„Svona högg gerir okkur sterkari“ Kári Mímisson skrifar 2. nóvember 2024 21:09 Gunnar Magnússon segir slæma byrjun hafa sært sína menn og svikið þá um sigur. vísir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, segir að úrslit dagsins, sex marka tap gegn FH, séu vissulega vonbrigði. Hann hafi strax fundið það að verkefni dagsins yrði erfitt. „Þetta eru náttúrulega ótrúlega mikil vonbrigði. Maður sá það strax í upphafi leiks að við værum ekki á staðnum. Þetta var eiginlega hugarfarið í byrjun. Varnarlega sá maður að okkur tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera og það vantaði það sem við stöndum fyrir hér í Mosó, engin barátta, neisti og karakter sem hefur verið svo öflugt hjá okkur síðustu vikur. Maður bara sá að það vantaði. Þetta var vont varnarlega og engin markvarsla í dag. Auðvitað lítið varið en við bara náðum okkur aldrei á strik varnarlega. Ég verð samt að hrósa FH, þeir voru betri en við í dag á öllum sviðum leiksins.“ Hægt að laga taktík en erfitt að breyta hugarfari Var þetta einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp eða var eitthvað í undirbúningnum sem fór úrskeiðis? „Þegar ég hugsa um þetta núna þá verð ég bara að horfa á undirbúninginn, það er það sem situr í mér. Við sáum það eftir fimm mínútur. Auðvitað vildu allir mæta á völlinn og ætla sér að vinna og okkur langaði að vinna enda toppslagur. Það er bara eitthvað sem klikkar hjá okkur í undirbúningnum og við mætum ekki rétt stemmdir í þetta. Það er erfitt að breyta því eftir 15 mínútur og þetta var bara vondur dagur á skrifstofunni. Bæði ég og Stebbi reyndum að kveikja í þeim í dag en það bara gekk því miður ekki. Það er svo ógeðslega vond tilfinning þegar þú finnur að liðið þitt er ekki þarna og það er rosalega erfitt að breyta hugarfarinu í miðjum leik, það er hægt að laga taktíkina en hugarfarið er rosalega erfitt. Þetta var því bara svona og gegn jafn sterku liði og FH sem ég vil ekki taka neitt af þá hreinlega bara yfirspiluðu þeir okkur í dag. Við þurfum að vera betri en þetta til að eiga roð í þá.“ Ekki spenntur fyrir landsleikjahléinu Nú er landsleikjahlé, er það það besta sem þið getið fengið eftir svona leik? „Nei, alls ekki. Það má ekki gleyma því að við höfum verið að spila ansi vel síðustu vikur og mánuði. Erum búnir að ná í fullt af stigum og vera ótrúlega stabílir. Einn svona leikur fer í reynslubankann og gerir okkur sterkari sem lið. Við förum yfir þetta og lærum af þessu. Svona högg gerir okkur sterkari og eflir okkur í komandi átökum.“ Vörðu ekki skot fyrr en miðjan seinni hálfleik Markverðir Aftureldingar áttu alls ekki góðan dag og enduðu samtals með þrjá bolta varða. Spurður að því hvað hann segi við þá Einar Baldvin og Brynjar Vigni eftir svona leik segir Gunnar að varnarleikurinn liðsins hafi ekki beint hjálpað þeim og verkefni þeirra því mun erfiðar heldur en í undanförnum leikjum. „Þeir eru auðvitað hundfúlir og vita alveg tölfræðina en þetta hangir svo mikið saman. Ef varnarleikurinn er ekki góður þá er þetta erfitt fyrir markverðina og varnarleikurinn hefur verið góður að undanförnu og þá hafa þeir verið góðir skilað sínu. Mér finnst erfitt að henda markvörðunum undir rútuna þegar vörnin er svona léleg, þeir bara fengu enga hjálp og þeim var til mikillar vorkunnar að standa fyrir aftan þessa vörn. Auðvitað með þrjá bolta varða þarf engan sérfræðing til að sjá að maður vinnur ekki leik þannig.“ En þrátt fyrir allt þetta þá eru þið enn alveg inn í leiknum fram að 50 mínútu, það hlýtur að vera eitthvað jákvætt sem þú tekur úr þessum leik? „Sóknarlega erum við fínir og skorum alveg ágætlega í dag. Það er vissulega eitthvað jákvætt sem við getum tekið með úr þessum leik. Við bara gerðum okkur rosalega erfitt með þessari slæmu byrjun í dag.“ Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega ótrúlega mikil vonbrigði. Maður sá það strax í upphafi leiks að við værum ekki á staðnum. Þetta var eiginlega hugarfarið í byrjun. Varnarlega sá maður að okkur tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera og það vantaði það sem við stöndum fyrir hér í Mosó, engin barátta, neisti og karakter sem hefur verið svo öflugt hjá okkur síðustu vikur. Maður bara sá að það vantaði. Þetta var vont varnarlega og engin markvarsla í dag. Auðvitað lítið varið en við bara náðum okkur aldrei á strik varnarlega. Ég verð samt að hrósa FH, þeir voru betri en við í dag á öllum sviðum leiksins.“ Hægt að laga taktík en erfitt að breyta hugarfari Var þetta einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp eða var eitthvað í undirbúningnum sem fór úrskeiðis? „Þegar ég hugsa um þetta núna þá verð ég bara að horfa á undirbúninginn, það er það sem situr í mér. Við sáum það eftir fimm mínútur. Auðvitað vildu allir mæta á völlinn og ætla sér að vinna og okkur langaði að vinna enda toppslagur. Það er bara eitthvað sem klikkar hjá okkur í undirbúningnum og við mætum ekki rétt stemmdir í þetta. Það er erfitt að breyta því eftir 15 mínútur og þetta var bara vondur dagur á skrifstofunni. Bæði ég og Stebbi reyndum að kveikja í þeim í dag en það bara gekk því miður ekki. Það er svo ógeðslega vond tilfinning þegar þú finnur að liðið þitt er ekki þarna og það er rosalega erfitt að breyta hugarfarinu í miðjum leik, það er hægt að laga taktíkina en hugarfarið er rosalega erfitt. Þetta var því bara svona og gegn jafn sterku liði og FH sem ég vil ekki taka neitt af þá hreinlega bara yfirspiluðu þeir okkur í dag. Við þurfum að vera betri en þetta til að eiga roð í þá.“ Ekki spenntur fyrir landsleikjahléinu Nú er landsleikjahlé, er það það besta sem þið getið fengið eftir svona leik? „Nei, alls ekki. Það má ekki gleyma því að við höfum verið að spila ansi vel síðustu vikur og mánuði. Erum búnir að ná í fullt af stigum og vera ótrúlega stabílir. Einn svona leikur fer í reynslubankann og gerir okkur sterkari sem lið. Við förum yfir þetta og lærum af þessu. Svona högg gerir okkur sterkari og eflir okkur í komandi átökum.“ Vörðu ekki skot fyrr en miðjan seinni hálfleik Markverðir Aftureldingar áttu alls ekki góðan dag og enduðu samtals með þrjá bolta varða. Spurður að því hvað hann segi við þá Einar Baldvin og Brynjar Vigni eftir svona leik segir Gunnar að varnarleikurinn liðsins hafi ekki beint hjálpað þeim og verkefni þeirra því mun erfiðar heldur en í undanförnum leikjum. „Þeir eru auðvitað hundfúlir og vita alveg tölfræðina en þetta hangir svo mikið saman. Ef varnarleikurinn er ekki góður þá er þetta erfitt fyrir markverðina og varnarleikurinn hefur verið góður að undanförnu og þá hafa þeir verið góðir skilað sínu. Mér finnst erfitt að henda markvörðunum undir rútuna þegar vörnin er svona léleg, þeir bara fengu enga hjálp og þeim var til mikillar vorkunnar að standa fyrir aftan þessa vörn. Auðvitað með þrjá bolta varða þarf engan sérfræðing til að sjá að maður vinnur ekki leik þannig.“ En þrátt fyrir allt þetta þá eru þið enn alveg inn í leiknum fram að 50 mínútu, það hlýtur að vera eitthvað jákvætt sem þú tekur úr þessum leik? „Sóknarlega erum við fínir og skorum alveg ágætlega í dag. Það er vissulega eitthvað jákvætt sem við getum tekið með úr þessum leik. Við bara gerðum okkur rosalega erfitt með þessari slæmu byrjun í dag.“
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira