Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 09:00 Carlo Ancelotti var áhyggjufullur á blaðamannafundinum vegna ástandsins á Spáni. Getty/Alberto Gardin Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid stýrði ekki liði sínu um helgina þar sem leik liðsins á móti Valencia var frestað vegna flóðanna miklu í Valenica. Tveimur leikjum í spænsku deildinni var frestað en allir hinir leikirnir fóru fram. Spænska deildin hefur unnið með Rauða krossinum í að safna pening fyrir hjálparstarfið og fyrir þá sem misstu mikið í flóðunum. Forráðamenn hennar hafa fengið gagnrýni á sig fyrir að fresta ekki öllum leikjunum. „Þetta er búin að vera vika full af harmleik og við erum öll mjög sorgmædd,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik Real Madrid á móti AC Milan. Fjöldi fólks lést í flóðunum. „Okkar hugur er hjá fólkinu í Valencia og öllum bæjunum sem lentu í þessu. Vonandi tekst fólki að finna lausn á þessu ástandi sem fyrst. Það er erfitt að tala um fótbolta í svona kringumstæðum hvað þá að spila fótbolta. Við erum hluti af þessu landi og þetta hafði áhrif á okkur líka,“ sagði Ancelotti. „Hausinn er ekki á réttum stað. Við reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn af því að við erum fagmenn. Við verðum að gera það,“ sagði Ancelotti. Fjöldi leikmanna og þjálfara á Spáni töldu réttast að fresta öllum leikjum á Spáni um síðustu helgi. „Það er á hreinu að það vildi enginn spila. Við ráðum þessu bara ekki. Þeir sem eru ofar en við ráða þessu. Fótbolti er partý og þú getur haldið hátíð ef allt er í lagi,“ sagði Ancelotti og hélt áfram: „Þegar fólk er ekki í lagi þá viltu ekkert partý. Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni. Af því að hann er mikilvægastur af því sem skiptir minna máli,“ sagði Ancelotti. Leikur Real Madrid og AC Milan er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.50. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður Björgvin og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Tveimur leikjum í spænsku deildinni var frestað en allir hinir leikirnir fóru fram. Spænska deildin hefur unnið með Rauða krossinum í að safna pening fyrir hjálparstarfið og fyrir þá sem misstu mikið í flóðunum. Forráðamenn hennar hafa fengið gagnrýni á sig fyrir að fresta ekki öllum leikjunum. „Þetta er búin að vera vika full af harmleik og við erum öll mjög sorgmædd,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik Real Madrid á móti AC Milan. Fjöldi fólks lést í flóðunum. „Okkar hugur er hjá fólkinu í Valencia og öllum bæjunum sem lentu í þessu. Vonandi tekst fólki að finna lausn á þessu ástandi sem fyrst. Það er erfitt að tala um fótbolta í svona kringumstæðum hvað þá að spila fótbolta. Við erum hluti af þessu landi og þetta hafði áhrif á okkur líka,“ sagði Ancelotti. „Hausinn er ekki á réttum stað. Við reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn af því að við erum fagmenn. Við verðum að gera það,“ sagði Ancelotti. Fjöldi leikmanna og þjálfara á Spáni töldu réttast að fresta öllum leikjum á Spáni um síðustu helgi. „Það er á hreinu að það vildi enginn spila. Við ráðum þessu bara ekki. Þeir sem eru ofar en við ráða þessu. Fótbolti er partý og þú getur haldið hátíð ef allt er í lagi,“ sagði Ancelotti og hélt áfram: „Þegar fólk er ekki í lagi þá viltu ekkert partý. Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni. Af því að hann er mikilvægastur af því sem skiptir minna máli,“ sagði Ancelotti. Leikur Real Madrid og AC Milan er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.50.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður Björgvin og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira