Skattar eru ekki fúkyrði Þormóður Logi Björnsson skrifar 3. nóvember 2024 15:00 Það eru mörg orð á íslensku sem virðast vera á flæmingi undan málnotkun. Skattar eru eitt þeirra, sérstaklega ef einhver vogar sér að tala um að hækka þá á einhvern hátt. Ég hef í gegnum tíðina lítið þurft á velferðarþjónustu að halda. Ég er barnlaus og nýti því enga þjónustu eða niðurgreiðslu vegna barna. Ég borga hins vegar glaður alla skatta. Því ég bý í samfélagi við aðra. Ég trúi því að enginn sé svo sterkur einn að þurfa ekki á öðrum að halda einhvern tímann. Ef ég dett niður dauður síðasta vinnudaginn minn hafandi greitt til samfélagsins alla ævi án þess að taka mikið út, þá veldur sú hugsun mér engu hugarangri að hafa lagt meira inn en ég hef tekið út. Ég veit ekki hvað morgundagurinn hefur í för með sér, ég gæti orðið alvarlega veikur, lent í slysi, náttúruhamförum eða misst vinnuna á morgun, eftir viku, ár eða áratug. Þá mun velferðarsamfélagið sem ég trúi á standa með mér. Ég geri mér grein fyrir því að víða er pottur brotinn og margt sem má gera mun betur. Því finnst mér sjálfsagt að borga hærri skatta og gera miklu betur, því ég veit aldrei nema ég eða einhver sem mér er annt um þurfi á sterku velferðarkerfi að halda. Ég er á móti allri einkavæðingu í mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki því mér finnst í lagi að vera með langa biðlista eða léleg úrræði heldur finnst mér að lausnin sé að efla núverandi kerfi þannig það virki betur. Ekki loka því, bjóða það út og fara í að fóðra vasa eigenda. Það þarf vissulega að skoða rekstur eininga hjá ríki og sveitarfélögum m.t.t. þess að fá eins góða þjónustu og hægt er fyrir peninginn. En hvernig sem þessu er háttað, þá þarf velferðarsamfélagið alltaf skatta. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á það að styrkja velferðarsamfélagið. Til þess ætlum við að hækka skatta. Ekki með því að hækka tekjuskatta eða skatta sem hafa bein áhrif á buddu þeirra sem minnst mega sín. Heldur með því að leggja sanngjarna skatta á þá sem meira hafa en borga oft minna. Það má gera með því að skattleggja íbúðareignir umfram lögheimilis eignir. Sem í framhaldi leiðir af sér aukið framboð á húsnæði. Með því að hækka auðlindagjald sem er svo lágt, þótt hagsmunasamtök vilji sannfæra okkur um annað, að það stendur varla undir eftirliti og þjónustu. Skattleggja ferðaþjónustuna þannig að þeir sem hingað koma og nýta vissulega innviði borgi fyrir það. Þrepaskipta fjármagnstekjuskatti. Ekki til að kroppa meira af þeim sem eiga lítið, heldur til þess að þeir sem eiga mikið leggi meira að mörkum til samfélagsins. Það þarf að binda fyrir glufur í skattkerfinu sem nýtist einungis örfáum ofur ríkum. Við erum öll í þessu saman en eins og góður vinur minn sagði mér einu sinni þá er það alveg merkilegt hvað peningar eru félagslyndir. Þeir leitast til þess að vera í félagsskap frekar en á víð og dreif. Það er því verkefni að dreifa peningum þannig að þeir nýtist öllum með manngæsku og hlýju fyrir hvert öðru að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Það eru mörg orð á íslensku sem virðast vera á flæmingi undan málnotkun. Skattar eru eitt þeirra, sérstaklega ef einhver vogar sér að tala um að hækka þá á einhvern hátt. Ég hef í gegnum tíðina lítið þurft á velferðarþjónustu að halda. Ég er barnlaus og nýti því enga þjónustu eða niðurgreiðslu vegna barna. Ég borga hins vegar glaður alla skatta. Því ég bý í samfélagi við aðra. Ég trúi því að enginn sé svo sterkur einn að þurfa ekki á öðrum að halda einhvern tímann. Ef ég dett niður dauður síðasta vinnudaginn minn hafandi greitt til samfélagsins alla ævi án þess að taka mikið út, þá veldur sú hugsun mér engu hugarangri að hafa lagt meira inn en ég hef tekið út. Ég veit ekki hvað morgundagurinn hefur í för með sér, ég gæti orðið alvarlega veikur, lent í slysi, náttúruhamförum eða misst vinnuna á morgun, eftir viku, ár eða áratug. Þá mun velferðarsamfélagið sem ég trúi á standa með mér. Ég geri mér grein fyrir því að víða er pottur brotinn og margt sem má gera mun betur. Því finnst mér sjálfsagt að borga hærri skatta og gera miklu betur, því ég veit aldrei nema ég eða einhver sem mér er annt um þurfi á sterku velferðarkerfi að halda. Ég er á móti allri einkavæðingu í mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki því mér finnst í lagi að vera með langa biðlista eða léleg úrræði heldur finnst mér að lausnin sé að efla núverandi kerfi þannig það virki betur. Ekki loka því, bjóða það út og fara í að fóðra vasa eigenda. Það þarf vissulega að skoða rekstur eininga hjá ríki og sveitarfélögum m.t.t. þess að fá eins góða þjónustu og hægt er fyrir peninginn. En hvernig sem þessu er háttað, þá þarf velferðarsamfélagið alltaf skatta. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á það að styrkja velferðarsamfélagið. Til þess ætlum við að hækka skatta. Ekki með því að hækka tekjuskatta eða skatta sem hafa bein áhrif á buddu þeirra sem minnst mega sín. Heldur með því að leggja sanngjarna skatta á þá sem meira hafa en borga oft minna. Það má gera með því að skattleggja íbúðareignir umfram lögheimilis eignir. Sem í framhaldi leiðir af sér aukið framboð á húsnæði. Með því að hækka auðlindagjald sem er svo lágt, þótt hagsmunasamtök vilji sannfæra okkur um annað, að það stendur varla undir eftirliti og þjónustu. Skattleggja ferðaþjónustuna þannig að þeir sem hingað koma og nýta vissulega innviði borgi fyrir það. Þrepaskipta fjármagnstekjuskatti. Ekki til að kroppa meira af þeim sem eiga lítið, heldur til þess að þeir sem eiga mikið leggi meira að mörkum til samfélagsins. Það þarf að binda fyrir glufur í skattkerfinu sem nýtist einungis örfáum ofur ríkum. Við erum öll í þessu saman en eins og góður vinur minn sagði mér einu sinni þá er það alveg merkilegt hvað peningar eru félagslyndir. Þeir leitast til þess að vera í félagsskap frekar en á víð og dreif. Það er því verkefni að dreifa peningum þannig að þeir nýtist öllum með manngæsku og hlýju fyrir hvert öðru að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun