Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 08:31 Árlega gefur Landlæknisembættið út tölulegar upplýsingar hvar getur m.a. að líta tölur um lyfjatengd andlát. Fjöldi þeirra sem létu lífið árið 2023 á Íslandi af lyfjatengdum orsökum er hærri en nokkru sinni fyrr eða alls 56 einstaklingar. Árið 2022 var fjöldi þeirra sem lét lífið af þessum sökum 35 - við erum því að horfa upp á aukningu úr 35 í 56, hátt í 40% aukningu sem er ævintýraleg aukning. Og þótt sveiflur milla ára séu nokkrar þá hefur þessi tala aldrei verið svona há, aldrei nokkurn tímann. Til samanburðar má nefna að 8 einstaklingar létu lífið í umferðinni árið 2023 en árið þar á undan voru þeir 9. Því miður er það þó svo að þessar tölur koma ekki á óvart. Það hefur lengið verið bent á það víða að notkun lyfja og vímuefna, og þá sér í lagi ópíoíða hafi aukist mikið í samfélaginu. Línuleg aukning hefur verið á fjöldi þeirra sem leita á Vog vegna ópíoíðafíknar undanfarin ár, fjöldi einstaklinga sem leita í Frú Ragnheiði eykst árlega og biðlistar eftir langtíma meðferð eru gríðarlega langir. Fyrir þeim sem þekkja til eru þetta þó engar nýjar fréttir. Fyrir ráðamönnum eru þetta væntanlega heldur engar fréttir þar sem rætt hefur verið um þetta endurtekið - notendur, fagfólk og aðstandendur hafa bókstaflega gargað á hjálp. En því miður er lítið sem breytist á milli ára. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð sem gefin eru á tyllidögum blasir napurlegur hversdagsleikinn við þeim sem lifa í þessum heimi. Ég hef starfað í þessu kerfi og með þessum jaðarsettasta hópi í þó nokkur ár. Ég hef verið svo lánsöm að njóta mikils frjálsræðis við útfærslu minna starfa sem hefur gert mér kleift að starfa með einstaklingum héðan og þaðan úr kerfinu, hvort sem það er kerfi ríkisins, borgarinnar eða frjálsra félagasamtaka, allt eftir því hvers einstaklingurinn þarfnast hverju sinni en markmiðið er alltaf að mæta þörfum hans og á hans forsendum. En einn af stóru þröskuldunum í mínu starfi er sá að kerfin tala ekki saman - um það held ég að við getum öll verið sammála. Þetta er stórt vandamál í mörgum málaflokkum og oftast er það nú þannig að þeir einstaklingar sem háðir eru vímuefnum eiga sér langa og mikla sögu. Sögu úr kerfinu eða kerfunum öllu heldur, þessum sem tala ekki saman því annað þeirra lýtur að heilbrigði einstaklinga en hitt að félagslegur hliðinni. Hvernig hægt er að sinna öðru en hundsa hitt og búast við jákvæðri útkomu er þó eitthvað sem ég mun seint fá skilið. Nýlegt dæmi af barni sem lét lífið í umsjá hins opinbera sýnir þetta nokkuð vel að mínu mati. Ég geri ráð fyrir að barnið hafi verið í umsjón félagslega kerfisins en ég velti þó fyrir mér hvort því hefði e.t.v. verið betur borgið heilbrigðis megin. Eða hefði mögulega verið heppilegast að aðilar beggja kerfa störfuðu á sömu einingu. Við sem störfum á vettvangi sjáum dæmi svipuð þessu á hverjum degi. Við sinnum þar einstaklingum sem passa engan veginn inn í hið hefðbundna kerfi og því verður það gjarnan svo að þeir falla einfaldlega á milli – tilheyra í raun öllum og engum. Þetta eru gjarnan einstaklingar sem byrjuðu ungir að glíma við flókinn vanda en voru einhvern veginn hvorki nógu veikir til að tilheyra heilbrigðiskerfinu en samt of veikir til að tilheyra félagslega kerfinu. Síðan verða þeir fullorðnir - 18 ára - og þá flytjast þeir yfir í fullorðins kerfin þar sem sama sagan endurtekur sig. Eina breytingin er sú að foreldrarnir hafa ekkert að segja lengur og eiga ekki rétt á neinum upplýsingum. Aldrei nokkurn tímann hef ég unnið með jafn stórum og fjölbreyttum hópi lausnamiðaðra einstaklinga sem brenna fyrir starfi sínu og ég geri nú, og þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ekki starfsfólk kerfisins, eða kerfanna, sem samvinnan og samþættingin strandar á heldur stjórnsýslan. Hver á að borga hvað? Hver á að sjá um hvað? Hver á að bera ábyrgð á hverju? Og á meðan ráðamenn sitja og velta þessu fyrir sér halda vandamálin áfram að hlaðast upp. Tilkynningum til barnaverndar vegna vímuefnanotkunar barna heldur áfram að fjölga, Gummi lögga leitar að fleiri og fleiri týndum börnum og geðheilsu ungmenna hrakar stöðugt. Á hliðarlínunni heldur fólk síðan áfram að deyja vegna lyfjanotkunar - rúmlega einn í hverri viku. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega gefur Landlæknisembættið út tölulegar upplýsingar hvar getur m.a. að líta tölur um lyfjatengd andlát. Fjöldi þeirra sem létu lífið árið 2023 á Íslandi af lyfjatengdum orsökum er hærri en nokkru sinni fyrr eða alls 56 einstaklingar. Árið 2022 var fjöldi þeirra sem lét lífið af þessum sökum 35 - við erum því að horfa upp á aukningu úr 35 í 56, hátt í 40% aukningu sem er ævintýraleg aukning. Og þótt sveiflur milla ára séu nokkrar þá hefur þessi tala aldrei verið svona há, aldrei nokkurn tímann. Til samanburðar má nefna að 8 einstaklingar létu lífið í umferðinni árið 2023 en árið þar á undan voru þeir 9. Því miður er það þó svo að þessar tölur koma ekki á óvart. Það hefur lengið verið bent á það víða að notkun lyfja og vímuefna, og þá sér í lagi ópíoíða hafi aukist mikið í samfélaginu. Línuleg aukning hefur verið á fjöldi þeirra sem leita á Vog vegna ópíoíðafíknar undanfarin ár, fjöldi einstaklinga sem leita í Frú Ragnheiði eykst árlega og biðlistar eftir langtíma meðferð eru gríðarlega langir. Fyrir þeim sem þekkja til eru þetta þó engar nýjar fréttir. Fyrir ráðamönnum eru þetta væntanlega heldur engar fréttir þar sem rætt hefur verið um þetta endurtekið - notendur, fagfólk og aðstandendur hafa bókstaflega gargað á hjálp. En því miður er lítið sem breytist á milli ára. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð sem gefin eru á tyllidögum blasir napurlegur hversdagsleikinn við þeim sem lifa í þessum heimi. Ég hef starfað í þessu kerfi og með þessum jaðarsettasta hópi í þó nokkur ár. Ég hef verið svo lánsöm að njóta mikils frjálsræðis við útfærslu minna starfa sem hefur gert mér kleift að starfa með einstaklingum héðan og þaðan úr kerfinu, hvort sem það er kerfi ríkisins, borgarinnar eða frjálsra félagasamtaka, allt eftir því hvers einstaklingurinn þarfnast hverju sinni en markmiðið er alltaf að mæta þörfum hans og á hans forsendum. En einn af stóru þröskuldunum í mínu starfi er sá að kerfin tala ekki saman - um það held ég að við getum öll verið sammála. Þetta er stórt vandamál í mörgum málaflokkum og oftast er það nú þannig að þeir einstaklingar sem háðir eru vímuefnum eiga sér langa og mikla sögu. Sögu úr kerfinu eða kerfunum öllu heldur, þessum sem tala ekki saman því annað þeirra lýtur að heilbrigði einstaklinga en hitt að félagslegur hliðinni. Hvernig hægt er að sinna öðru en hundsa hitt og búast við jákvæðri útkomu er þó eitthvað sem ég mun seint fá skilið. Nýlegt dæmi af barni sem lét lífið í umsjá hins opinbera sýnir þetta nokkuð vel að mínu mati. Ég geri ráð fyrir að barnið hafi verið í umsjón félagslega kerfisins en ég velti þó fyrir mér hvort því hefði e.t.v. verið betur borgið heilbrigðis megin. Eða hefði mögulega verið heppilegast að aðilar beggja kerfa störfuðu á sömu einingu. Við sem störfum á vettvangi sjáum dæmi svipuð þessu á hverjum degi. Við sinnum þar einstaklingum sem passa engan veginn inn í hið hefðbundna kerfi og því verður það gjarnan svo að þeir falla einfaldlega á milli – tilheyra í raun öllum og engum. Þetta eru gjarnan einstaklingar sem byrjuðu ungir að glíma við flókinn vanda en voru einhvern veginn hvorki nógu veikir til að tilheyra heilbrigðiskerfinu en samt of veikir til að tilheyra félagslega kerfinu. Síðan verða þeir fullorðnir - 18 ára - og þá flytjast þeir yfir í fullorðins kerfin þar sem sama sagan endurtekur sig. Eina breytingin er sú að foreldrarnir hafa ekkert að segja lengur og eiga ekki rétt á neinum upplýsingum. Aldrei nokkurn tímann hef ég unnið með jafn stórum og fjölbreyttum hópi lausnamiðaðra einstaklinga sem brenna fyrir starfi sínu og ég geri nú, og þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ekki starfsfólk kerfisins, eða kerfanna, sem samvinnan og samþættingin strandar á heldur stjórnsýslan. Hver á að borga hvað? Hver á að sjá um hvað? Hver á að bera ábyrgð á hverju? Og á meðan ráðamenn sitja og velta þessu fyrir sér halda vandamálin áfram að hlaðast upp. Tilkynningum til barnaverndar vegna vímuefnanotkunar barna heldur áfram að fjölga, Gummi lögga leitar að fleiri og fleiri týndum börnum og geðheilsu ungmenna hrakar stöðugt. Á hliðarlínunni heldur fólk síðan áfram að deyja vegna lyfjanotkunar - rúmlega einn í hverri viku. Höfundur er hjúkrunarfræðingur
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun