Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 1. nóvember 2024 16:58 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Faðir konu hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi vegna ummæla sem hann viðhafði um dóttur sína. Hann er einn átta fjölskyldumeðlima konunnar sem voru ákærð fyrir ýmis brot í garð konunnar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði fólkið af flestum ákærum málsins, en fjögur þeirra, faðirinn sem og móðir, mágur og systir konunnar hlutu þó dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að málið tengist sambandsslitum konunnar við barnsföður sinn og sambandi hennar við nýjan kærasta, sem fjölskyldumeðlimir hafi tekið óstinnt upp. Sjá nánar: Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Ákæra málsins var umfangsmikil en líkt og áður segir voru átta ákærðir. Bróðir, fósturbróðir, barnsfaðir og enn annar bróðir hennar voru öll sýknuð af ákærum sem vörðuðu ýmis brot. Kristalla það versta við það þegar menning sé látin réttlæta ofbeldi Það sem faðirinn var sakfelldur fyrir voru ummæli sem hann viðhafði í skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar í fyrra. Þar sagði hann að ef bróðir konunnar hefði myrt hana hefði það verið allt í lagi. Konan ætti skilið refsingu í formi þess að vera lamin og fætur hennar og hendur brotnar. Þá sagði hann að ef hann og synir hans byggju „í einhverju arabalandi“ væru þeir löngu búnir að slátra konunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ummæli mannsins væru grafalvarleg og þau beri öll merki heiðurstengds ofbeldis. Þau kristalli það versta sem geti gerst þegar einstaklingar láti menningu, siði, hefðir og trúarbrögð stýra orðum sínum og gjörðum til að réttlæta ofbeldi í garð sinna nánustu sem eiga að hafa vegið að heiðri fjölskyldunnar. Það var mat dómsins að með ummælum sínum hefði faðirinn ógnað lífi, heilsu og velferð dótturinnar, og því var hann sakfelldur. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Námu börnin á brott að næturlægi Líkt og áður segir voru móðir, mágur og systir konunnar líka sakfelld fyrir brot sem beindust að konunni, en líka tveimur dætrum hennar í desember 2022. Þeim var gefið að sök að koma akandi um nótt að heimili konunnar og dætra hennar. Móðirin og systirin hafi farið óboðnar inn í íbúð hennar í gegnum glugga þegar dæturnar voru sofandi. Í ákæru segir að móðirin hafi kallað konuna öllum illum nöfnum, tekið af henni farsíma, og haldið henni fastir á meðan systirin fór með aðra barnunga dótturina í bílinn. Þá hafi konan hlaupið út og reynt að nálgast dóttur sína, en hafi mágurinn læst bílnum og haldið konunni niðri svo hún kæmist ekki að bílnum. Síðan segir að móðirin hafi náð í hina dótturina. Í ákærunni segir að lögreglan hafi komið á vettvang, en áður en það gerðist hafi þremenningarnir sagt við stúlkurnar að segja að þær vildu frekar búa hjá pabba sínum, ömmu og afa, en ekki hjá mömmu sinni. Héraðsdómur taldi sannað að þetta brot hafi verið framið, en í dómnum segir að þessi þrjú sem voru ákærð hafi aldrei gengist við sök sinni. Þau hafi reynt að fegra hlut sinn og réttlæta aðkomu sína. Þau hlutu líka öll sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að málið tengist sambandsslitum konunnar við barnsföður sinn og sambandi hennar við nýjan kærasta, sem fjölskyldumeðlimir hafi tekið óstinnt upp. Sjá nánar: Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Ákæra málsins var umfangsmikil en líkt og áður segir voru átta ákærðir. Bróðir, fósturbróðir, barnsfaðir og enn annar bróðir hennar voru öll sýknuð af ákærum sem vörðuðu ýmis brot. Kristalla það versta við það þegar menning sé látin réttlæta ofbeldi Það sem faðirinn var sakfelldur fyrir voru ummæli sem hann viðhafði í skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar í fyrra. Þar sagði hann að ef bróðir konunnar hefði myrt hana hefði það verið allt í lagi. Konan ætti skilið refsingu í formi þess að vera lamin og fætur hennar og hendur brotnar. Þá sagði hann að ef hann og synir hans byggju „í einhverju arabalandi“ væru þeir löngu búnir að slátra konunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ummæli mannsins væru grafalvarleg og þau beri öll merki heiðurstengds ofbeldis. Þau kristalli það versta sem geti gerst þegar einstaklingar láti menningu, siði, hefðir og trúarbrögð stýra orðum sínum og gjörðum til að réttlæta ofbeldi í garð sinna nánustu sem eiga að hafa vegið að heiðri fjölskyldunnar. Það var mat dómsins að með ummælum sínum hefði faðirinn ógnað lífi, heilsu og velferð dótturinnar, og því var hann sakfelldur. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Námu börnin á brott að næturlægi Líkt og áður segir voru móðir, mágur og systir konunnar líka sakfelld fyrir brot sem beindust að konunni, en líka tveimur dætrum hennar í desember 2022. Þeim var gefið að sök að koma akandi um nótt að heimili konunnar og dætra hennar. Móðirin og systirin hafi farið óboðnar inn í íbúð hennar í gegnum glugga þegar dæturnar voru sofandi. Í ákæru segir að móðirin hafi kallað konuna öllum illum nöfnum, tekið af henni farsíma, og haldið henni fastir á meðan systirin fór með aðra barnunga dótturina í bílinn. Þá hafi konan hlaupið út og reynt að nálgast dóttur sína, en hafi mágurinn læst bílnum og haldið konunni niðri svo hún kæmist ekki að bílnum. Síðan segir að móðirin hafi náð í hina dótturina. Í ákærunni segir að lögreglan hafi komið á vettvang, en áður en það gerðist hafi þremenningarnir sagt við stúlkurnar að segja að þær vildu frekar búa hjá pabba sínum, ömmu og afa, en ekki hjá mömmu sinni. Héraðsdómur taldi sannað að þetta brot hafi verið framið, en í dómnum segir að þessi þrjú sem voru ákærð hafi aldrei gengist við sök sinni. Þau hafi reynt að fegra hlut sinn og réttlæta aðkomu sína. Þau hlutu líka öll sex mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent