Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Ég átti einu sinni ömmu. Sonur minn kallar hana „ömmu mína sem er dáin“ sem hún vissulega er. Hún dó áður en hann fæddist en það er glæsileg mynd af henni á heimili okkar og hún er stundum rædd. Þá segi ég frá minningum mínum um hana - til dæmis að hún var alltaf með bleika mjúka mottu í kringum klósettið og aðra í stíl ofan á klósettsetunni. Baðherbergið hennar var mjög skreytt og greinilegt að hún lagði mikla áherslu á að fegra það sem hægt var, meira að segja Gustavsberg. Hún átti líka alltaf Toffypops kex í búrinu og sagði alltaf já þegar ég bað um kex. Hún keyrði um á eplarauðum settlegum frúarbíl sem var einhvern veginn alltaf nýbónaður og garðurinn hennar var á stærð við fótboltavöll. Sonur minn sér ömmu sína eflaust fyrir sér í lifandi lífi sem einhverskonar hefðarfrú úr sögubók. En sko, þetta er sama amma og bað mig um að tala aldrei við menn með klút á höfðinu þegar ég bjó erlendis. Sama amma og kleip reglulega í síðuna á mér, leit mig hornauga og minnti mig á að konur ættu að passa upp á holdafar sitt. Sama amma og missti manninn sinn af slysförum og fékk ekki hjálp fagaðila til þess að takast á við lífið sem ekkja. Sama amma og hvíslaði að mér á dánarbeðinu að ég þyrfti að lofa henni því að kjósa aldrei neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sama amma og missti son sinn í fæðingu og þurfti að lifa með sorg sinn í þögn því það var ekkert annað í boði en að harka af sér. Sama amma og kallaði manninn minn og síðar barnsföður alltaf vin minn, því hann var ekki af merkilegum ættum og henni fannst ég „geta betur.“ Við sonur minn höfum mjög ólíka sýn á ömmu mína. Hans hugmynd er draumkennd þar sem rignir kexi. Mín hugmynd er raunverulegri. Amma var sú manneskja sem ég leitaði mest til og var minn trúnaðarvinur allt til dauðadags. Það breyttist bara svo margt á meðan hún lifði. Við fæddumst á sömu öld en í allt öðrum heimi. Gildismat hennar og sýn á lífið mótaðist af því hvernig samfélagið var þegar hún var að alast upp. Það ríkti mikill ójöfnuður, Ísland var mjög einangrað land þar sem efnahagsleg stéttaskipting var mikil og frændhygli réð ríkjum. Karlar áttu öll tækifærin, konur áttu að ala börn og hlýða. Lífslíkur voru minni og mikil þöggun ríkti um ofbeldismál. Vöggustofur, barnaheimili og uppeldisheimili voru víða um land, því einhversstaðar þurftu óþekku krakkarnir að vera og helst ekki vera heima hjá sér. Upptalningin að ofan er ekki skrifuð til þess að varpa skugga á líf ömmu. Hún er áminning um að það er verið að kasta ryki í augun á okkur kjósendum þegar talað er um að það sé þörf á því að fá aftur gamla góða Ísland. Það er nefnilega ekki svo að allt gamalt sé gott. Margt gamalt eldist nefnilega illa og er best geymt í fortíðinni. Horfum til framtíðar, krefjumst breytinga á því sem virkar illa og hugsum um Ísland sem land næstu kynslóða, en ekki land ömmu minnar sem er dáin. Höfundur er móðir sem horfir til framtíðar og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti einu sinni ömmu. Sonur minn kallar hana „ömmu mína sem er dáin“ sem hún vissulega er. Hún dó áður en hann fæddist en það er glæsileg mynd af henni á heimili okkar og hún er stundum rædd. Þá segi ég frá minningum mínum um hana - til dæmis að hún var alltaf með bleika mjúka mottu í kringum klósettið og aðra í stíl ofan á klósettsetunni. Baðherbergið hennar var mjög skreytt og greinilegt að hún lagði mikla áherslu á að fegra það sem hægt var, meira að segja Gustavsberg. Hún átti líka alltaf Toffypops kex í búrinu og sagði alltaf já þegar ég bað um kex. Hún keyrði um á eplarauðum settlegum frúarbíl sem var einhvern veginn alltaf nýbónaður og garðurinn hennar var á stærð við fótboltavöll. Sonur minn sér ömmu sína eflaust fyrir sér í lifandi lífi sem einhverskonar hefðarfrú úr sögubók. En sko, þetta er sama amma og bað mig um að tala aldrei við menn með klút á höfðinu þegar ég bjó erlendis. Sama amma og kleip reglulega í síðuna á mér, leit mig hornauga og minnti mig á að konur ættu að passa upp á holdafar sitt. Sama amma og missti manninn sinn af slysförum og fékk ekki hjálp fagaðila til þess að takast á við lífið sem ekkja. Sama amma og hvíslaði að mér á dánarbeðinu að ég þyrfti að lofa henni því að kjósa aldrei neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sama amma og missti son sinn í fæðingu og þurfti að lifa með sorg sinn í þögn því það var ekkert annað í boði en að harka af sér. Sama amma og kallaði manninn minn og síðar barnsföður alltaf vin minn, því hann var ekki af merkilegum ættum og henni fannst ég „geta betur.“ Við sonur minn höfum mjög ólíka sýn á ömmu mína. Hans hugmynd er draumkennd þar sem rignir kexi. Mín hugmynd er raunverulegri. Amma var sú manneskja sem ég leitaði mest til og var minn trúnaðarvinur allt til dauðadags. Það breyttist bara svo margt á meðan hún lifði. Við fæddumst á sömu öld en í allt öðrum heimi. Gildismat hennar og sýn á lífið mótaðist af því hvernig samfélagið var þegar hún var að alast upp. Það ríkti mikill ójöfnuður, Ísland var mjög einangrað land þar sem efnahagsleg stéttaskipting var mikil og frændhygli réð ríkjum. Karlar áttu öll tækifærin, konur áttu að ala börn og hlýða. Lífslíkur voru minni og mikil þöggun ríkti um ofbeldismál. Vöggustofur, barnaheimili og uppeldisheimili voru víða um land, því einhversstaðar þurftu óþekku krakkarnir að vera og helst ekki vera heima hjá sér. Upptalningin að ofan er ekki skrifuð til þess að varpa skugga á líf ömmu. Hún er áminning um að það er verið að kasta ryki í augun á okkur kjósendum þegar talað er um að það sé þörf á því að fá aftur gamla góða Ísland. Það er nefnilega ekki svo að allt gamalt sé gott. Margt gamalt eldist nefnilega illa og er best geymt í fortíðinni. Horfum til framtíðar, krefjumst breytinga á því sem virkar illa og hugsum um Ísland sem land næstu kynslóða, en ekki land ömmu minnar sem er dáin. Höfundur er móðir sem horfir til framtíðar og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun