Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar 2. nóvember 2024 12:30 Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók skilgreinist orðið „inngilding“ sem „stefna eða aðgerð sem stuðlar að því að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, fötlun og fleiri þáttum“. Það er að segja, við eigum öll, ég og þú og þau hin, að búa yfir borgararéttindum óháð stöðu í samfélaginu. Því miður búum við ekki í landi þar sem þetta er raunveruleiki allra, að hluta til vegna þess að bág íslenskukunnátta getur leitt til þess að einstaklingur á miklu erfiðara með að taka þátt í samfélaginu hér á Fróni. Sumum finnst innflytjendur bera mikla ábyrgð á þessu og að kerfið ætti að grípa þá í þeim tilgangi að skola úr þeim móðurmálið og þeirra útlensku siði og að þau séu vandamálið ef þau ná ekki alveg að spreyta sig innan slíks ramma. Vitaskuld á okkar þjóðtungu að vera gert hátt undir höfði, en við eigum að nota íslenskuna til að færa vald þeim sem standa höllum fæti heldur en að beita henni sem vegtálma gegn þeim sem nú þegar eru í erfiðri stöðu. Fjárveitingar til íslenskukennslu og annarra inngildingarverkefna verða að aukast svo að hægt sé að reka íslenskunám yfir höfuð. Hágæða íslenskunám á að vera aðgengilegt á öllum skólastigum, allt frá leikskólum til háskólastigs, sem og í fullorðinsfræðslu. Íslenskunám á vinnutíma þarf einnig að innleiða sem víðast, sem er fullkomlega eðlileg krafa enda er hlutfall atvinnuþátttöku erlendra ríkisborgara hærri en innfæddra Íslendinga. Lokakröfu mína er ekki hægt að formfesta á blaði. Hún er sú að við sýnum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru að læra tungumálið. Sýnum skilning og vilja til að skilja, jafnvel þegar við skiljum ekki alveg. Höfum í huga að við komum ekki öll úr sömu aðstæðum. Sem íslenskukennari sjálfur hef ég rekist á allan skalann þar sem sumir nemendur voru með doktorspróf og aðrir alveg óskólagengnir og jafnvel ólæsir á sínu móðurmáli. Það þýðir að við þurfum stundum að þola bjagaða íslensku, en bjöguð íslenska er betri en engin íslenska. Langflestir innflytjendur vilja læra íslensku. Vandinn er ekki áhugaleysi, heldur koma fjárveitingar og skortur á skilningi kerfisins á rót vandans í veg fyrir því að þeir nái góðum tökum á málinu. Lausnin er ekki að halda þeim niðri með neins konar harðneskju, en heldur að stuðla að inngildingu, sem krefst ákveðinnar fyrirhafnar á báða bóga. Leyfum fólki að vera fullgildir meðlimir íslenska samfélagsins og hættum að hamra á “aðlögun”, enda þarf ekkert að laga neinn. Innflytjendur eru mennskir, jafnvel þegar þeir eru aðeins öðruvísi. Kjósum öðruvísi. Höfundur kennir íslensku fyrir útlendinga og skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Íslensk tunga Innflytjendamál Derek T. Allen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók skilgreinist orðið „inngilding“ sem „stefna eða aðgerð sem stuðlar að því að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, fötlun og fleiri þáttum“. Það er að segja, við eigum öll, ég og þú og þau hin, að búa yfir borgararéttindum óháð stöðu í samfélaginu. Því miður búum við ekki í landi þar sem þetta er raunveruleiki allra, að hluta til vegna þess að bág íslenskukunnátta getur leitt til þess að einstaklingur á miklu erfiðara með að taka þátt í samfélaginu hér á Fróni. Sumum finnst innflytjendur bera mikla ábyrgð á þessu og að kerfið ætti að grípa þá í þeim tilgangi að skola úr þeim móðurmálið og þeirra útlensku siði og að þau séu vandamálið ef þau ná ekki alveg að spreyta sig innan slíks ramma. Vitaskuld á okkar þjóðtungu að vera gert hátt undir höfði, en við eigum að nota íslenskuna til að færa vald þeim sem standa höllum fæti heldur en að beita henni sem vegtálma gegn þeim sem nú þegar eru í erfiðri stöðu. Fjárveitingar til íslenskukennslu og annarra inngildingarverkefna verða að aukast svo að hægt sé að reka íslenskunám yfir höfuð. Hágæða íslenskunám á að vera aðgengilegt á öllum skólastigum, allt frá leikskólum til háskólastigs, sem og í fullorðinsfræðslu. Íslenskunám á vinnutíma þarf einnig að innleiða sem víðast, sem er fullkomlega eðlileg krafa enda er hlutfall atvinnuþátttöku erlendra ríkisborgara hærri en innfæddra Íslendinga. Lokakröfu mína er ekki hægt að formfesta á blaði. Hún er sú að við sýnum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru að læra tungumálið. Sýnum skilning og vilja til að skilja, jafnvel þegar við skiljum ekki alveg. Höfum í huga að við komum ekki öll úr sömu aðstæðum. Sem íslenskukennari sjálfur hef ég rekist á allan skalann þar sem sumir nemendur voru með doktorspróf og aðrir alveg óskólagengnir og jafnvel ólæsir á sínu móðurmáli. Það þýðir að við þurfum stundum að þola bjagaða íslensku, en bjöguð íslenska er betri en engin íslenska. Langflestir innflytjendur vilja læra íslensku. Vandinn er ekki áhugaleysi, heldur koma fjárveitingar og skortur á skilningi kerfisins á rót vandans í veg fyrir því að þeir nái góðum tökum á málinu. Lausnin er ekki að halda þeim niðri með neins konar harðneskju, en heldur að stuðla að inngildingu, sem krefst ákveðinnar fyrirhafnar á báða bóga. Leyfum fólki að vera fullgildir meðlimir íslenska samfélagsins og hættum að hamra á “aðlögun”, enda þarf ekkert að laga neinn. Innflytjendur eru mennskir, jafnvel þegar þeir eru aðeins öðruvísi. Kjósum öðruvísi. Höfundur kennir íslensku fyrir útlendinga og skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavík Suður.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun