur mesta raunverulegu þýðingu, tryggja sanngjörn launakjör kennara og skapa vettvang þar sem menntun og atvinnulíf eru í nánu samstarfi, getum við þróað skólakerfi sem nýtist samfélaginu í heild sinni. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur, stundakennari við Háskóla Reykjavíkur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar