Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 19:03 Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/ívar Sjúkratryggingar Íslands hyggjast fara með niðurstöðu nýs úrskurðar, þar sem lögð var fjörutíu milljóna sekt á stofnunina vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, fyrir dómstóla. Forstjóri stofnunarinnar segir að málið gæti reynst afdrifaríkt. Hann hafnar ásökunum um mismunun. Greint var frá úrskurðinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segulómunarfyrirtækið Intuens, sem sótt hefur um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum eins og þrjú önnur myndgreiningarfyrirtæki en ekki fengið, kærði stofnunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningarnir væru ólögmætir, fara hefði átt í útboð, - en brýnir almannahagsmunir krefðust þess að þeim yrði framhaldið til 1. janúar. 41 milljónar króna stjórnvaldssekt var jafnframt lögð á Sjúkratryggingar. „Við teljum ákaflega brýnt að reyna á það hvort þessi niðurstaða sé rétt og munum þess vegna óska eftir því að málið fari fyrir dómstóla og þar komi fram skýrari niðurstaða um það hvort heilbrigðisþjónusta sé útboðsskyld, segir Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Lítið þið ekki svo á að í þessari niðurstöðu felist ákveðinn áfellisdómur yfir ykkur? „Það náttúrulega kemur fram að okkur hafi borið að bjóða þessa þjónustu út og ef sú niðurstaða stendur er það gagnrýni á það hvernig Sjúkratryggingar hafa haldið á þessum málum.“ Gæti haft miklar afleiðingar Sigurður bendir á að útboð sé þegar hafið og standi enn yfir. Gagnrýni framkvæmdastjóra Intuens í gær sneri einkum að því að hún telji útboðið sérsniðið að fyrirtækjunum sem þegar eru á samning. Sigurður hafnar öllum slíkum ásökunum um mismunun. „Tilgangur sjúkratrygginga er fyrst og fremst að tryggja almenningi aðgang að alhliða myndgreiningarþjónustu af viðeigandi gæðum og það er það sem við vinnum að. Við erum ekki að sérsníða þetta útboð að neinu öðru en hagsmunum almennings, ef við getum orðað það þannig,“ segir Sigurður. Málið gæti reynst afdrifaríkt í stærra samhengi. „Ef öll heilbrigðisþjónusta er útboðsskyld þá hefur það mjög miklar afleiðingar, bæði fyrir starfsemi Sjúkratrygginga og þá samninga sem við gerum, en líka fyrir skipulag alls heilbrigðiskerfisins. Þannig að hér er um að ræða geisilega þýðingarmikið mál, sem verður að fá skýra niðurstöðu gagnvart.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Greint var frá úrskurðinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segulómunarfyrirtækið Intuens, sem sótt hefur um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum eins og þrjú önnur myndgreiningarfyrirtæki en ekki fengið, kærði stofnunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningarnir væru ólögmætir, fara hefði átt í útboð, - en brýnir almannahagsmunir krefðust þess að þeim yrði framhaldið til 1. janúar. 41 milljónar króna stjórnvaldssekt var jafnframt lögð á Sjúkratryggingar. „Við teljum ákaflega brýnt að reyna á það hvort þessi niðurstaða sé rétt og munum þess vegna óska eftir því að málið fari fyrir dómstóla og þar komi fram skýrari niðurstaða um það hvort heilbrigðisþjónusta sé útboðsskyld, segir Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Lítið þið ekki svo á að í þessari niðurstöðu felist ákveðinn áfellisdómur yfir ykkur? „Það náttúrulega kemur fram að okkur hafi borið að bjóða þessa þjónustu út og ef sú niðurstaða stendur er það gagnrýni á það hvernig Sjúkratryggingar hafa haldið á þessum málum.“ Gæti haft miklar afleiðingar Sigurður bendir á að útboð sé þegar hafið og standi enn yfir. Gagnrýni framkvæmdastjóra Intuens í gær sneri einkum að því að hún telji útboðið sérsniðið að fyrirtækjunum sem þegar eru á samning. Sigurður hafnar öllum slíkum ásökunum um mismunun. „Tilgangur sjúkratrygginga er fyrst og fremst að tryggja almenningi aðgang að alhliða myndgreiningarþjónustu af viðeigandi gæðum og það er það sem við vinnum að. Við erum ekki að sérsníða þetta útboð að neinu öðru en hagsmunum almennings, ef við getum orðað það þannig,“ segir Sigurður. Málið gæti reynst afdrifaríkt í stærra samhengi. „Ef öll heilbrigðisþjónusta er útboðsskyld þá hefur það mjög miklar afleiðingar, bæði fyrir starfsemi Sjúkratrygginga og þá samninga sem við gerum, en líka fyrir skipulag alls heilbrigðiskerfisins. Þannig að hér er um að ræða geisilega þýðingarmikið mál, sem verður að fá skýra niðurstöðu gagnvart.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent