Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2024 11:44 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands segir ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir séu ólöglegar. Stefnt er að því að hefja nýja atkvæðagreiðslu um verkföll lækna í dag, sem myndu hefjast seint í nóvember. Fulltrúar Læknafélagsins annars vegar og ríkisins funda nú hjá Ríkissáttasemjara og munu gera fram eftir degi. Í gær var greint frá því að Læknafélagið ætlaði að ráðast í nýja atkvæðagreiðslu um möguleg verkföll, þar sem ríkið teldi áður samþykkt verkföll stangast á við lög. Formaður félagsins segist ósammála túlkun ríkisins um að aðgerðirnar séu ólöglega boðaðar. „En bara til þess að tefja ekki frekar, þá ákváðum við eftir þessa skoðun okkar um helgina að fara í nýja atkvæðagreiðslu um nýja uppsetningu á okkar aðgerðum, í samræmi við þeirra athugasemdir,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Ný atkvæðagreiðsla, sem stefnt er að því að hefja í dag, feli í sér frestun aðgerða um eina viku. „Þannig að í stað þess að við hefjum aðgerðir 18. nóvember, þá frestast þær til 25. nóvember, ef læknar samþykkja nýja aðgerðaáætlun.“ Breytingarnar sem gerðar voru til að bregðast við athugasemdum ríkisins, sem Læknafélagið telur þó ekki á rökum reistar, hafa í för með sér að ráðist verði í aðgerðir á öllum Landspítalanum samtímis, í stað þess að vera með aðgerðir á einstaka deild í einu. „Eins og þetta blasir við okkur þá þýðir þetta bara því miður harðari aðgerðir fyrr. Okkur þykir leitt að hafa á vissan hátt verið þrýst út í það, því við vitum að um viðkvæma starfsemi er að ræða, og hefðum viljað byrja varfærnislegar.“ Steinunn segir nokkuð langt hafa verið á milli deiluaðila að undanförnu. „En við sjáum hvað gerist núna, á allra næstu dögum.“ Læknaverkfall 2024 Heilbrigðiseftirlit Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sjá meira
Fulltrúar Læknafélagsins annars vegar og ríkisins funda nú hjá Ríkissáttasemjara og munu gera fram eftir degi. Í gær var greint frá því að Læknafélagið ætlaði að ráðast í nýja atkvæðagreiðslu um möguleg verkföll, þar sem ríkið teldi áður samþykkt verkföll stangast á við lög. Formaður félagsins segist ósammála túlkun ríkisins um að aðgerðirnar séu ólöglega boðaðar. „En bara til þess að tefja ekki frekar, þá ákváðum við eftir þessa skoðun okkar um helgina að fara í nýja atkvæðagreiðslu um nýja uppsetningu á okkar aðgerðum, í samræmi við þeirra athugasemdir,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Ný atkvæðagreiðsla, sem stefnt er að því að hefja í dag, feli í sér frestun aðgerða um eina viku. „Þannig að í stað þess að við hefjum aðgerðir 18. nóvember, þá frestast þær til 25. nóvember, ef læknar samþykkja nýja aðgerðaáætlun.“ Breytingarnar sem gerðar voru til að bregðast við athugasemdum ríkisins, sem Læknafélagið telur þó ekki á rökum reistar, hafa í för með sér að ráðist verði í aðgerðir á öllum Landspítalanum samtímis, í stað þess að vera með aðgerðir á einstaka deild í einu. „Eins og þetta blasir við okkur þá þýðir þetta bara því miður harðari aðgerðir fyrr. Okkur þykir leitt að hafa á vissan hátt verið þrýst út í það, því við vitum að um viðkvæma starfsemi er að ræða, og hefðum viljað byrja varfærnislegar.“ Steinunn segir nokkuð langt hafa verið á milli deiluaðila að undanförnu. „En við sjáum hvað gerist núna, á allra næstu dögum.“
Læknaverkfall 2024 Heilbrigðiseftirlit Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sjá meira