Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2024 08:15 Við kennarar þurfum að fá okkur góðan slurk af hroka. Að tala um hvað við erum miklir naglar. Kennarastarfið er gífurlega töff starfsvettvangur. Þú þarft að vera með bein í nefinu til að endast. Við þurfum að koma því á dagskrá í almennri umræðu. Að geta svarað með kjarki og hrakið ómálefnaleg rök, skítkast og skilað því til föðurhúsanna. Auðvitað þurfum við áfram að vera málefnaleg og fagleg. Við erum sérfræðingar og fræðimenn. Fagstétt með langa glæsta sögu. Starf sem mönnum stóð stuggur af. Það er ekki að ástæðulausu að rætt var um prestinn, sýslumanninn og kennarann sem toppana hér áður fyrr. Þetta er okkar bolti til að halda á lofti. En við erum ekki fórnarlömb og við þurfum ekki að auglýsa hvað við erum góðar manneskjur til þess að heyja þessa baráttu. Hvað með BÖRNIN er að mínu mati þreytt tugga sem er alltaf kastað í báðar áttir. Sem var einmitt það fyrsta sem spyrill Ríkisútvarpsins reyndi að grilla formanninn okkar með þegar verkfallsaðgerðir voru upprunalega kynntar. „En er það sanngjarnt?“ Það er að mínu mati barnaleg nálgun á erfitt mál. Ég spyr þá einfaldlega, hefði verið betra fyrir Ísland ef allir nemendur landsins hefðu misst úr skóla þvert á línuna. Svo ástandið væri jafn glatað fyrir alla. Ég er ekki viss um að það væri eitthvað betra. Er ekki betra að takmarka skaðann sem aðgerðir munu hafa frekar en að allir hafi það jafn skítt. Síðan má ekki gleyma því að þegar kennarar hafa farið í allsherjar verkfall hefur sú vegferð iðulega endað með lagasetningu. Sem er ekkert rosalega sanngjarnt, er það nokkuð? Mig langar til að mynda að benda á eina létta vitleysu sem hefur verið hent fram í ljósi sanngyrnis röksemdafærslunnar. Veikindahlutfall kennara. Var sérstaklega sanngjarnt að slengja fram tölum frá 2020. Sennilega ekki í ljósi þess að öllum nema framlínufólki var boðið að vinna heima. „Við erum öll í þessu saman.” Það er enginn hvati til að hringja sig inn veikan þegar viðkomandi þarf ekki að yfirgefa húsið til að mæta í vinnuna. Mér fannst allavega meira töff að þurfa að mæta á staðinn. En það er bara ég. En hey, þetta var vel spilað viðskiptaráð. Fast skot sem málaði kennara upp sem lata vesalinga. Var það ekki annars meiningin? Við kennarar ættum að geta borið virðingu fyrir öflugri spilamennsku. Svo sjáum við hvað næsta lota ber í skauti sér. Við erum töff, við tökum þetta á kassann. Hvað með ykkur? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við kennarar þurfum að fá okkur góðan slurk af hroka. Að tala um hvað við erum miklir naglar. Kennarastarfið er gífurlega töff starfsvettvangur. Þú þarft að vera með bein í nefinu til að endast. Við þurfum að koma því á dagskrá í almennri umræðu. Að geta svarað með kjarki og hrakið ómálefnaleg rök, skítkast og skilað því til föðurhúsanna. Auðvitað þurfum við áfram að vera málefnaleg og fagleg. Við erum sérfræðingar og fræðimenn. Fagstétt með langa glæsta sögu. Starf sem mönnum stóð stuggur af. Það er ekki að ástæðulausu að rætt var um prestinn, sýslumanninn og kennarann sem toppana hér áður fyrr. Þetta er okkar bolti til að halda á lofti. En við erum ekki fórnarlömb og við þurfum ekki að auglýsa hvað við erum góðar manneskjur til þess að heyja þessa baráttu. Hvað með BÖRNIN er að mínu mati þreytt tugga sem er alltaf kastað í báðar áttir. Sem var einmitt það fyrsta sem spyrill Ríkisútvarpsins reyndi að grilla formanninn okkar með þegar verkfallsaðgerðir voru upprunalega kynntar. „En er það sanngjarnt?“ Það er að mínu mati barnaleg nálgun á erfitt mál. Ég spyr þá einfaldlega, hefði verið betra fyrir Ísland ef allir nemendur landsins hefðu misst úr skóla þvert á línuna. Svo ástandið væri jafn glatað fyrir alla. Ég er ekki viss um að það væri eitthvað betra. Er ekki betra að takmarka skaðann sem aðgerðir munu hafa frekar en að allir hafi það jafn skítt. Síðan má ekki gleyma því að þegar kennarar hafa farið í allsherjar verkfall hefur sú vegferð iðulega endað með lagasetningu. Sem er ekkert rosalega sanngjarnt, er það nokkuð? Mig langar til að mynda að benda á eina létta vitleysu sem hefur verið hent fram í ljósi sanngyrnis röksemdafærslunnar. Veikindahlutfall kennara. Var sérstaklega sanngjarnt að slengja fram tölum frá 2020. Sennilega ekki í ljósi þess að öllum nema framlínufólki var boðið að vinna heima. „Við erum öll í þessu saman.” Það er enginn hvati til að hringja sig inn veikan þegar viðkomandi þarf ekki að yfirgefa húsið til að mæta í vinnuna. Mér fannst allavega meira töff að þurfa að mæta á staðinn. En það er bara ég. En hey, þetta var vel spilað viðskiptaráð. Fast skot sem málaði kennara upp sem lata vesalinga. Var það ekki annars meiningin? Við kennarar ættum að geta borið virðingu fyrir öflugri spilamennsku. Svo sjáum við hvað næsta lota ber í skauti sér. Við erum töff, við tökum þetta á kassann. Hvað með ykkur? Höfundur er kennari.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar