„Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 21:03 Sigursteinn Arndal hefur lítinn tíma haft í æfingar. Mikið leikjaálag er á liðinu. vísir / vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður með glæsilegan 35-29 sigur sinna manna gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. „Ég er virkilega ánægður með tvö góð stig á móti góðu liði Aftureldingar. Þetta er ákveðinn lokapunktur fyrir landsliðspásuna. Við erum búnir að vera í þéttu prógrammi og ég var hrikalega ánægður að sjá kraftinn í mínu liði í dag miðað við það sem á undan er gengið.“ FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel í dag og hleyptu heimamönnum aldrei of nálægt sér. Sigursteinn segir að liðið sé að spila mjög vel og hann hafi lagt áherslu á að halda sama dampi áfram fyrir leikinn í dag. „Við lögðum upp með það að halda áfram á þeim nótum sem að við erum búnir að vera á síðustu tvo leiki. Leikurinn á móti Sävehof var mjög öflugur og auðvitað báðir leikirnir gegn Svíþjóðarmeisturunum mjög öflugir. Við stóðum okkur vel í þessum leikjum með góðri spilamennsku og þess vegna var mikilvægt að halda áfram og leggja áherslu á þá þætti sem hafa verið að ganga vel og halda áfram að vaxa og dafna.“ Örlagaríkt leikhlé Um miðjan síðari hálfleikinn tekur þú leikhlé eftir ágætis kafla hjá Aftureldingu sem gerði út um leikinn, hvað sagðir þú við þína menn þá? „Við vorum aðeins farnir að missa sjónar á því sem skiptir máli hjá okkur. Við vorum að missa fókus varnarlega. Þetta gekk aðallega út á að finna okkar leik aftur spila þá hluti sem að við eigum að vera að gera. Menn voru bara duglegir að minna sig á það í staðinn fyrir að pirra sig á einhverjum mistökum sem bara gerast í handbolta.“ Mikið leikjaálag Það hefur verið mikið álag á FH sem stendur í ströngu í Evrópukeppni á sama tíma og liðið berst um að verja Íslands- og deildarmeistaratitla sína. Þá er freistar liðið sömuleiðis að vinna bikarinn, eina titilinn sem liðið missti af í fyrra. Spurður að því hvernig gangi að berjast á svona mörgum vígstöðvum segir Sigursteinn vera ánægður með hvernig hópurinn hafi sýnt fagmennsku og hugsað vel um sig á sama tíma og hann segir að álagið sé vissulega erfitt en gefi sömuleiðis mikið til liðsins. „Ég er mjög ánægður með hópinn sem hefur stigið upp. Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig. Það er ekki mikið æft milli leikja en þeim mun meiri áhersla er lögð á videófundi, að vera með sína hluti á hreinu og hugsa vel um líkamann. Ég vil hrósa liðinu mínu fyrir það. Við höfum líka reynt að dreifa álaginu og menn eru að leysa mörg hlutverk, varnar og sóknarlega. Við eigum enn tvo leiki eftir í Evrópu og það er alltaf á áætluninni að koma sterkir inn í þetta því til þess að þetta myndi bera ávöxt seinna meir í vetur. Við tökum þessu bara með bros á vör.“ Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með tvö góð stig á móti góðu liði Aftureldingar. Þetta er ákveðinn lokapunktur fyrir landsliðspásuna. Við erum búnir að vera í þéttu prógrammi og ég var hrikalega ánægður að sjá kraftinn í mínu liði í dag miðað við það sem á undan er gengið.“ FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel í dag og hleyptu heimamönnum aldrei of nálægt sér. Sigursteinn segir að liðið sé að spila mjög vel og hann hafi lagt áherslu á að halda sama dampi áfram fyrir leikinn í dag. „Við lögðum upp með það að halda áfram á þeim nótum sem að við erum búnir að vera á síðustu tvo leiki. Leikurinn á móti Sävehof var mjög öflugur og auðvitað báðir leikirnir gegn Svíþjóðarmeisturunum mjög öflugir. Við stóðum okkur vel í þessum leikjum með góðri spilamennsku og þess vegna var mikilvægt að halda áfram og leggja áherslu á þá þætti sem hafa verið að ganga vel og halda áfram að vaxa og dafna.“ Örlagaríkt leikhlé Um miðjan síðari hálfleikinn tekur þú leikhlé eftir ágætis kafla hjá Aftureldingu sem gerði út um leikinn, hvað sagðir þú við þína menn þá? „Við vorum aðeins farnir að missa sjónar á því sem skiptir máli hjá okkur. Við vorum að missa fókus varnarlega. Þetta gekk aðallega út á að finna okkar leik aftur spila þá hluti sem að við eigum að vera að gera. Menn voru bara duglegir að minna sig á það í staðinn fyrir að pirra sig á einhverjum mistökum sem bara gerast í handbolta.“ Mikið leikjaálag Það hefur verið mikið álag á FH sem stendur í ströngu í Evrópukeppni á sama tíma og liðið berst um að verja Íslands- og deildarmeistaratitla sína. Þá er freistar liðið sömuleiðis að vinna bikarinn, eina titilinn sem liðið missti af í fyrra. Spurður að því hvernig gangi að berjast á svona mörgum vígstöðvum segir Sigursteinn vera ánægður með hvernig hópurinn hafi sýnt fagmennsku og hugsað vel um sig á sama tíma og hann segir að álagið sé vissulega erfitt en gefi sömuleiðis mikið til liðsins. „Ég er mjög ánægður með hópinn sem hefur stigið upp. Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig. Það er ekki mikið æft milli leikja en þeim mun meiri áhersla er lögð á videófundi, að vera með sína hluti á hreinu og hugsa vel um líkamann. Ég vil hrósa liðinu mínu fyrir það. Við höfum líka reynt að dreifa álaginu og menn eru að leysa mörg hlutverk, varnar og sóknarlega. Við eigum enn tvo leiki eftir í Evrópu og það er alltaf á áætluninni að koma sterkir inn í þetta því til þess að þetta myndi bera ávöxt seinna meir í vetur. Við tökum þessu bara með bros á vör.“
Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Sjá meira