„Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 17:12 Fjöldi vara sem merktar eru lágvöruverði í Kjörbúðinni eru í raun þriðjungi til helmingi dýrari en í Bónus eða Prís samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Samkvæmt heimasíðu Kjörbúðarinnar á grænn punktur sem settur er á verðmiða í verslunum Kjörbúðarinnar að vera til marks um að „varan sé á sambærilegu verði og í lágvöruverslun.“ Við athugun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands kom þó annað á daginn. Allt að 47 prósentum hærra verð Farið var í athugunarleiðangur þann fyrsta nóvember og voru verð á miðum með þessum græna punkti borin sman við verð í öðrum verslunum. Í Bónus má finna 230 af þeim vörum sem merktar eru með grænum punktum. Af þeim voru 80 meira en tíu prósentum dýrari en í Kjörbúðinni og 33 meira en fjórðungi dýrari. Samkvæmt því er kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandinu eru dæmi um það að verð sé allt að 47 prósentum hærra, eins og á MS Óskajógurti með melónubragði. Verðið sé nær verðinu í 10-11 en í Bónus. Athugað var einnig hvernig verð Kjörbúðarinnar stæðust samanburð við verslunina Prís þar sem um 160 af þessum grænpunktavörum fundust. Af þeim voru 89 meira en 10 prósentum dýrari. Þrjár samlokur af merkinu Pick Nick voru 54 prósentum dýrari. Pakki af heimiliskjötsúpu frá 1944 var seldur á 2.399 krónur í Kjörbúðinni með grænum punkti en var til ódýrari í Hagkaupum, Heimkaupum, Nettó, Krónunni, Fjarðarkaupum og í Prís. Í Prís kostaði slíkur pakki 1.585 og var því 51 prósenti dýrari í Kjörbúðinni. Um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali Að því er kemur fram í tilkynningu verðlagseftirlitsins hefur Kjörbúðin verið um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali síðustu þrjá mánuði. Vörur merktar með grænum punkti eru um 16 prósent dýrari en í Prís og 11 prósent dýrari en í Bónus að meðaltali. Hins vegar er talsverð breidd í verðbilinu. Heildarverðsamanburð má sjá hér að neðan: Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Samkvæmt heimasíðu Kjörbúðarinnar á grænn punktur sem settur er á verðmiða í verslunum Kjörbúðarinnar að vera til marks um að „varan sé á sambærilegu verði og í lágvöruverslun.“ Við athugun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands kom þó annað á daginn. Allt að 47 prósentum hærra verð Farið var í athugunarleiðangur þann fyrsta nóvember og voru verð á miðum með þessum græna punkti borin sman við verð í öðrum verslunum. Í Bónus má finna 230 af þeim vörum sem merktar eru með grænum punktum. Af þeim voru 80 meira en tíu prósentum dýrari en í Kjörbúðinni og 33 meira en fjórðungi dýrari. Samkvæmt því er kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandinu eru dæmi um það að verð sé allt að 47 prósentum hærra, eins og á MS Óskajógurti með melónubragði. Verðið sé nær verðinu í 10-11 en í Bónus. Athugað var einnig hvernig verð Kjörbúðarinnar stæðust samanburð við verslunina Prís þar sem um 160 af þessum grænpunktavörum fundust. Af þeim voru 89 meira en 10 prósentum dýrari. Þrjár samlokur af merkinu Pick Nick voru 54 prósentum dýrari. Pakki af heimiliskjötsúpu frá 1944 var seldur á 2.399 krónur í Kjörbúðinni með grænum punkti en var til ódýrari í Hagkaupum, Heimkaupum, Nettó, Krónunni, Fjarðarkaupum og í Prís. Í Prís kostaði slíkur pakki 1.585 og var því 51 prósenti dýrari í Kjörbúðinni. Um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali Að því er kemur fram í tilkynningu verðlagseftirlitsins hefur Kjörbúðin verið um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali síðustu þrjá mánuði. Vörur merktar með grænum punkti eru um 16 prósent dýrari en í Prís og 11 prósent dýrari en í Bónus að meðaltali. Hins vegar er talsverð breidd í verðbilinu. Heildarverðsamanburð má sjá hér að neðan:
Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira