Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk á lífeyrislaunum átti jafnvel afgang af persónuafslættinum upp í lífeyrissjóðslaunin. Ef sama kerfi væri enn við lýði í dag; væru allra lægstu ellilífeyrislaun um 450.000 kr. á mánuði eftir útborgun. Í dag eru næst lægstu greiðslur hins vegar aðeins 333.194 kr. fyrir skatta og skerðingar, sem er rúmum 120 þúsund krónum undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði. Lægstu ellilífeyrislaun eru 10% lægri eða um 303.000 kr. fyrir skatt og um 265.000 kr. eftir skatt og síðan kemur króna á móti krónu skerðingin ofan á þetta fjárhagslega ofbeldi. Króna-á-móti-krónu skerðing komin aftur á og þá bara á þá verst settu og það var samþykkt af ríkistjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ekki nóg með það, þá er frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði 25 þúsund krónur og hefur ekki haggast í 7 ár, þrátt fyrir stórbreytt verðlag. Ef bandormur fjárlaga verður samþykktur hækkar þetta frítekjumark upp í 36.500 kr., sem þýðir að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega munu hækka lítillega eða bara um 5.000 kr. Við í Flokki fólksins viljum að þetta frítekjumark verði hækkað í 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins samþykkjum aldrei skerðingar sem halda fólki í fátækt, hvað þá sárafátækt. Að setja á skerðingar sem valda fólki fjárhagstjóni og festir það í vonleysi fátæktar og eymdar er ekkert annað en mannréttindabrot af verstu gerð. Ellefu þúsund eldri borgarar eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af sex þúsund sem látnir eru hokra í þeim neðstu tveimur og það vegna keðjuverkandi skerðinga og kjaragliðnunar undanfarinna áratuga. Leiðrétting á samansafnaðri kjaragliðnun eftirlaunaþega ætti tvímælalaust að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar og þá einnig afnám skerðinga. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt líkt og aðra þjóðfélagsþegna. Að leiðréttingu lokinni þarf að lögfesta að lífeyrisgreiðslur og frítekjumörk hækki ávallt í takt við launavísitölu til að koma í veg fyrir að kjaragliðnun vaxi á ný. Jafnframt væri hækkun persónuafsláttar nauðsynleg til að létta skattabyrði lágtekjuhópa og tryggja þeim mannsæmandi framfærslu. Fleiri eru réttlætismálin sem Flokkur fólksins berst fyrir, eins og að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti, afnám vasapeningafyrirkomulagsins, aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum og afnám skerðinga vegna launatekna og afnám skerðinga vegna vaxtagreiðslna. Allt eru þetta sanngirnis- og réttlætismál sem ætlað er að gera efri árin að gæðaárum en ekki hlaðin kvíða, einmanaleika, örbirgð og depurð. Því miður virðast þessar hóflegu kröfur eftirlaunaþega hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnvöldum, þrátt fyrir að Ísland leggi minnst allra OECD-ríkja í stuðning við málefni aldraðra. Athyglisvert er að stjórnvöld virðast aldrei skorta fjármagn þegar kemur að úthlutunstyrkjum til stórfyrirtækja, erlendri aðstoð, byggingu glerhalla, veglegum ráðstefnuhöldum eða öðrum gæluverkefnum. En þegar eftirlaunaþegar sem byggðu upp landið, biðja um sambærileg kjör og aðrir á verðbólgu- og vaxtatímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Borga þeim verst settu á ellilifeyrislaunum 70.000 kr. skatta og skerðingarlaust fyrir jólin ? Svarið er kjarnyrt: Nei. Eldra fólk á skilið áhyggjulaust ævikvöld og eftirlaun sem tryggja reisn. Við þurfum ríkisstjórn með nýja forgangsröðun þar sem velferð eldra fólks er sett í öndvegi eins og áður. Það er löngu tímabært að Ísland standi undir nafni sem göfugt velferðarsamfélag fyrir alla, óháð aldri. Flokkur fólksins er sá flokkur sem hefur barist fyrir þessum málefnum síðan hann komst á þing árið 2017 og við munum halda því áfram fáum við umboð kjósenda til þess. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Lífeyrissjóðir Kjaramál Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk á lífeyrislaunum átti jafnvel afgang af persónuafslættinum upp í lífeyrissjóðslaunin. Ef sama kerfi væri enn við lýði í dag; væru allra lægstu ellilífeyrislaun um 450.000 kr. á mánuði eftir útborgun. Í dag eru næst lægstu greiðslur hins vegar aðeins 333.194 kr. fyrir skatta og skerðingar, sem er rúmum 120 þúsund krónum undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði. Lægstu ellilífeyrislaun eru 10% lægri eða um 303.000 kr. fyrir skatt og um 265.000 kr. eftir skatt og síðan kemur króna á móti krónu skerðingin ofan á þetta fjárhagslega ofbeldi. Króna-á-móti-krónu skerðing komin aftur á og þá bara á þá verst settu og það var samþykkt af ríkistjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ekki nóg með það, þá er frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði 25 þúsund krónur og hefur ekki haggast í 7 ár, þrátt fyrir stórbreytt verðlag. Ef bandormur fjárlaga verður samþykktur hækkar þetta frítekjumark upp í 36.500 kr., sem þýðir að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega munu hækka lítillega eða bara um 5.000 kr. Við í Flokki fólksins viljum að þetta frítekjumark verði hækkað í 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins samþykkjum aldrei skerðingar sem halda fólki í fátækt, hvað þá sárafátækt. Að setja á skerðingar sem valda fólki fjárhagstjóni og festir það í vonleysi fátæktar og eymdar er ekkert annað en mannréttindabrot af verstu gerð. Ellefu þúsund eldri borgarar eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af sex þúsund sem látnir eru hokra í þeim neðstu tveimur og það vegna keðjuverkandi skerðinga og kjaragliðnunar undanfarinna áratuga. Leiðrétting á samansafnaðri kjaragliðnun eftirlaunaþega ætti tvímælalaust að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar og þá einnig afnám skerðinga. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt líkt og aðra þjóðfélagsþegna. Að leiðréttingu lokinni þarf að lögfesta að lífeyrisgreiðslur og frítekjumörk hækki ávallt í takt við launavísitölu til að koma í veg fyrir að kjaragliðnun vaxi á ný. Jafnframt væri hækkun persónuafsláttar nauðsynleg til að létta skattabyrði lágtekjuhópa og tryggja þeim mannsæmandi framfærslu. Fleiri eru réttlætismálin sem Flokkur fólksins berst fyrir, eins og að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti, afnám vasapeningafyrirkomulagsins, aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum og afnám skerðinga vegna launatekna og afnám skerðinga vegna vaxtagreiðslna. Allt eru þetta sanngirnis- og réttlætismál sem ætlað er að gera efri árin að gæðaárum en ekki hlaðin kvíða, einmanaleika, örbirgð og depurð. Því miður virðast þessar hóflegu kröfur eftirlaunaþega hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnvöldum, þrátt fyrir að Ísland leggi minnst allra OECD-ríkja í stuðning við málefni aldraðra. Athyglisvert er að stjórnvöld virðast aldrei skorta fjármagn þegar kemur að úthlutunstyrkjum til stórfyrirtækja, erlendri aðstoð, byggingu glerhalla, veglegum ráðstefnuhöldum eða öðrum gæluverkefnum. En þegar eftirlaunaþegar sem byggðu upp landið, biðja um sambærileg kjör og aðrir á verðbólgu- og vaxtatímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Borga þeim verst settu á ellilifeyrislaunum 70.000 kr. skatta og skerðingarlaust fyrir jólin ? Svarið er kjarnyrt: Nei. Eldra fólk á skilið áhyggjulaust ævikvöld og eftirlaun sem tryggja reisn. Við þurfum ríkisstjórn með nýja forgangsröðun þar sem velferð eldra fólks er sett í öndvegi eins og áður. Það er löngu tímabært að Ísland standi undir nafni sem göfugt velferðarsamfélag fyrir alla, óháð aldri. Flokkur fólksins er sá flokkur sem hefur barist fyrir þessum málefnum síðan hann komst á þing árið 2017 og við munum halda því áfram fáum við umboð kjósenda til þess. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun