„Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 17:12 Fjöldi vara sem merktar eru lágvöruverði í Kjörbúðinni eru í raun þriðjungi til helmingi dýrari en í Bónus eða Prís samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Samkvæmt heimasíðu Kjörbúðarinnar á grænn punktur sem settur er á verðmiða í verslunum Kjörbúðarinnar að vera til marks um að „varan sé á sambærilegu verði og í lágvöruverslun.“ Við athugun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands kom þó annað á daginn. Allt að 47 prósentum hærra verð Farið var í athugunarleiðangur þann fyrsta nóvember og voru verð á miðum með þessum græna punkti borin sman við verð í öðrum verslunum. Í Bónus má finna 230 af þeim vörum sem merktar eru með grænum punktum. Af þeim voru 80 meira en tíu prósentum dýrari en í Kjörbúðinni og 33 meira en fjórðungi dýrari. Samkvæmt því er kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandinu eru dæmi um það að verð sé allt að 47 prósentum hærra, eins og á MS Óskajógurti með melónubragði. Verðið sé nær verðinu í 10-11 en í Bónus. Athugað var einnig hvernig verð Kjörbúðarinnar stæðust samanburð við verslunina Prís þar sem um 160 af þessum grænpunktavörum fundust. Af þeim voru 89 meira en 10 prósentum dýrari. Þrjár samlokur af merkinu Pick Nick voru 54 prósentum dýrari. Pakki af heimiliskjötsúpu frá 1944 var seldur á 2.399 krónur í Kjörbúðinni með grænum punkti en var til ódýrari í Hagkaupum, Heimkaupum, Nettó, Krónunni, Fjarðarkaupum og í Prís. Í Prís kostaði slíkur pakki 1.585 og var því 51 prósenti dýrari í Kjörbúðinni. Um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali Að því er kemur fram í tilkynningu verðlagseftirlitsins hefur Kjörbúðin verið um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali síðustu þrjá mánuði. Vörur merktar með grænum punkti eru um 16 prósent dýrari en í Prís og 11 prósent dýrari en í Bónus að meðaltali. Hins vegar er talsverð breidd í verðbilinu. Heildarverðsamanburð má sjá hér að neðan: Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Samkvæmt heimasíðu Kjörbúðarinnar á grænn punktur sem settur er á verðmiða í verslunum Kjörbúðarinnar að vera til marks um að „varan sé á sambærilegu verði og í lágvöruverslun.“ Við athugun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands kom þó annað á daginn. Allt að 47 prósentum hærra verð Farið var í athugunarleiðangur þann fyrsta nóvember og voru verð á miðum með þessum græna punkti borin sman við verð í öðrum verslunum. Í Bónus má finna 230 af þeim vörum sem merktar eru með grænum punktum. Af þeim voru 80 meira en tíu prósentum dýrari en í Kjörbúðinni og 33 meira en fjórðungi dýrari. Samkvæmt því er kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandinu eru dæmi um það að verð sé allt að 47 prósentum hærra, eins og á MS Óskajógurti með melónubragði. Verðið sé nær verðinu í 10-11 en í Bónus. Athugað var einnig hvernig verð Kjörbúðarinnar stæðust samanburð við verslunina Prís þar sem um 160 af þessum grænpunktavörum fundust. Af þeim voru 89 meira en 10 prósentum dýrari. Þrjár samlokur af merkinu Pick Nick voru 54 prósentum dýrari. Pakki af heimiliskjötsúpu frá 1944 var seldur á 2.399 krónur í Kjörbúðinni með grænum punkti en var til ódýrari í Hagkaupum, Heimkaupum, Nettó, Krónunni, Fjarðarkaupum og í Prís. Í Prís kostaði slíkur pakki 1.585 og var því 51 prósenti dýrari í Kjörbúðinni. Um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali Að því er kemur fram í tilkynningu verðlagseftirlitsins hefur Kjörbúðin verið um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali síðustu þrjá mánuði. Vörur merktar með grænum punkti eru um 16 prósent dýrari en í Prís og 11 prósent dýrari en í Bónus að meðaltali. Hins vegar er talsverð breidd í verðbilinu. Heildarverðsamanburð má sjá hér að neðan:
Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira