Læknar fresta verkfalli Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2024 13:35 Læknafélag Íslands ætlar að boða til verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur löglegan og virðist þar með viðurkenna að hafa staðið ólöglega að fyrri verkfallsboðun. Steinunn Þórðardóttir er formaður LÍ. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. Þetta kemur fram í pósti frá LÍ til félagsmanna sem fréttastofa hefur undir höndunum. Þar segir að svar ríkisins um að ekki væri rétt staðið að umræddri verkfallsboðun hafi komið LÍ í opna skjöldu. Nákvæmlega eins hafi verið staðið að verkfallsboðun nú og fyrir tíu árum síðan í síðasta verkfalli. Athugasemdir ríkisins séu tvær, annars vegar að kosið hafi verið um verkfallsboðunina með röngum hætti og hins vegar að verkfallsboðunin taki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn. Læknafélagið og lögfræðilegir ráðgjafar sem félagið hefur leitað til séu langt frá því að vera sammála þessari afstöðu. Niðurstaða Félagsdóms gæti seinkað verkföllum Læknafélagið segir boðun verkfallsins hafa verið lögmæta og telur dómafordæmi Félagsdóms, um að greiða eigi atkvæði á hverjum vinnustað sem verkfallið eigi að ná til, hafa vafasamt fordæmisgildi. Félagið fellst hins vegar á að athugasemd ríkisins um að verkfall verði að ná til allra eininga Landspítala á sömu dögum eigi sér stoð í lögum. LÍ hafi tvo kosti: láta ríkið fara í málaferli fyrir Félagsdómi um lögmæti boðaðs verkfalls eða boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telji löglegan. Verði niðurstaða Félagsdóms andsnúin LÍ segist félagið vera búið að missa af því að fara í verkfall fyrr en einhvern tímann í desember. Markmið ríkisins virðist vera einmitt það, að tefja boðaðar verkfallsaðgerðir lækna. Niðurstaða stjórnar LÍ er að velja seinni kostinn: láta hvern vinnustað lækna kjósa um verkföllin og að láta verkföllin ná til Landspítalans alls þá daga sem verkföll verða á Landspítala. Með þeirri leið er unnt að boða nýtt verkfall lækna frá 25. nóvember næstkomandi. Vonir standa til að ný atkvæðagreiðsla um verkfall lækna hefjist síðdegis mánudaginn 4. nóvember næstkomandi. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur, formann LÍ, við skrif fréttarinnar. Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti frá LÍ til félagsmanna sem fréttastofa hefur undir höndunum. Þar segir að svar ríkisins um að ekki væri rétt staðið að umræddri verkfallsboðun hafi komið LÍ í opna skjöldu. Nákvæmlega eins hafi verið staðið að verkfallsboðun nú og fyrir tíu árum síðan í síðasta verkfalli. Athugasemdir ríkisins séu tvær, annars vegar að kosið hafi verið um verkfallsboðunina með röngum hætti og hins vegar að verkfallsboðunin taki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn. Læknafélagið og lögfræðilegir ráðgjafar sem félagið hefur leitað til séu langt frá því að vera sammála þessari afstöðu. Niðurstaða Félagsdóms gæti seinkað verkföllum Læknafélagið segir boðun verkfallsins hafa verið lögmæta og telur dómafordæmi Félagsdóms, um að greiða eigi atkvæði á hverjum vinnustað sem verkfallið eigi að ná til, hafa vafasamt fordæmisgildi. Félagið fellst hins vegar á að athugasemd ríkisins um að verkfall verði að ná til allra eininga Landspítala á sömu dögum eigi sér stoð í lögum. LÍ hafi tvo kosti: láta ríkið fara í málaferli fyrir Félagsdómi um lögmæti boðaðs verkfalls eða boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telji löglegan. Verði niðurstaða Félagsdóms andsnúin LÍ segist félagið vera búið að missa af því að fara í verkfall fyrr en einhvern tímann í desember. Markmið ríkisins virðist vera einmitt það, að tefja boðaðar verkfallsaðgerðir lækna. Niðurstaða stjórnar LÍ er að velja seinni kostinn: láta hvern vinnustað lækna kjósa um verkföllin og að láta verkföllin ná til Landspítalans alls þá daga sem verkföll verða á Landspítala. Með þeirri leið er unnt að boða nýtt verkfall lækna frá 25. nóvember næstkomandi. Vonir standa til að ný atkvæðagreiðsla um verkfall lækna hefjist síðdegis mánudaginn 4. nóvember næstkomandi. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur, formann LÍ, við skrif fréttarinnar.
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42