Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:00 Það er forgangsmál Samfylkingar að lækka kostnað heimila og út á það gengur Framkvæmdaplan okkar í húnæðis- og kjaramálum. Það er orðið alltof dýrt að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna. Með háum vöxtum, mikilli verðbólgu og með því að þyngja skattbyrði vinnandi fólks frá árinu 2013. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með fé og forysta flokksins er vanhæf til að stjórna. Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni með því að segja að Samfylkingin ætli að hækka skatta á almenning. Það er rangt. Nú skulum við standa saman og svara þeim af festu. Og gleymum ekki hve illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist fólkinu í landinu á liðnu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar vexti Fyrir síðustu kosningar lofaði Bjarni lágum vöxtum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði líka stöðugleika og lægri sköttum. Hvernig hefur gengið? Í stuttu máli: Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin, og rústaði þannig plönum bæði heimila og fyrirtækja. Í fyrra greiddu heimilin í landinu 40 milljörðum meira í vexti en árið 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur í hverjum mánuði, eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Þetta er það sem við í Samfylkingunni höfum kallað ofurskattinn á ungt fólk og alla sem skulda. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar verð Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 milljónum króna í 70 milljónir og um leið hefur matarkarfan hækkað. Fjölskylda sem varði 125 þúsund krónum í matarkaup á mánuði árið 2021 þarf nú að borga um 400 þúsund krónum meira á ári fyrir matinn. Ríkisstjórnin reyndist fullkomlega vanhæf til að ná stjórn á stöðunni og lét því Seðlabankann einan sjá um verkið með hækkun vaxta. Þannig var verðbólgan brotin á baki hins almenna launamanns. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta Nú gæti einhver haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lækkað skatta á almenning. En það er rangt. Þvert á móti: Sjálfstæðisflokkurinn hefur þyngt skattbyrði venjulegs vinnandi fólks frá árinu 2013. Þegar gögn Hagstofu Íslands eru skoðuð kemur á daginn að skattbyrði langflestra tekjuhópa hefur þyngst frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna Við í Samfylkingunni erum með plan til að lækka kostnað heimilanna. Forgangsmál okkar númer 1, 2 og 3 verður að gera það sem þarf til að kveða niður verðbólgu og vexti – með tiltekt í ríkisrekstrinum, bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, skynsamlegum skattkerfisbreytingum og með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Þær tekjutillögur sem við leggjum til eru að loka ehf-gatinu og skrúfa fyrir skattaglufur, draga úr misræmi milli skattlagningar launa og fjármagns og taka upp almenn auðlindagjöld. Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur kynnt sitt plan fyrir kosningarnar 30. nóvember – með þremur ítarlegum útspilum sem heita Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með neitt plan um að bæta kjör fólks og endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Flokkurinn boðar engar alvöru breytingar en við vitum að hann hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn almenna mann. Verður það allt gleymt og grafið þann 30. nóvember – eða munu kjósendur veita Sjálfstæðisflokknum verðskuldaða ráðningu? Þjóðin fær fljótlega tækifæri til að svara fyrir sig með kjörseðlinum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Það er forgangsmál Samfylkingar að lækka kostnað heimila og út á það gengur Framkvæmdaplan okkar í húnæðis- og kjaramálum. Það er orðið alltof dýrt að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna. Með háum vöxtum, mikilli verðbólgu og með því að þyngja skattbyrði vinnandi fólks frá árinu 2013. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með fé og forysta flokksins er vanhæf til að stjórna. Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni með því að segja að Samfylkingin ætli að hækka skatta á almenning. Það er rangt. Nú skulum við standa saman og svara þeim af festu. Og gleymum ekki hve illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist fólkinu í landinu á liðnu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar vexti Fyrir síðustu kosningar lofaði Bjarni lágum vöxtum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði líka stöðugleika og lægri sköttum. Hvernig hefur gengið? Í stuttu máli: Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin, og rústaði þannig plönum bæði heimila og fyrirtækja. Í fyrra greiddu heimilin í landinu 40 milljörðum meira í vexti en árið 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur í hverjum mánuði, eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Þetta er það sem við í Samfylkingunni höfum kallað ofurskattinn á ungt fólk og alla sem skulda. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar verð Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 milljónum króna í 70 milljónir og um leið hefur matarkarfan hækkað. Fjölskylda sem varði 125 þúsund krónum í matarkaup á mánuði árið 2021 þarf nú að borga um 400 þúsund krónum meira á ári fyrir matinn. Ríkisstjórnin reyndist fullkomlega vanhæf til að ná stjórn á stöðunni og lét því Seðlabankann einan sjá um verkið með hækkun vaxta. Þannig var verðbólgan brotin á baki hins almenna launamanns. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta Nú gæti einhver haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lækkað skatta á almenning. En það er rangt. Þvert á móti: Sjálfstæðisflokkurinn hefur þyngt skattbyrði venjulegs vinnandi fólks frá árinu 2013. Þegar gögn Hagstofu Íslands eru skoðuð kemur á daginn að skattbyrði langflestra tekjuhópa hefur þyngst frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna Við í Samfylkingunni erum með plan til að lækka kostnað heimilanna. Forgangsmál okkar númer 1, 2 og 3 verður að gera það sem þarf til að kveða niður verðbólgu og vexti – með tiltekt í ríkisrekstrinum, bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, skynsamlegum skattkerfisbreytingum og með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Þær tekjutillögur sem við leggjum til eru að loka ehf-gatinu og skrúfa fyrir skattaglufur, draga úr misræmi milli skattlagningar launa og fjármagns og taka upp almenn auðlindagjöld. Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur kynnt sitt plan fyrir kosningarnar 30. nóvember – með þremur ítarlegum útspilum sem heita Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með neitt plan um að bæta kjör fólks og endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Flokkurinn boðar engar alvöru breytingar en við vitum að hann hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn almenna mann. Verður það allt gleymt og grafið þann 30. nóvember – eða munu kjósendur veita Sjálfstæðisflokknum verðskuldaða ráðningu? Þjóðin fær fljótlega tækifæri til að svara fyrir sig með kjörseðlinum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun