Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar 7. nóvember 2024 15:16 Íslenska menntakerfið er í miðri krísu þar sem núverandi verkfall kennara endurspeglar dýpri vanda sem snýr ekki einungis að launakjörum heldur að heildarsýn menntakerfisins. Kennarar krefjast réttlátra launa sem endurspegla gildi þeirra í samfélaginu – því hver myndi vilja gefa sig alla fyrir starf sem launar ekki samkvæmt kröfum nútímans? Ekki nóg með það, kennarar þurfa einnig að eiga gott samstarf við skólakerfið, sem sjálft þarf að þróast í takt við þarfir þjóðarinnar. Vandamálið liggur djúpt, en lykillinn að lausninni gæti verið að endurhugsa forgangsröðunina innan menntakerfisins og beina fjármagni sérstaklega að þeim greinum sem íslenskt samfélag hefur raunverulega þörf fyrir. Sem stundakennari við Háskóla Reykjavíkur hef ég fengið tækifæri til að sjá þessar áskoranir úr innsta hring og upplifað hversu mikil þörf er fyrir breytingar og tek því undir áherslur Miðflokksins að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því að efla nám í tæknigreinum og iðnnámi, þar sem mikilvæg kunnátta í efnahagslegri uppbyggingu landsins þroskast. Hugmyndin er ekki flókin – ef þjóðin hefur á stefnuskránni að verða leiðandi í tæknigreinum, þarf að fjármagna þá menntun sem færir okkur þangað. Við verðum að endurskipuleggja fjárveitingar, tryggja stuðning og aukna aðsókn að þessum greinum með samstarfi fyrirtækja og skóla. En ekki má gleyma grunninum, hundruðir drengja ná ekki góðu læsi við lok grunnskóla, og aðeins þriðjungur þeirra sem stunda háskólanám eru karlmenn. Þetta er áfall fyrir samfélagið og bendir til þess að kerfið henti ekki öllum. Lausn Miðflokksins felst í að skapa rými fyrir fjölbreyttari nálgun, þar sem menntun tekur mið af þörfum allra nemenda. Með því að endurspegla mismunandi þarfir, frá drengjum sem þurfa aðstoð við læsi til nemenda í iðnnámi, væri hægt að koma til móts við alla hópa og skapa þannig fjölbreyttari og sterkari atvinnulíf. Verkfall kennara ætti því að vera kveikjan að róttækum breytingum. Lausnin er ekki bara að hækka laun kennara, heldur að byggja upp menntakerfi sem er sveigjanlegt, verðmætt og virkilega mikilvægt fyrir þjóðina. Með því að beina fjármagni inn í þá menntun sem hefur mesta raunverulegu þýðingu, tryggja sanngjörn launakjör kennara og skapa vettvang þar sem menntun og atvinnulíf eru í nánu samstarfi, getum við þróað skólakerfi sem nýtist samfélaginu í heild sinni. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur, stundakennari við Háskóla Reykjavíkur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Íslenska menntakerfið er í miðri krísu þar sem núverandi verkfall kennara endurspeglar dýpri vanda sem snýr ekki einungis að launakjörum heldur að heildarsýn menntakerfisins. Kennarar krefjast réttlátra launa sem endurspegla gildi þeirra í samfélaginu – því hver myndi vilja gefa sig alla fyrir starf sem launar ekki samkvæmt kröfum nútímans? Ekki nóg með það, kennarar þurfa einnig að eiga gott samstarf við skólakerfið, sem sjálft þarf að þróast í takt við þarfir þjóðarinnar. Vandamálið liggur djúpt, en lykillinn að lausninni gæti verið að endurhugsa forgangsröðunina innan menntakerfisins og beina fjármagni sérstaklega að þeim greinum sem íslenskt samfélag hefur raunverulega þörf fyrir. Sem stundakennari við Háskóla Reykjavíkur hef ég fengið tækifæri til að sjá þessar áskoranir úr innsta hring og upplifað hversu mikil þörf er fyrir breytingar og tek því undir áherslur Miðflokksins að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því að efla nám í tæknigreinum og iðnnámi, þar sem mikilvæg kunnátta í efnahagslegri uppbyggingu landsins þroskast. Hugmyndin er ekki flókin – ef þjóðin hefur á stefnuskránni að verða leiðandi í tæknigreinum, þarf að fjármagna þá menntun sem færir okkur þangað. Við verðum að endurskipuleggja fjárveitingar, tryggja stuðning og aukna aðsókn að þessum greinum með samstarfi fyrirtækja og skóla. En ekki má gleyma grunninum, hundruðir drengja ná ekki góðu læsi við lok grunnskóla, og aðeins þriðjungur þeirra sem stunda háskólanám eru karlmenn. Þetta er áfall fyrir samfélagið og bendir til þess að kerfið henti ekki öllum. Lausn Miðflokksins felst í að skapa rými fyrir fjölbreyttari nálgun, þar sem menntun tekur mið af þörfum allra nemenda. Með því að endurspegla mismunandi þarfir, frá drengjum sem þurfa aðstoð við læsi til nemenda í iðnnámi, væri hægt að koma til móts við alla hópa og skapa þannig fjölbreyttari og sterkari atvinnulíf. Verkfall kennara ætti því að vera kveikjan að róttækum breytingum. Lausnin er ekki bara að hækka laun kennara, heldur að byggja upp menntakerfi sem er sveigjanlegt, verðmætt og virkilega mikilvægt fyrir þjóðina. Með því að beina fjármagni inn í þá menntun sem hefur mesta raunverulegu þýðingu, tryggja sanngjörn launakjör kennara og skapa vettvang þar sem menntun og atvinnulíf eru í nánu samstarfi, getum við þróað skólakerfi sem nýtist samfélaginu í heild sinni. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur, stundakennari við Háskóla Reykjavíkur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun