Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 06:42 Stjórn foreldrafélags Áslandsskóla segist styðja verkfall kennara en gagnrýnir aðferðafræði þeirra. Reginn Foreldrafélag Áslandsskóla telur verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands brjóta gegn grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að mismuna börnum og skerða nám þeirra barna sem eru í verkfallsskólum. Þrír grunnskólar hófu verkfall 29. október sem stendur í þrjár vikur. Aðrir þrír grunnskólar hefja svo verkfall 25. nóvember. Einnig eru tímabundin verkföll í framhaldsskólum og ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Móðir barns í leikskólanum Drafnarsteini gagnrýndi aðgerðirnar með svipuðum hætti í aðsendri grein á Vísi í gær. Þar gagnrýndi hún það einnig að ekki hefði verið greint frá því hvernig skólarnir voru valdir. Í yfirlýsingu frá foreldrafélaginu í Áslandsskóla segir að foreldrarnir virði rétt kennara til verkfallsaðgerða en að þau lýsi yfir gagnrýni á þá aðferðarfræði að vera í verkfalli í ákveðnum skólum, en ekki öllum. Undir yfirlýsinguna skrifar stjórn foreldrafélagsins en í stjórninni eru þær Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir, formaður, Anna Sigríður Björnsdóttir, Kristbjörg Kristbergsdóttir, Imba Þórðardóttir, Inga Helga Sveinsdóttir, Berglind Ósk Alfreðsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir „Slíkar aðgerðir skapa ójafnræði og óréttlæti gagnvart nemendum og fjölskyldum þeirra í þeim skólum sem valdir eru, án skýringa á grundvelli þess hvers vegna einir nemendur sæta skerðingum fram yfir aðra skóla á landinu,“ segir í yfirlýsingunni. Staða nemenda erfið Þá segir að stjórnin lýsi yfir áhyggjum af stöðu nemenda í skólanum og þá sérstaklega þeirra barna sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra áskoranna eða áskoranna í námi. „Þessar aðgerðir skapa óvissu og streitu fyrir fjölskyldur og raska skólastarfi í þeim skólum sem verða fyrir valinu, án nokkurrar skýringar á grundvelli þess hvers vegna nemendur Áslandsskóla skulu sæta þessum skerðingum fram yfir aðra.“ Foreldrafélagið bendir á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi öll börn rétt á námi og vernd gegn mismunun. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013. „Foreldrafélagið telur að núverandi verkfallsaðgerðir gangi gegn þessum grunngildum með því að skerða nám nemenda í Áslandsskóla fram yfir önnur börn í þjóðfélaginu.“ Þá hvetja þau að lokum samningsaðila til að ná sáttum. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Réttindi barna Hafnarfjörður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þrír grunnskólar hófu verkfall 29. október sem stendur í þrjár vikur. Aðrir þrír grunnskólar hefja svo verkfall 25. nóvember. Einnig eru tímabundin verkföll í framhaldsskólum og ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Móðir barns í leikskólanum Drafnarsteini gagnrýndi aðgerðirnar með svipuðum hætti í aðsendri grein á Vísi í gær. Þar gagnrýndi hún það einnig að ekki hefði verið greint frá því hvernig skólarnir voru valdir. Í yfirlýsingu frá foreldrafélaginu í Áslandsskóla segir að foreldrarnir virði rétt kennara til verkfallsaðgerða en að þau lýsi yfir gagnrýni á þá aðferðarfræði að vera í verkfalli í ákveðnum skólum, en ekki öllum. Undir yfirlýsinguna skrifar stjórn foreldrafélagsins en í stjórninni eru þær Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir, formaður, Anna Sigríður Björnsdóttir, Kristbjörg Kristbergsdóttir, Imba Þórðardóttir, Inga Helga Sveinsdóttir, Berglind Ósk Alfreðsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir „Slíkar aðgerðir skapa ójafnræði og óréttlæti gagnvart nemendum og fjölskyldum þeirra í þeim skólum sem valdir eru, án skýringa á grundvelli þess hvers vegna einir nemendur sæta skerðingum fram yfir aðra skóla á landinu,“ segir í yfirlýsingunni. Staða nemenda erfið Þá segir að stjórnin lýsi yfir áhyggjum af stöðu nemenda í skólanum og þá sérstaklega þeirra barna sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra áskoranna eða áskoranna í námi. „Þessar aðgerðir skapa óvissu og streitu fyrir fjölskyldur og raska skólastarfi í þeim skólum sem verða fyrir valinu, án nokkurrar skýringar á grundvelli þess hvers vegna nemendur Áslandsskóla skulu sæta þessum skerðingum fram yfir aðra.“ Foreldrafélagið bendir á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi öll börn rétt á námi og vernd gegn mismunun. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013. „Foreldrafélagið telur að núverandi verkfallsaðgerðir gangi gegn þessum grunngildum með því að skerða nám nemenda í Áslandsskóla fram yfir önnur börn í þjóðfélaginu.“ Þá hvetja þau að lokum samningsaðila til að ná sáttum.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Réttindi barna Hafnarfjörður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira