Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 11:03 Hakan Calhanoglu tryggði Inter sigur á Arsenal. getty/Piero Cruciatti Inter vann Arsenal, Atlético Madrid sigraði Paris Saint-Germain á dramatískan hátt og öskubuskuævintýri Brest hélt áfram. Þetta og margt fleira gerðist í Meistaradeild Evrópu í gær. Öll mörk gærdagsins má sjá í fréttinni. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins þegar Inter tók á móti Arsenal í gær. Markið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Inter hefur ekki enn fengið á sig mark í Meistaradeildinni. Ángel Correa skoraði sigurmark Atlético Madrid gegn PSG þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, 1-2. Warren Zaïre-Emery kom Parísarliðinu yfir en Nahuel Molina jafnaði fyrir Spánverjana. Correa skoraði svo sigurmarkið á elleftu stundu. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann Rauðu stjörnuna, 2-5, í Belgrad. Pólski framherjinn hefur nú skorað 99 mörk í Meistaradeildinni og vantar aðeins eitt mark til að verða sá þriðji til að skora hundrað mörk í keppninni, á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Inigo Martínez, Raphinha og Fermín López skoruðu einnig fyrir Barcelona í gær. Silas Katompa Mvumpa og Felício Milson skoruðu mörk Rauðu stjörnunnar sem hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni. Eftir tvö töp í röð sigraði Bayern München Benfica, 1-0, á heimavelli. Jamal Musiala skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Aston Villa tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Club Brugge, 1-0. Hans Vaneken skoraði markið úr víti í upphafi seinni hálfleiks. Tyrone Mings, varnarmaður Villa, gerði skelfileg mistök í aðdraganda vítisins. Atalanta hélt hreinu í fjórða sinn í jafn mörgum leikjum í Meistaradeildinni er liðið bar sigurorð af Stuttgart, 0-2. Ademola Lookman og Nicolo Zaniolo skoruðu mörk ítalska liðsins. Hinn tvítugi Karim Konaté skoraði tvívegis þegar Red Bull Salzburg vann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, 1-3 gegn Feyenoord. Daouda Guindo skoraði einnig fyrir austurrísku meistarana en Anis Hadj Moussa gerði mark Hollendinganna. Brest heldur áfram að gera frábæra hluti í Meistaradeildinni og vann 1-2 sigur á Sparta Prag á útivelli. Edimilson Fernandes skoraði fyrir Brest og Kasper Kairinen gerði svo sjálfsmark. Victor Olatunji lagaði stöðuna fyrir Sparta Prag. Klippa: Sparta Prag 1-2 Brest Shakhtar Donetsk vann góðan sigur á Young Boys í Gelsenkirchen í Þýskalandi, 2-1. Kastriot Imeri kom Svisslendingunum yfir en Oleksandr Zubkov og Heorhiy Sudakov svöruðu fyrir Úkraínumennina. Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad. 7. nóvember 2024 08:02 Atlético Madríd stal sigrinum í París Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 6. nóvember 2024 22:30 Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar. 6. nóvember 2024 19:32 Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. nóvember 2024 19:32 Glórulaus Mings kostaði Villa Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. 6. nóvember 2024 17:17 Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Sjá meira
Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins þegar Inter tók á móti Arsenal í gær. Markið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Inter hefur ekki enn fengið á sig mark í Meistaradeildinni. Ángel Correa skoraði sigurmark Atlético Madrid gegn PSG þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, 1-2. Warren Zaïre-Emery kom Parísarliðinu yfir en Nahuel Molina jafnaði fyrir Spánverjana. Correa skoraði svo sigurmarkið á elleftu stundu. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann Rauðu stjörnuna, 2-5, í Belgrad. Pólski framherjinn hefur nú skorað 99 mörk í Meistaradeildinni og vantar aðeins eitt mark til að verða sá þriðji til að skora hundrað mörk í keppninni, á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Inigo Martínez, Raphinha og Fermín López skoruðu einnig fyrir Barcelona í gær. Silas Katompa Mvumpa og Felício Milson skoruðu mörk Rauðu stjörnunnar sem hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni. Eftir tvö töp í röð sigraði Bayern München Benfica, 1-0, á heimavelli. Jamal Musiala skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Aston Villa tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Club Brugge, 1-0. Hans Vaneken skoraði markið úr víti í upphafi seinni hálfleiks. Tyrone Mings, varnarmaður Villa, gerði skelfileg mistök í aðdraganda vítisins. Atalanta hélt hreinu í fjórða sinn í jafn mörgum leikjum í Meistaradeildinni er liðið bar sigurorð af Stuttgart, 0-2. Ademola Lookman og Nicolo Zaniolo skoruðu mörk ítalska liðsins. Hinn tvítugi Karim Konaté skoraði tvívegis þegar Red Bull Salzburg vann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, 1-3 gegn Feyenoord. Daouda Guindo skoraði einnig fyrir austurrísku meistarana en Anis Hadj Moussa gerði mark Hollendinganna. Brest heldur áfram að gera frábæra hluti í Meistaradeildinni og vann 1-2 sigur á Sparta Prag á útivelli. Edimilson Fernandes skoraði fyrir Brest og Kasper Kairinen gerði svo sjálfsmark. Victor Olatunji lagaði stöðuna fyrir Sparta Prag. Klippa: Sparta Prag 1-2 Brest Shakhtar Donetsk vann góðan sigur á Young Boys í Gelsenkirchen í Þýskalandi, 2-1. Kastriot Imeri kom Svisslendingunum yfir en Oleksandr Zubkov og Heorhiy Sudakov svöruðu fyrir Úkraínumennina. Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad. 7. nóvember 2024 08:02 Atlético Madríd stal sigrinum í París Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 6. nóvember 2024 22:30 Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar. 6. nóvember 2024 19:32 Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. nóvember 2024 19:32 Glórulaus Mings kostaði Villa Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. 6. nóvember 2024 17:17 Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Sjá meira
Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad. 7. nóvember 2024 08:02
Atlético Madríd stal sigrinum í París Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 6. nóvember 2024 22:30
Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar. 6. nóvember 2024 19:32
Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. nóvember 2024 19:32
Glórulaus Mings kostaði Villa Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. 6. nóvember 2024 17:17