Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar 4. nóvember 2024 11:02 Í hverjum mánuði vinnum við stóran hluta af okkar tíma fyrir aðra. Fyrstu 10 daga mánaðarins vinnur meðal Íslendingur einungis til þess að greiða sína skatta – ríkið tekur sinn skerf af ávöxtum erfiðisins. Næstu 5 daga vinnur hann fyrir bankann sem tekur sína vexti af húsnæðisláninu. Síðan fara að meðaltali 2 dagar í að greiða bílalánið. Þá fara 2 dagar til bæjarfélagsins eða borgarinnar í fasteignagjöld. Eftir það greiðir Íslendingurinn fyrir aðgang að auðlindum landsins, hita og rafmagni, í 2 daga. Að lokum eru aðeins um 9 dagar eftir þar sem Íslendingurinn vinnur fyrir sjálfan sig. En þá á eftir að skoða hversu margir dagar tapast þegar við eyðum þeim fjármunum sem eftir standa. Þessi skipting vekur spurningar um frelsi einstaklingsins til að njóta ávaxta vinnu sinnar. Skattheimta og skyldugreiðslur eru nauðsynlegar til að viðhalda samfélagslegum innviðum, en það er mikilvægt að íhuga hvort jafnvægið sé rétt. Miðflokkurinn berst gegn því sem hann telur óhóflega og ósanngjarna skattheimtu, þar sem alvarlegar brotalamir í kerfinu valda mismunun milli þjóðfélagshópa og landshluta. Til dæmis verða eldri borgarar oft fyrir barðinu á ósanngjörnu skattkerfi. Það er ekkert eðlilegt við það að einstaklingar sem hafa lagt hvað mest til samfélagsins alla sína starfsævi, nái ekki endum saman þegar komið er að efri árum. Þeir ættu að njóta ávaxta ævistarfs síns í stað þess að lifa við fjárhagslegt óöryggi. Það er grundvallaratriði að skattkerfið hvetji til sparnaðar og verðmætasköpunar. Með því að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara í 500.000 kr. á mánuði og frítekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna í 125.000 kr. á mánuði, eykst frelsi einstaklinga til að nýta fjárhagslegt afl sitt og gera betur við sig og fjölskyldur sínar. Þetta stuðlar að auknu vinnuframlagi þeirra sem hafa vilja og getu, en bætir jafnframt fjárhag lífeyrissjóða og eykur þjóðarframleiðslu og skatttekjur. Miðflokkurinn leggur einnig til að lífeyrir og hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun verði miðaðar við umsamin lágmarkslaun og hækki í takt við launavísitölu. Þetta tryggir að eldri borgarar og öryrkjar, haldi kaupmætti sínum og komi í veg fyrir mismunun á þeim grundvelli. Aukin skattlagning er oft eins og að setja plástur á sár; hún dregur úr verknum til skamms tíma, en læknar ekki sárið sjálft. Á meðan rót vandans; óskilvirk kerfi og flókin verkferli eru látin óáreitt, halda vandamálin áfram að grassera. Þess í stað ættum við að líta á skattkerfið eins og ósamstilltan vélbúnað. Ef eitt tannhjól virkar ekki rétt, þá er lausnin ekki að keyra vélina hraðar (með aukinni skattheimtu), heldur að laga og hagræða í kerfinu þannig að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Með því að bæta skilvirkni innan opinbera kerfisins, einfalda verkferla og nýta fjármagn betur er hægt að skapa samfélag þar sem minni þörf er fyrir aukna skattheimtu. Við þurfum að sjá stóru myndina – Kerfið sjálft þarf að virka betur til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti þrifist. Með réttlátara skattkerfi, markvissari nýtingu fjármuna og hvata til sparnaðar getum við tryggt efnahagslegt frelsi sem virkar fyrir alla, ekki bara bráðabirgðalausnir sem sjúga enn meira úr pyngju fólksins. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Í hverjum mánuði vinnum við stóran hluta af okkar tíma fyrir aðra. Fyrstu 10 daga mánaðarins vinnur meðal Íslendingur einungis til þess að greiða sína skatta – ríkið tekur sinn skerf af ávöxtum erfiðisins. Næstu 5 daga vinnur hann fyrir bankann sem tekur sína vexti af húsnæðisláninu. Síðan fara að meðaltali 2 dagar í að greiða bílalánið. Þá fara 2 dagar til bæjarfélagsins eða borgarinnar í fasteignagjöld. Eftir það greiðir Íslendingurinn fyrir aðgang að auðlindum landsins, hita og rafmagni, í 2 daga. Að lokum eru aðeins um 9 dagar eftir þar sem Íslendingurinn vinnur fyrir sjálfan sig. En þá á eftir að skoða hversu margir dagar tapast þegar við eyðum þeim fjármunum sem eftir standa. Þessi skipting vekur spurningar um frelsi einstaklingsins til að njóta ávaxta vinnu sinnar. Skattheimta og skyldugreiðslur eru nauðsynlegar til að viðhalda samfélagslegum innviðum, en það er mikilvægt að íhuga hvort jafnvægið sé rétt. Miðflokkurinn berst gegn því sem hann telur óhóflega og ósanngjarna skattheimtu, þar sem alvarlegar brotalamir í kerfinu valda mismunun milli þjóðfélagshópa og landshluta. Til dæmis verða eldri borgarar oft fyrir barðinu á ósanngjörnu skattkerfi. Það er ekkert eðlilegt við það að einstaklingar sem hafa lagt hvað mest til samfélagsins alla sína starfsævi, nái ekki endum saman þegar komið er að efri árum. Þeir ættu að njóta ávaxta ævistarfs síns í stað þess að lifa við fjárhagslegt óöryggi. Það er grundvallaratriði að skattkerfið hvetji til sparnaðar og verðmætasköpunar. Með því að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara í 500.000 kr. á mánuði og frítekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna í 125.000 kr. á mánuði, eykst frelsi einstaklinga til að nýta fjárhagslegt afl sitt og gera betur við sig og fjölskyldur sínar. Þetta stuðlar að auknu vinnuframlagi þeirra sem hafa vilja og getu, en bætir jafnframt fjárhag lífeyrissjóða og eykur þjóðarframleiðslu og skatttekjur. Miðflokkurinn leggur einnig til að lífeyrir og hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun verði miðaðar við umsamin lágmarkslaun og hækki í takt við launavísitölu. Þetta tryggir að eldri borgarar og öryrkjar, haldi kaupmætti sínum og komi í veg fyrir mismunun á þeim grundvelli. Aukin skattlagning er oft eins og að setja plástur á sár; hún dregur úr verknum til skamms tíma, en læknar ekki sárið sjálft. Á meðan rót vandans; óskilvirk kerfi og flókin verkferli eru látin óáreitt, halda vandamálin áfram að grassera. Þess í stað ættum við að líta á skattkerfið eins og ósamstilltan vélbúnað. Ef eitt tannhjól virkar ekki rétt, þá er lausnin ekki að keyra vélina hraðar (með aukinni skattheimtu), heldur að laga og hagræða í kerfinu þannig að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Með því að bæta skilvirkni innan opinbera kerfisins, einfalda verkferla og nýta fjármagn betur er hægt að skapa samfélag þar sem minni þörf er fyrir aukna skattheimtu. Við þurfum að sjá stóru myndina – Kerfið sjálft þarf að virka betur til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti þrifist. Með réttlátara skattkerfi, markvissari nýtingu fjármuna og hvata til sparnaðar getum við tryggt efnahagslegt frelsi sem virkar fyrir alla, ekki bara bráðabirgðalausnir sem sjúga enn meira úr pyngju fólksins. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun