Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar 7. nóvember 2024 13:00 Samfylkingin er með plan Það er sama hvar maður kemur að tali við kjósendur um hvaða mál liggja þeim á hjarta í komandi kosningum. Öll nefna húsnæðismál, efnahagsmál og heilbrigðismál. Það er samhljóma þeim samtölum sem Samfylkingin hefur átt við fólkið í landinu á liðnum tveimur árum. Flokkurinn hefur farið í mikla málefnavinnu, í samráði við almenning, fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri. Plan Samfylkingar fyrir komandi tvö kjörtímabil er kynnt í þremur útspilum Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir þar sem vilji til framkvæmda er rauður þráður. Útspilin endurspegla grunnhugmynd flokksins um að stöðugleiki, kröftug verðmætasköpun, öguð ríkisfjármál og skynsamleg tekjuöflun, verði grunnur að sterkri velferð og greiðslu á innviðaskuldum sem hafa fengið að safnast upp allt of lengi. Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Því var nýlega haldið fram að Samfylkingin ætli að hækka skatta um ákveðna upphæð á mann. Það er ekki rétt. Það er alls ekki þannig að Samfylkingin ætli að dreifa skattheimtu á fólkið í landinu. Við ætlum að vinna fyrir því sem þarf til að ráðast í uppbyggingu á innviðum og velferðarkerfi með skynsamlegum hætti. Í fyrsta lagi með tiltekt í rekstri ríkisins, í öðru lagi með sanngjarnri tekjuöflun og í þriðja lagi með vitneskju um það að sumar fjárfestingar í innviðum munu skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Öll plön Samfylkingar miðast við að vinna jafnt og þétt í málum yfir tvö kjörtímabil en hingað til hefur skort á slíka langtímasýn í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hyggst ekki taka neinar kollsteypur í íslensku þjóðfélagi, heldur leggur áherslu á að setja raunhæf markmið og taka örugg skref í átt að betra samfélagi. Hvað varðar tekjuöflun ríkisins er ætlunin að setja á almennt og hóflegt auðlindagjald og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem er jú sanngirnismál. Eina skattahækkunin sem Samfylkingin hefur talað fyrir er hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22% í 25%, en með samhliða hækkun á frítekjumörkum fjármagnstekna. Hvergi er að finna áform um skattlagningu almenns launafólks með hækkun á tekjuskatti. Svikin loforð Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna verulega á undanförnum árum, því höfum við öll fundið fyrir. Með verðbólgu, vöxtum og húsnæðisverði. Vextir heimilanna af húsnæðislánum voru 40 milljörðum hærri árið 2023 miðað við 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur á mánuði eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 í 70 milljónir króna. Um leið hefur matarkarfan hækkað svo um munar, eða um 400 þúsund krónur á ári fyrir fjölskyldu sem varði 125 þúsundum króna í mat á mánuði árið 2021. Þá hefur skattbyrði venjulegs vinnandi fólks hækkað jafnt og þétt í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands, undantekning er reyndar tekjuhæsta tíundin þar sem skattar hafa lækkað hlutfallslega. Þetta er ekki eins og lofað var þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði lágum vöxtum og lægri sköttum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá er hvergi að sjá þess merki um hver plön Sjálfstæðisflokksins eru að þessu sinni. Samfylkingin lækkar kostnað heimilanna Kæru kjósendur. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna með þeim aðgerðum sem að ofan voru nefndar, fáum við til þess umboð í kosningum. Það væri rangt að hækka skatta á vinnandi fólk eftir allar þær álögur sem fráfarandi ríkisstjórn hefur lagt á almenning. Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar. Það er hægt að gera betur. Þann 30. nóvember fær þjóðin tækifæri til að kjósa nýtt upphaf undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hagfræðings og formanns Samfylkingarinnar en henni er hægt að treysta fyrir ábyrgri hagstórn. Nýtum það tækifæri samfélaginu til heilla. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er með plan Það er sama hvar maður kemur að tali við kjósendur um hvaða mál liggja þeim á hjarta í komandi kosningum. Öll nefna húsnæðismál, efnahagsmál og heilbrigðismál. Það er samhljóma þeim samtölum sem Samfylkingin hefur átt við fólkið í landinu á liðnum tveimur árum. Flokkurinn hefur farið í mikla málefnavinnu, í samráði við almenning, fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri. Plan Samfylkingar fyrir komandi tvö kjörtímabil er kynnt í þremur útspilum Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir þar sem vilji til framkvæmda er rauður þráður. Útspilin endurspegla grunnhugmynd flokksins um að stöðugleiki, kröftug verðmætasköpun, öguð ríkisfjármál og skynsamleg tekjuöflun, verði grunnur að sterkri velferð og greiðslu á innviðaskuldum sem hafa fengið að safnast upp allt of lengi. Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Því var nýlega haldið fram að Samfylkingin ætli að hækka skatta um ákveðna upphæð á mann. Það er ekki rétt. Það er alls ekki þannig að Samfylkingin ætli að dreifa skattheimtu á fólkið í landinu. Við ætlum að vinna fyrir því sem þarf til að ráðast í uppbyggingu á innviðum og velferðarkerfi með skynsamlegum hætti. Í fyrsta lagi með tiltekt í rekstri ríkisins, í öðru lagi með sanngjarnri tekjuöflun og í þriðja lagi með vitneskju um það að sumar fjárfestingar í innviðum munu skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Öll plön Samfylkingar miðast við að vinna jafnt og þétt í málum yfir tvö kjörtímabil en hingað til hefur skort á slíka langtímasýn í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hyggst ekki taka neinar kollsteypur í íslensku þjóðfélagi, heldur leggur áherslu á að setja raunhæf markmið og taka örugg skref í átt að betra samfélagi. Hvað varðar tekjuöflun ríkisins er ætlunin að setja á almennt og hóflegt auðlindagjald og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem er jú sanngirnismál. Eina skattahækkunin sem Samfylkingin hefur talað fyrir er hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22% í 25%, en með samhliða hækkun á frítekjumörkum fjármagnstekna. Hvergi er að finna áform um skattlagningu almenns launafólks með hækkun á tekjuskatti. Svikin loforð Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna verulega á undanförnum árum, því höfum við öll fundið fyrir. Með verðbólgu, vöxtum og húsnæðisverði. Vextir heimilanna af húsnæðislánum voru 40 milljörðum hærri árið 2023 miðað við 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur á mánuði eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 í 70 milljónir króna. Um leið hefur matarkarfan hækkað svo um munar, eða um 400 þúsund krónur á ári fyrir fjölskyldu sem varði 125 þúsundum króna í mat á mánuði árið 2021. Þá hefur skattbyrði venjulegs vinnandi fólks hækkað jafnt og þétt í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands, undantekning er reyndar tekjuhæsta tíundin þar sem skattar hafa lækkað hlutfallslega. Þetta er ekki eins og lofað var þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði lágum vöxtum og lægri sköttum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá er hvergi að sjá þess merki um hver plön Sjálfstæðisflokksins eru að þessu sinni. Samfylkingin lækkar kostnað heimilanna Kæru kjósendur. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna með þeim aðgerðum sem að ofan voru nefndar, fáum við til þess umboð í kosningum. Það væri rangt að hækka skatta á vinnandi fólk eftir allar þær álögur sem fráfarandi ríkisstjórn hefur lagt á almenning. Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar. Það er hægt að gera betur. Þann 30. nóvember fær þjóðin tækifæri til að kjósa nýtt upphaf undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hagfræðings og formanns Samfylkingarinnar en henni er hægt að treysta fyrir ábyrgri hagstórn. Nýtum það tækifæri samfélaginu til heilla. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar