„Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 17:12 Fjöldi vara sem merktar eru lágvöruverði í Kjörbúðinni eru í raun þriðjungi til helmingi dýrari en í Bónus eða Prís samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Samkvæmt heimasíðu Kjörbúðarinnar á grænn punktur sem settur er á verðmiða í verslunum Kjörbúðarinnar að vera til marks um að „varan sé á sambærilegu verði og í lágvöruverslun.“ Við athugun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands kom þó annað á daginn. Allt að 47 prósentum hærra verð Farið var í athugunarleiðangur þann fyrsta nóvember og voru verð á miðum með þessum græna punkti borin sman við verð í öðrum verslunum. Í Bónus má finna 230 af þeim vörum sem merktar eru með grænum punktum. Af þeim voru 80 meira en tíu prósentum dýrari en í Kjörbúðinni og 33 meira en fjórðungi dýrari. Samkvæmt því er kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandinu eru dæmi um það að verð sé allt að 47 prósentum hærra, eins og á MS Óskajógurti með melónubragði. Verðið sé nær verðinu í 10-11 en í Bónus. Athugað var einnig hvernig verð Kjörbúðarinnar stæðust samanburð við verslunina Prís þar sem um 160 af þessum grænpunktavörum fundust. Af þeim voru 89 meira en 10 prósentum dýrari. Þrjár samlokur af merkinu Pick Nick voru 54 prósentum dýrari. Pakki af heimiliskjötsúpu frá 1944 var seldur á 2.399 krónur í Kjörbúðinni með grænum punkti en var til ódýrari í Hagkaupum, Heimkaupum, Nettó, Krónunni, Fjarðarkaupum og í Prís. Í Prís kostaði slíkur pakki 1.585 og var því 51 prósenti dýrari í Kjörbúðinni. Um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali Að því er kemur fram í tilkynningu verðlagseftirlitsins hefur Kjörbúðin verið um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali síðustu þrjá mánuði. Vörur merktar með grænum punkti eru um 16 prósent dýrari en í Prís og 11 prósent dýrari en í Bónus að meðaltali. Hins vegar er talsverð breidd í verðbilinu. Heildarverðsamanburð má sjá hér að neðan: Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa í Hafnarfirði opnar framvegis klukkan níu um helgar Landsbankinn og Arion lækka vexti „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Samkvæmt heimasíðu Kjörbúðarinnar á grænn punktur sem settur er á verðmiða í verslunum Kjörbúðarinnar að vera til marks um að „varan sé á sambærilegu verði og í lágvöruverslun.“ Við athugun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands kom þó annað á daginn. Allt að 47 prósentum hærra verð Farið var í athugunarleiðangur þann fyrsta nóvember og voru verð á miðum með þessum græna punkti borin sman við verð í öðrum verslunum. Í Bónus má finna 230 af þeim vörum sem merktar eru með grænum punktum. Af þeim voru 80 meira en tíu prósentum dýrari en í Kjörbúðinni og 33 meira en fjórðungi dýrari. Samkvæmt því er kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandinu eru dæmi um það að verð sé allt að 47 prósentum hærra, eins og á MS Óskajógurti með melónubragði. Verðið sé nær verðinu í 10-11 en í Bónus. Athugað var einnig hvernig verð Kjörbúðarinnar stæðust samanburð við verslunina Prís þar sem um 160 af þessum grænpunktavörum fundust. Af þeim voru 89 meira en 10 prósentum dýrari. Þrjár samlokur af merkinu Pick Nick voru 54 prósentum dýrari. Pakki af heimiliskjötsúpu frá 1944 var seldur á 2.399 krónur í Kjörbúðinni með grænum punkti en var til ódýrari í Hagkaupum, Heimkaupum, Nettó, Krónunni, Fjarðarkaupum og í Prís. Í Prís kostaði slíkur pakki 1.585 og var því 51 prósenti dýrari í Kjörbúðinni. Um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali Að því er kemur fram í tilkynningu verðlagseftirlitsins hefur Kjörbúðin verið um 30 prósentum frá lægsta verði að meðaltali síðustu þrjá mánuði. Vörur merktar með grænum punkti eru um 16 prósent dýrari en í Prís og 11 prósent dýrari en í Bónus að meðaltali. Hins vegar er talsverð breidd í verðbilinu. Heildarverðsamanburð má sjá hér að neðan:
Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa í Hafnarfirði opnar framvegis klukkan níu um helgar Landsbankinn og Arion lækka vexti „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira