„Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. nóvember 2024 08:03 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur skotist upp á stjörnuhimininn í alþjóðlegum heimi ólympískra lyftinga. Vísir/Bjarni „Stundum átta ég mig ekki alveg á hvað er á bakvið þetta,“ segir Eygló Fanndal Sturludóttir sem setti Norðurlandamet í ólympískum lyftingum um helgina. Hún skrifar söguna í íþróttinni þessa dagana, samhliða læknisnámi. Eygló varð Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri á Evrópumótinu í Póllandi. Hún lyfti 104 kg, eða mest allra, í snörun og einnig mest allra í jafnhendingu eða 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg og vann öruggan sigur. Þrjú gull niðurstaðan, í greinunum tveimur og samanlögðu. „Markmiðið var að vinna gullið, að fá þrefalt gull. Það var svona stærsta markmiðið. Svo var þjálfarinn minn búinn að reikna það út og sjá það að ég ætti möguleika á að verða best lifter (innsk: stigahæst allra kvenna á mótinu),“ segir Eygló og bætir við: „Um leið og ég var búin að tryggja mér gullið þá fórum við að keyra á það. Það virkaði mjög vel, sem var gott,“ segir Eygló sem hlaut, auk gullverðlaunanna þriggja, viðurkenningu fyrir að hafa orðið stigahæst allra kvenna, þvert á flokka, á mótinu. Svolítið galið að vera best á Norðurlöndum Ekki nóg með öll gullin heldur setti Eygló jafnframt Íslandsmet og Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Aðspurð hvort það sé ekki sérstök tilfinning að vita til þess að enginn annar á öllum Norðurlöndum sé, eða hafi nokkurn tíma, verið henni framar í þyngdarflokkinum segir hún: „Stundum átta ég mig ekki alveg á hvað er á bakvið þetta. Ég bara lyfti því sem þjálfarinn minn segir og svo er það bara Norðurlandamet, og maður er bara eitthvað: „Já, okei“. En þegar þú orðar það svona, þá kannski er það svolítið galið.“ „Ég er bara leikmaður“ Eygló var lengi vel í fimleikum og færði sig svo yfir í Crossfit. Hún segist ekki hafa haft þolið eða hraðann til að ná langt á þeim vettvangi og urðu því lyftingarnar fyrir valinu, þar sem hún naut sín vel í greininni. Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín á EM.Instagram/@eyglo_fanndal Hún segist þó ekki hafa séð árangur á við þennan fyrir sér í hennar villtustu draumum. „Aldrei. Þegar ég var yngri og sá einhverja stelpu lyfta 110 kílóum. Ég var í sjokki. Mér fannst þetta galin tilhugsun að geta lyft 110 kílóum. Ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti komist svona langt. Ég eiginlega skil það ekki ennþá og trúi þessu ekki ennþá. Ég er bara leikmaður sko,“ segir Eygló sem lyftir sjálf í dag 134 kílóum í sömu grein. „Auðvitað vill maður alltaf meira og er aldrei sáttur. Unga ég hefði verið í andlegu áfalli að sjá þetta,“ segir Eygló. Læknisnámið tekið föstum tökum Afreksferillinn tekur eðlilega mikinn tíma og vinnu. Eygló fer á fjölmörg mót á ári hverju og fram undan eru mót í þýsku Bundesligunni auk reglubundinna heims- og Evrópumóta. Samhliða þeim ferli, sem hefur dregið hana heimshorna á milli, í keppnir allt frá Kúbu til Úsbekistan, sinnir Eygló einnig læknisnámi við Háskóla Íslands. Eygló lyfti 104 kg í snörun um helgina.IWF/G. Scala „Það gengur mjög vel. Miklu betur en ég þorði að vonast til. Núna er held ég erfiðasta árið, fjórða árið, það er mikil mæting, mikil viðvera. Hingað til gengur mjög vel og vonandi heldur það áfram,“ segir Eygló. Sjáumst í Los Angeles Eygló eltist við Ólympíusæti í París framan af ári en varð ekki erindi sem erfiði, sem voru eðlilega vonbrigði. Hún hefur þó ekki látið það mótlæti á sig fá. Þvert á móti hefur hún tvíeflst og hefði árangur hennar á Evrópumótinu um helgina til að mynda dugað til sjötta sætis í hennar þyngdarflokki á París í sumar. „Ég hefði viljað komast inn núna en það er þá bara næst. Það er ekkert hægt að væla yfir þessu. Bara að halda áfram,“ segir Eygló sem einblínir því á næstu Ólympíuleika, í Los Angeles 2028. „Já. Ég ætla inn þar. Það er hundrað prósent.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Lyftingar Tengdar fréttir Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Eygló Fanndal Sturludóttir átti fullkomna lokaheimsókn á Evrópumót U23 ára í ólympískum lyftingum sem lauk í dag í Póllandi. 3. nóvember 2024 22:20 Sjáðu lyfturnar: Mamma krýndi Eygló Evrópumeistara og Guðný vann brons Tvær íslenskar konur stóðu saman á verðlaunapalli á Evrópumeistaramóti ungmenna í ólympíuskum lyftingum í Póllandi í gær. Myndbönd af lyftum þeirra má nú sjá á Vísi. 1. nóvember 2024 10:35 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Eygló varð Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri á Evrópumótinu í Póllandi. Hún lyfti 104 kg, eða mest allra, í snörun og einnig mest allra í jafnhendingu eða 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg og vann öruggan sigur. Þrjú gull niðurstaðan, í greinunum tveimur og samanlögðu. „Markmiðið var að vinna gullið, að fá þrefalt gull. Það var svona stærsta markmiðið. Svo var þjálfarinn minn búinn að reikna það út og sjá það að ég ætti möguleika á að verða best lifter (innsk: stigahæst allra kvenna á mótinu),“ segir Eygló og bætir við: „Um leið og ég var búin að tryggja mér gullið þá fórum við að keyra á það. Það virkaði mjög vel, sem var gott,“ segir Eygló sem hlaut, auk gullverðlaunanna þriggja, viðurkenningu fyrir að hafa orðið stigahæst allra kvenna, þvert á flokka, á mótinu. Svolítið galið að vera best á Norðurlöndum Ekki nóg með öll gullin heldur setti Eygló jafnframt Íslandsmet og Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Aðspurð hvort það sé ekki sérstök tilfinning að vita til þess að enginn annar á öllum Norðurlöndum sé, eða hafi nokkurn tíma, verið henni framar í þyngdarflokkinum segir hún: „Stundum átta ég mig ekki alveg á hvað er á bakvið þetta. Ég bara lyfti því sem þjálfarinn minn segir og svo er það bara Norðurlandamet, og maður er bara eitthvað: „Já, okei“. En þegar þú orðar það svona, þá kannski er það svolítið galið.“ „Ég er bara leikmaður“ Eygló var lengi vel í fimleikum og færði sig svo yfir í Crossfit. Hún segist ekki hafa haft þolið eða hraðann til að ná langt á þeim vettvangi og urðu því lyftingarnar fyrir valinu, þar sem hún naut sín vel í greininni. Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín á EM.Instagram/@eyglo_fanndal Hún segist þó ekki hafa séð árangur á við þennan fyrir sér í hennar villtustu draumum. „Aldrei. Þegar ég var yngri og sá einhverja stelpu lyfta 110 kílóum. Ég var í sjokki. Mér fannst þetta galin tilhugsun að geta lyft 110 kílóum. Ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti komist svona langt. Ég eiginlega skil það ekki ennþá og trúi þessu ekki ennþá. Ég er bara leikmaður sko,“ segir Eygló sem lyftir sjálf í dag 134 kílóum í sömu grein. „Auðvitað vill maður alltaf meira og er aldrei sáttur. Unga ég hefði verið í andlegu áfalli að sjá þetta,“ segir Eygló. Læknisnámið tekið föstum tökum Afreksferillinn tekur eðlilega mikinn tíma og vinnu. Eygló fer á fjölmörg mót á ári hverju og fram undan eru mót í þýsku Bundesligunni auk reglubundinna heims- og Evrópumóta. Samhliða þeim ferli, sem hefur dregið hana heimshorna á milli, í keppnir allt frá Kúbu til Úsbekistan, sinnir Eygló einnig læknisnámi við Háskóla Íslands. Eygló lyfti 104 kg í snörun um helgina.IWF/G. Scala „Það gengur mjög vel. Miklu betur en ég þorði að vonast til. Núna er held ég erfiðasta árið, fjórða árið, það er mikil mæting, mikil viðvera. Hingað til gengur mjög vel og vonandi heldur það áfram,“ segir Eygló. Sjáumst í Los Angeles Eygló eltist við Ólympíusæti í París framan af ári en varð ekki erindi sem erfiði, sem voru eðlilega vonbrigði. Hún hefur þó ekki látið það mótlæti á sig fá. Þvert á móti hefur hún tvíeflst og hefði árangur hennar á Evrópumótinu um helgina til að mynda dugað til sjötta sætis í hennar þyngdarflokki á París í sumar. „Ég hefði viljað komast inn núna en það er þá bara næst. Það er ekkert hægt að væla yfir þessu. Bara að halda áfram,“ segir Eygló sem einblínir því á næstu Ólympíuleika, í Los Angeles 2028. „Já. Ég ætla inn þar. Það er hundrað prósent.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Lyftingar Tengdar fréttir Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Eygló Fanndal Sturludóttir átti fullkomna lokaheimsókn á Evrópumót U23 ára í ólympískum lyftingum sem lauk í dag í Póllandi. 3. nóvember 2024 22:20 Sjáðu lyfturnar: Mamma krýndi Eygló Evrópumeistara og Guðný vann brons Tvær íslenskar konur stóðu saman á verðlaunapalli á Evrópumeistaramóti ungmenna í ólympíuskum lyftingum í Póllandi í gær. Myndbönd af lyftum þeirra má nú sjá á Vísi. 1. nóvember 2024 10:35 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Eygló Fanndal Sturludóttir átti fullkomna lokaheimsókn á Evrópumót U23 ára í ólympískum lyftingum sem lauk í dag í Póllandi. 3. nóvember 2024 22:20
Sjáðu lyfturnar: Mamma krýndi Eygló Evrópumeistara og Guðný vann brons Tvær íslenskar konur stóðu saman á verðlaunapalli á Evrópumeistaramóti ungmenna í ólympíuskum lyftingum í Póllandi í gær. Myndbönd af lyftum þeirra má nú sjá á Vísi. 1. nóvember 2024 10:35